Grein

| 09.07.2001 | 15:24Dæmdur maður skrifar

Síðastliðinn föstudag var undirrituðum birtur dómur Héraðsdóms Vestfjarða vegna ógreiddra vörsluskatta Vesturskips ehf. Þar sem dómar nú á dögum eru birtir alþjóð tel ég rétt að gera nokkra grein fyrir afdrifum þessa félags og fleiru sem tengist minni stöðu eins og hún er í dag.
Allt frá tvítugu hefur undirritaður haft mannaforráð og stjórnað fyrirtækjum, á kannski mestu umbrota- og furðutímum í íslenskri atvinnusögu, þar sem „kerfið“ leysir suma út með hundruða milljóna gjöfum þegar fyrirtækin stöðvast, en hlutskipti annarra er heldur dapurlegra.

Vesturskip ehf. hafði, eins og reglur kváðu á um, þurft að kaupa sér veiðileyfi á nýkeypt skip sín til þess að stunda rækjuveiðar, eins og ætlunin var. Hafði félagið keypt veiðileyfi, svokallaðan „endurnýjunarrétt“ fyrir 90 milljónir króna þegar Hæstiréttur með Valdimarsdómi felldi niður allar hindranir fyrir því að skipum væri veitt slík leyfi, aðeins ef þau væru í eigu Íslendinga. Nokkru áður hafði afkoma í rækjuveiðum hér við land verið orðin afleit og var því ákveðið að hætta þeirri útgerð, selja af skipunum veiðileyfin (það var mikil eftirspurn) og koma skipunum í vinnu erlendis eða selja.

Valdimarsdómur varð því til þess að félagið gat ekki selt þær eigur sem það hafði keypt og áformaði að nýta til þess að greiða skuldir sínar, þar með talda vörsluskatta, þar sem veiðileyfi voru ekki lengur til sem slík. Hófst hins vegar mikill Hrunadans þar sem skipin fóru á uppboð, enda gekk t.d. Grandi hf. hart eftir því að fá greiddar síðustu 10 milljónirnar (hjá ábyrgðaraðilum) af seldu veiðileyfi sínu fyrir um 70 milljónir króna, þrátt fyrir að það sem selt var væri ekki til lengur og nýfallinn dómur hjá SR-mjöli staðfesti að félaginu bæri ekki að greiða seljanda það sem þá var ógreitt af sambærilegum viðskiptum þess við Fiskiðjuna Skagfirðing.

Þetta segir kannski einhverjum eitthvað um „ríkið“, hvað það má og má ekki. Er í lagi að setja lög sem standast ekki stjórnarskrá landsins, eins og lögin um veiðileyfi, án þess að bæta þegnunum skaðann þegar þau eru felld úr gildi? Er íslenska ríkið ekki aðili að alþjóðlegum sáttmálum sem tryggja eiga þegnana þegar slíkt hendir? Gera kannski alþjóðlegir sáttmálar ekki ráð fyrir slíkum „bananalýðvelda“-uppákomum í hinum vestræna heimi?

Þegar lögregluskýrsla var tekin af undirrituðum vegna Vesturskips vantaði tvo daga upp á að tveggja ára skilorðstími væri liðinn vegna fyrri dóms sem ég hlaut á sínum tíma. Fyrir það skal ég inn í þrjá mánuði sérstaklega (auk sjö mánaða á skilorði). Ætla mætti að skilorðið hefði fengist dæmt rofið engu að síður, en mikið lá þeim á.

Sá dómur var vegna skulda Niðursuðuverksmiðjunnar hf. og dótturfélags sem urðu gjaldþrota fyrir rétt um tíu árum síðan og hitt nokkru síðar, og starfa minna sem framkvæmdastjóri við þau, aðallega vegna þess að færslur á viðskiptareikning voru taldar óheimilar, of seint framkomnar. Þar var um óverulegar skuldir á vörslusköttum að ræða. Niðursuðuverksmiðjan var með á annað hundrað manns á launaskrá til sjós og lands á annan áratug undir minni stjórn. Sá rekstur var alltaf ákveðinn þyrnir í augum sumra – of fyrirferðarmikill.

Án þess að það tengist því sérstaklega, þá spyr maður sig að því hvort það hafi verið einstök tilviljun að við vorum þrír, framkvæmdastjórarnir í vestfirskum fyrirtækjum, sem urðu gjaldþrota, kærðir af sama skiptastjóranum? Hvað með stjórnendur annarra fyrirtækja hérna vestra sem rúlluðu hvert af öðru þann áratug allan má segja, án þess að slíkar kærur kæmu til? Kannski var réttlætiskennd þessa umrædda skiptastjóra óvenju sterk, enda tók hann sér 12 milljónir króna fyrir að selja loðnuskip Bolvíkinga norðaustur á land sem skiptastjóri útgerðarfélags skipsins þegar það var gert upp. Ég hef í höndum upplýsingar um skuldir félaga (fyrirtækja) án þess að kærur hafi komið til. Með þessu er ég ekki að kalla eftir síðbúnu „réttlæti“ hvað þess aðila varðar, aðeins að sýna fram á mismunun. Þetta nefni ég af nauðsyn því án þessa máls hefði ég ekki rofið skilorð tíu árum síðar! Hér leiðir eitt af öðru.

Sú staða sem ég er í nú á ekki að geta komið til. Mér skilst að þingmenn treysti sér ekki til að breyta refsiramma laganna að einhverju marki, þó að margir lögmenn og fleiri sem um þessi mál fjal


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi