Grein

Þórólfur Halldórsson.
Þórólfur Halldórsson.

| 14.06.2001 | 11:04Hafiði séð hann Jón ó Jón ...

Í grein í BB 30. maí sl. fer Jón Fanndal Þórðarson mikinn og heggur á bæði borð. Vegur hann sérstaklega að íbúum og bæjarstjórn Vesturbyggðar og hefur allt á hornum sér í þeirra garð, sérstaklega er varðar málefni Orkubúsins, og í minn garð vegna vegamála.
Sem íbúa í Vesturbyggð þykir mér illt að sitja undir ómaklegum áburði Jóns, og hreyfi því þessum andmælum, en tek jafnframt skýrt fram að ég mun ekki skrifast á við hann á þessum vettvangi.

Orkubúið

Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1998 settu sjálfstæðismenn í Vesturbyggð það fyrstir á stefnuskrá sína að selja hlut Vesturbyggðar í Orkubúi Vestfjarða í þeirri viðleitni að leita allra leiða til þess að lækka skuldir bæjarfélagsins.

Til að byrja með mættu hugmyndirnar nokkrum andbyr, m.a. hjá sumum sveitarstjórnarmönnum í fjórðungnum. Hins vegar brá svo við að þegar ríkið hafði sett verðmiða á Orkubúið kom annað hljóð í strokkinn, og nú vilja allir Lilju kveðið hafa.

Allar sveitarstjórnir á Vestfjörðum báru á endanum gæfu til að samþykkja að breyta félagsformi Orkubúsins úr sameignarfélagi í hlutafélag. 1. júní sl. var síðan haldinn stofnfundur Orkubús Vestfjarða hf., og segja mér fróðir menn að þar hafi jafnvel ríkt meiri samhugur en þegar Orkubúið var stofnað á sínum tíma.

Nú getur bæjarstjórn Vesturbyggðar tekið sjálfstæða ákvörðun um að selja ríkinu 8,57% eignarhlut sinn í Orkubúinu. Með sama hætti getur hver hinna 11 sveitarstjórna á Vestfjörðum tekið ákvörðun um hvort þær selji hlut sinn eða ákveði að eiga hann áfram.

Ef Jón Fanndal óttast svo mjög að framtíð Orkubúsins og Vestfjarða sé stefnt í voða við það að Vesturbyggð selji ríkinu sinn litla hlut í Orkubúi Vestfjarða hf, hvers vegna leggur þessi ráðagóði maður þá ekki eitthvað raunhæft til málanna um það með hvaða öðrum hætti bæjarstjórn Vesturbyggðar skuli bregðast við fjárhagsvanda sveitarfélagsins? Býður Jón Fanndal kannski betur en 394,2 milljónir?

Af lestri laga nr. 40/2001 um stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða verður ekki annað séð en þar sé leitast við að tryggja framtíð Orkubúsins og Vestfirðinga í hvívetna. Þetta hefði Jón Fanndal auðvitað getað lesið í frumvarpinu áður en hann reit grein sína, þó hrakspár hans um afleiðingarnar bendi til annars.

Sjálfstæðismenn í Vesturbyggð eiga hrós skilið fyrir það frumkvæði sem þeir tóku í þessu máli, og nú hefur haft þessar farsælu lyktir. Bæjarstjórn Vesturbyggðar á hrós skilið fyrir að hafa fylgt málinu eftir af festu. Íbúar Vesturbyggðar eiga hrós skilið fyrir æðruleysi sitt í málinu og fyrir að láta ekki glepjast af stóryrðum vindhana sem telja sig allt vita öðrum betur.

Vegirnir

Þótt undirritaður sé íbúi í Vesturbyggð, sé ég ekki þörfina á því að Jón Fanndal skeyti skapi sínu á öllum íbúum Vesturbyggðar fyrir það eitt að ég hafi skoðanir á vegamálum sem hugsanlega fara ekki saman við skoðanir hans. Sýnu verra er þó að hann skuli gera mér upp áform og skoðanir.

Á 41. Fjórðungsþingi Vestfirðinga í apríl 1996 var kosinn starfshópur til að endurskoða hina 20 ára gömlu stefnumörkun sem mótuð var í vegamálum fjórðungsins á Fjórðungsþingi í Reykjanesi árið 1976.

Var ég formaður starfshópsins, en auk mín skipuðu starfshópinn Ólafur Kristjánsson í Bolungarvík, Ágúst Kr. Björnsson í Súðavík, Smári Haraldsson á Ísafirði, Jónas Ólafsson á Þingeyri, og frá Hólmavík fyrst Stefán Gíslason og síðan Daði Guðjónsson. Starfshópurinn var samstíga og lagði fram tillögur sínar um stefnumótun í vegamálum á Vestfjörðum á 42. Fjórðungsþingi í ágúst 1997 og mælti eindregið með því að þær yrðu samþykktar.

Skemmst er frá því að segja að tillögurnar voru samþykktar samhljóða og mótatkvæðalaust, sem „skýr viljayfirlýsing og stefna Vestfirðinga um forgangsröðun í nýbyggingu vega á Vestfjörðum næstu 10 árin?.

Þegar vinna starfshópsins hófst var staða mála þannig samkvæmt vegaáætlun að aðeins eitt stórverkefni í vegagerð var skilgreint á Vestfjörðum, sem var Djúpvegur við Ísafjarðardjúp, og ekkert stofnframlag var til Vestfjarðavegar frá Flókalundi í Bjarkalund. Þetta taldi ég mikið ójafnvægi milli þessara tveggja samgöngusvæða, sem yrði að jafna, ekki með því að taka peninga úr Djúpin


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi