Grein

Eiríkur Finnur Greipsson.
Eiríkur Finnur Greipsson.

| 20.04.2000 | 10:34Hver er sinnar gæfu smiður

Á liðnum misserum hefur verið nokkur umræða um mögulega sölu á Orkubúi Vestfjarða. Hvað veldur? Aukin einkavæðing ríkisfyrirtækja? Vandamál við rekstur fyrirtækisins? Hagræðing? Eða eitthvað annað?
Undanhald liðinna ára
Á liðnum áratug hafa landsfeður vorir og lánastofnanir, því miður neitað að trúa öðru en því að nauðsynlegt væri að fjölmörg fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki á Vestfjörðum, yrðu gerð gjaldþrota og það sem meira er, þeir fylgdu því eftir. Það sem var enn daprara var brostin sjálfsmynd okkar Vestfirðinga sjálfra og við trúðum því jafnvel betur en leiðtogar vorir að þetta væru okkar óumflýjanlegu örlög.

Við berum því fulla ábyrgð á örlögum okkar sjálfra, því miður. Var þetta undanhald staðreynd, eftir áratuga langa óstjórn efnahagsmála og mikinn samdrátt í ákveðnum greinum veiða og vinnslu. Þessir erfiðleikar í undirstöðuatvinnuvegi okkar hafa orsakað varanlegar breytingar á samfélagi okkar, sem erfitt er að sjá fyrir endann á. En er orðin breyting á þessum hugsunarhætti?

Kraftur og dugnaður

Ég fæ ekki séð annað en að það búi mikill kraftur og dugnaður í Vestfirðingum. Mikil gróska er á fjölmörgum sviðum atvinnu- og mannlífs hér um slóðir. Það er nefnilega stór hluti íbúanna þeirrar skoðunar að tækifærin séu næg og að sókn sé besta vörnin. Enn eru til fjárfestar sem af framsýni og dugnaði leggja fé til atvinnu-, félags- og menningarlífs á þessu dásamlega landssvæði, ef ekki því dásamlegasta í heimi. Hér er allt til alls, reyndar svo ríkulegt að það er einungis maður sem er algjörlega veruleikafyrrtur sem ekki sér tækifærin.
Lífið er vissulega erfitt hér um slóðir, reyndar mjög erfitt fyrir suma, en er samfélagstryggingin betri í fjölmenninu? Eru ógnanir við börnin okkar og okkur sjálf minni í fjölmenninu? Er málið ekki einfaldlega að við erum sjálf í aldingarðinum Eden, án þess að átta okkur á því og kunna að þakka fyrir það?

Virði Orkubús Vestfjarða

Nú hafa nokkrir af háttvirtum forráðamönnum okkar samfélag s stigið fram á völlinn og látið á sér skiljast að nauðsynlegt sé að hjálpa illa stöddum sveitarfélögum á Vestfjörðum með því að kaupa af þeim eignarhlut þeirra í Orkubúi Vestfjarða. Lærðir menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að markaðsvirði fyrirtækisins sé í besta falli nokkrir tugir milljóna króna og þá m.a. að því gefnu að gjaldskrá fyrirtækisins verði hækkuð verulega. En hvað á þá að kaupa og hver er svo hugsanlegur kaupandi?

Fjárhagur sveitarfélaga

Vissulega eru sveitarfélögin illa stödd fjárhagslega. Reyndar svo illa að sum þeirra eiga ekki lengur fyrir rekstri og því er sveitarstjórnarmönnum vorkunn, þegar opinberir embættismenn – menn ráðnir af pólitíkusum – hafa ákveðið að eina leiðin til þess að rétta hlut þessara sveitarfélaga, sé að selja eignir. Eignir eins og Orkubúið. Fátt annað er eftir til að selja, a.m.k. hjá stærstum hluta vestfirskra sveitarfélaga. Nú hafa þessir sömu embættismenn sýnt ráðamönnum fram á að verðmæti fyrirtækisins sé nokkrir milljarðar. Já – NOKKRIR MILLJARÐAR KRÓNA, ekki nokkrir tugir milljóna króna.

Forsendur fyrir sölu Orkubúsins

En hvers vegna þá ekki að selja, úr því að kaupandinn er sjálft ríkið, gulltryggur greiðandi, sem vill ef til vill greiða umtalsvert yfirverð? Hugsanlegt er nefnilega að selja fyrirtækið og lækka skuldir sveitarfélaganna umtalsvert. En vaxa tekjur sveitarfélaganna til framtíðar séð með þessum gjörningi, SEM HLÝTUR AÐ VERA EIN AF FORSENDUM SÖLUNNAR? Verður sú breyting á að eftir söluna geti sveitarfélögin orðið svo fjárhagslega vel stödd að þau geti sinnt sínum lögbundnu verkefnum, SEM HLÝTUR LÍKA AÐ VERA EIN AF FORSENDUM SÖLUNNAR? Það dapra við þetta allt saman er að ekkert, alls ekkert, bendir til þess að svo verði. EKKERT!

Orkubúið verðmætt fyrir vestfirskt samfélag

Mín persónulega skoðun er að fyrirtækið sé ekki nokkurra milljarða virði, það er miklu frekar ómetanlegt fyrir okkur Vestfirðinga. Arðurinn af þessu merka fyrirtæki, sem tók vestfirska pólitíkusa mörg ár að ná yfirráðum yfir, fer m.a. til íbúanna, í formi lægra orkuverðs en t.d. hjá RARIK, sem hlýtur að vera


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi