Grein

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Einar K. Guðfinnsson | 01.12.2004 | 11:01Stór dagur og upphaf aukinnar fjarskiptaþjónustu

Fimmtudagurinn 25. nóvember var stór dagur í fjarskiptasögu landsbyggðarinnar og raunar landsins alls. Þá hófu fyrirtækin Skjár 1 og Landssíminn formlega stafrænar sjónvarpsútsendingar með ADSL-tækni hér á landi. Bolvíkingar voru fyrstu íbúar landsins sem geta nýtt sér þessa nýju tækni og notið um leið 10 innlendra og erlendra sjónvarpsrása, þar á meðal Skjás eins sem ekki hefur sést í Bolungarvík til þessa. Patreksfjörður var næstur í röðinni og fleiri staðir munu fylgja í kjölfarið. Fyrstir til þess að njóta þessara nýjunga voru byggðarlög á landsbyggðinni þar sem íbúar höfðu safnað fjármunum til þess að greiða fyrir útsendingum Skjás 1 og sýnt þannig vilja sinn í verki.

Með þessu er verið að hefja viðlíka væðingu um land allt. Þetta er mikilvægt byggðamál; eykur lífsgæði og fjölbreytni í afþreyingu sem nútíma lífshættir krefjast. Ennfremur er verið að opna á ADSL uppbyggingu á stöðum sem hennar nutu ekki áður.

Þetta eru því tímamót sem ástæða er til að fagna. Samstarf Skjás 1 og Símans, sem vinstri menn fundu allt til foráttu á sínum tíma , er því að skila sér út á land. Í þessu eins og svo mörgu öðru var það eins gott að vinstri menn fengu engu um ráðið. Ef þeirra ráðum hefði verið hlýtt væri þessi þjónusta ekki að verða að veruleika um byggðir landsins. Þeir eru löngum blessaðir trúir vondum málstað.

Einar K. Guðfinnssonekg.is


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi