Grein

Jóhann Magnús Elíasson.
Jóhann Magnús Elíasson.

Jóhann Magnús Elíasson | 27.04.2005 | 09:31Reynt að réttlæta rangfærslur með rangfærslum

Þann 19.04, gerði Ásbjörn Björgvinsson formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, aumkunarverða tilraun til þess að svara grein minni í BB. Hann vill ekki viðurkenna að Arctic Experiense hafi tekið það að sér að vera regnhlífarsamtök fyrir fyrirtæki í svokallaðri vistvænni ferðaþjónustu á norðurslóðum, væntanlega til þess að hann geti vitnað kinnroðalaust í gögn frá þeim en þessi aðili er aðili að málinu og því eru gögn frá umræddum aðila ekki eins marktæk og annars hefði verið.

Hann vill meina að Ferðamálaráð hafi ekki getað fengið upplýsingar í viðkomandi skýrslu nema með því að hafa sambnd við Hvalaskoðunarsamtök Íslands, enn segi ég og stend við það, að ef hefði verið haft samband við Hvalaskoðunarsamtök Íslands hefði skýrslan ekki verið jafn marktæk, því þar hefðu komið fram skoðanir annars aðilans að málinu. Í sambandi við fullyrðingu Ásbjörns Björgvinssonar, um að hvalaskoðanir séu ein vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna notast hann við „tölfræði-lygi“ til þess að bjarga sér fyrir horn (en það er talað um að það séu til þrjár tegundir af lygi, það eru: lygi, haugalygi og tölfræði), og árétta ég það hér, að skv. gögnum frá Ferðamálaráði komu hingað til lands 350.340 ferðamenn og af þeim fóru 72.200 í hvalaskoðanir og eru þetta 20.6086% (hann getur reiknað þetta sjálfur út).

Hann heldur því fram að þeir sem fóru á tímabilinu júní til ágúst hafi verið 37%, til þess að við getum orðið sammála verðum við að skoða sama tímabilið og hann heldur því einnig fram að fjöldi þeirra sem fóru í hvalaskoðunarferðir hafi verið 81.000 þetta eru 8.800 fleiri en eru í gögnum Ferðamálaráðs og verður Ásbjörn að gera grein fyrir þeim fjölda.

Hann talar ekkert um ásökunina sem hann ber á þá sem unnu umrædda skýrslu og hvernig hann vill taka á þeim málum og enn sem áður er hann með skítkast á Einar K. Guðfinnsson, vegna þess að hann er með skoðanir sem eru Ásbirni ekki að skapi. Ekki hefur Ásbjörn Björgvinsson ennþá getað sýnt fram á það með óyggjandi hætti að hvalveiðar hafi áhrif á ferðaþjónustuna, enda kannski ekki von miðað við hvernig hann hagar málflutningi sínum.

Jóhann Elíasson, fyrrverandi stýrimaður.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi