Grein

Ásta María og Helgi Þór | 24.06.2004 | 17:12Við biðjum um þína hjálp

Kæri lesandi. Við erum tvö ungmenni sem sitjum í húsráði Gamla Apóteksins og í tilefni af nýútkomnu fréttabréfi gátum við ekki setið á okkur með að skrifa nokkur orð. Eins og margir eflaust vita hefur Gamla Apótekið staðið í stanslausu stríði við að halda starfsemi sinni gangandi og er fjárskortur þar helsta vandamálið. Þrátt fyrir ýmsa dygga stuðningsaðila og velunnara er því miður svo komið að Gamla Apótekið sér ekki fyrir endann á árinu hvað reksturinn varðar.

Við höfum verið meðal þeirra ungmenna sem hafa verið með í uppbyggingu starfseminnar og höfum miklar áhyggjur af þróun mála í dag. Gríðarlegur tími, vinna og erfiði hafa farið í að byggja upp aðstöðu fyrir ungmenni sem er ein sú flottasta á landinu og finnst okkur sorglegt að brátt gæti Gamla Apótekið heyrt sögunni til.

Við biðjum því um þína hjálp. Fyrir skemmstu var dreifibréfum og gíróseðlum dreift í hús á norðanverðum Vestfjörðum og er vonin að sem flestir geti séð af þó ekki sé nema nokkrum krónum í þetta verðuga málefni. Framtíð okkar liggur hjá þér!

Fyrir hönd húsráðs Gamla Apóteksins,
Ásta María Guðmundsdóttir og Helgi Þór Arason.Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi