Grein

Lárus G. Valdimarsson.
Lárus G. Valdimarsson.

| 04.10.2001 | 10:13Forgangsröðun í vegamálum

Í marsmánuði var skipuð nefnd á vegum Ísafjarðarbæjar sem var ætlað að skoða forgangsröðun í samgöngumálum á Vestfjörðum. Nefndinni var ætlað að skila áliti sínu til bæjarstjórnar í byrjun júnímánaðar þannig að tími gæfist til umræðna um niðurstöðuna á þeim vettvangi. Ætlunin var að leggja síðan fram ályktun um framtíðarsýn Ísafjarðarbæjar í samgöngumálum í fjórðungnum fyrir Fjórðungsþing Vestfjarða sem haldið var að Reykhólum 24.-25.ágúst sl.
Af ýmsum ástæðum var álit nefndarinnar ekki lagt fyrir bæjarstjórn áður en sumarleyfi hófst í júlí en niðurstaða nefndar var þó kynnt fyrir bæjarfulltrúum áður en Fjórðungsþing hófst. Á þinginu kynnti formaður nefndarinnar, Birna Lárusdóttir, niðurstöðu nefndarinnar sem ber heitið Hugmyndir í samgöngumálum og Gísli Eiríksson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar flutti einnig erindi um vegamál í fjórðungnum. Í kjölfarið urðu nokkrar umræður um samgöngumál eins og rík hefð er fyrir á Fjórðungsþingum. Niðurstaða mála varð að boðað yrði til sérstaks fundar á vegum Fjórðungssambandsins í lok október um samgöngumál.

Niðurstaða nefndar í vegamálum

Í áliti sínu um vegsamgöngur lagði nefndin til grundvallar þá stefnumótun í samgöngumálum er unnin var af starfshópi á vegum Fjórðungssambandsins 1997. Ennfremur leggur nefndin áherslu á svokallaðan Vestfjarðahring sem gerir ráð fyrir að lögð verði áhersla á heilsárstengingu innan fjórðungsins þar sem m.a. gert er ráð fyrir gerð jarðganga á leiðinni milli Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar. Til viðbótar er einnig haft að leiðarljósi við forgangsröðun að megináhersla í framkvæmdum ætti að miðast við að stytta leiðina milli þéttbýlisins hér á norðursvæðinu og suðvesturhornsins.

Að mínu mati eru þessi markmið, sem fela í sér stórverkefni í vegagerð milli stærstu þéttbýlisstaða innan fjórðungs, þ.e. Vesturleið til viðbótar þeim verkefnum sem eru á áætlun í vegagerð við Djúpveg ásamt leiðinni milli Vatnsfjarðar og Þorskafjarðar, metnarfull í meira lagi. Ég hlýt að spyrja hvort þetta sé raunhæft með tilliti til þess framkvæmdafjár sem er til skiptanna. Að raunhæft sé að fá eitt stórverkefni til viðbótar þeim tveimur sem fyrir eru án þess að það hafi áhrif á framkvæmdir sem þegar eru á áætlun.

Verkefni og tilgangur

Eina helstu áherslubreytingu í verkefnaröð vegagerðar á Vestfjörðum síðari ára má að hluta til rekja til stefnumótunar í vegamálum frá árinu 1997. Hún felst í því að farið var í stórfelldar vegabætur sem tengja Vesturbyggð við stofnvegakerfi landsins og er mikið verk þar óunnið. Í ljósi hratt vaxandi mikilvægis vegsamgangna má segja að um löngu tímabæra framkvæmd væri að ræða, því að þær ferjusamgöngur sem tryggja áttu íbúum suðursvæðisins heilsárstengingu í vegsamgöngum duga ekki til. Auðvitað munu þær framkvæmdir hafa áhrif á hraða annarra framkvæmda í fjórðungnum, s.s. Djúpveg, en þörfin fyrir bættar landsamgöngur suðursvæðis er það mikil að seinkun annarra framkvæmda er réttlætanleg.

Almenn sátt ríkir hér um að markmið vegframkvæmda er að stytta leiðina frá þéttbýlissvæðinu hér á norðurhluta Vestfjarða að stofnvegakerfi landsins. Að stytta leiðina felur m.a. í sér að endurgera vegi og leggja þá bundnu slitlagi, endurbæta brýr, þvera firði og gera jarðgöng, svo eitthvað sé nefnt. Það getur einnig falið í sér lagningu nýrra vega svo nýta megi þær samgöngubætur sem þegar eru til staðar. Í okkar tilviki á norðursvæðinu hefði það t.d. för með sér mikla samgöngubót að fá vegtengingu um Arnkötludal-Gautsdal og geta þar með nýtt okkur þverun Gilsfjarðar. Sú vegtenging er einnig mikilvæg samgöngubót fyrir Strandir og Reykhólasvæðið. Óhætt er að fullyrða að engin ein hefðbundin vegframkvæmd myndi skila eins miklum samgöngubótum og þessi tenging enda ríkir nokkuð almenn sátt um hana.

Jarðgangagerð

Þegar rætt er um bættar vegsamgöngur er mikilvægt að hugað sé að öryggi þeirra, sérstaklega yfir vetrartímann. Því er ljóst að fjallvegir í 300 m hæð yfir sjávarmáli eru ekki ásættanlegir sem örugg heilsársvegtenging. Þegar litið er til þeirra valkosta sem mögulegir eru til þess að fá örugga heilsárstengingu við stofnvegakerfi landsins um láglendisvegi, þá er ljóst að skoða verður jarðgangakosti úr Djúpi. Sú leið sem ég tel að skoða eigi er gerð jarðgangna úr Húsadal sem gengur inn af Laugabólsdal í Ísafirði og yfir í Fjarðarhornsdal í Kollafirði. Það er ljóst að um mun umfangsminni framkvæmd er að ræða heldur en þær hugmyndir sem fram koma um jarðgangaröð þá


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi