Grein

Ingi Þór Ágústsson og Skúli S. Ólafsson.
Ingi Þór Ágústsson og Skúli S. Ólafsson.

Ingi Þór Ágústsson - Skúli Ólafsson | 31.03.2005 | 08:27Íþrótta- og tómstundamál í Ísafjarðarbæ á krossgötum

Laugardaginn 2. apríl verður opinn borgarafundur um framtíðarskipan í íþrótta- og tómstundamálum í Ísafjarðarbæ. Þessi fundur markar upphaf umræðu um hvert skal stefna í íþrótta –og tómstundamálum í Ísafjarðarbæ. Í vetur hefur verið unnið að skipulagi í íþrótta- og tómstundamálum með það að marki að hér rísi íþrótta – og tómstundamiðstöð. Áður en þær tillögur verða unnar frekar verður íþrótta– og tómstundastefna mótuð sem verður þá grunnur að þeim hugmyndum sem miðstöðin mun starfa eftir.

Því er kallað til fundar á næstkomandi laugardag til að móta stefnuna til framtíðar. Á fundinum verður farið yfir hugmyndarfræði sem ber heitið „Framtíðarsmiðjan“ og mun Valdimar Gunnarsson, fræðslustjóri UMFÍ, stjórna þeirri umræðu. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála eins og hún er í dag og lagðar fram hugmyndir að því hvernig þátttakendur sjá fyrir sér framtíðina í þessum málaflokki. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á íþrótta- og tómstundamálum að koma á þennan fund. Með því móti má hafa áhrif á það hvaða leið verður valin á þessum krossgötum sem við stöndum á í dag.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 2. apríl, klukkan 10:00, á 4.hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Við hvetjum þig til að mæta.

Ingi Þór Ágústsson
Skúli S. Ólafsson.Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi