Grein

Ólafur Þór Gunnarsson.
Ólafur Þór Gunnarsson.

| 22.03.2000 | 09:36Hvers vegna foreldrarölt?

Foreldrarölt hefur verið starfrækt hér á Ísafirði um nokkurra ára skeið. Það hefur byggst á því að áhugasamir foreldrar, með stuðningi frá bæjaryfirvöldum og skólanum, hafa komið á vaktir á föstudagskvöldum yfir skólaárið. Starfsemin hefur verið bundin við nánasta umhverfi skólans og miðbæjarins á Ísafirði.
En hvað er gert á foreldrarölti? Foreldrarnir ganga um bæinn seinnnipart kvölds og fyrripart nætur. Foreldrarnir eru þannig sýnilegir þeim börnum sem kunna að vera á ferli, án þess að hlutast beint til um það hvað börnin eru að gera. Það sem felst í þessu er því jákvætt aðhald og nærvera, án afskipta. Eins og gefur að skilja hafa foreldrar einnig augun opin á röltinu, og bregðast þannig við ef börnin eru í vanda eða hætta steðjar að þeim. Þá eru viðkomandi foreldrar eða lögregla látin vita eftir atvikum. Það hefur sýnt sig að þessi fyrirferðalitla nærvera (oftast aðeins 4-6 foreldri á kvöldi í einum til tveimur hópum) hefur stuðlað að því að börnin eru síður á götunum seint á kvöldin. Þá kann einhver að spyrja: ,,Og hvaða máli skiptir það? Eru börnin þá ekki bara að flækjast í einhverjum ,,partíum? langt fram eftir nóttu, og við sjáum þau ekki á götunni? Það má vel vera. Ég tel hins vegar að framboð á samkvæmum langt fram eftir nóttu fyrir 12-16 ára börn sé tiltölulega lítið. Eins vona ég að að það skref sem foreldrar stíga til eftirlits með uppeldi barna sinna, með því að taka þátt í foreldraröltinu, smiti út frá sér með tímanum og eftirlitslausum samkvæmum barna á aldrinum 12-16 ára verði útrýmt.

Því hefur heyrst fleygt að foreldrar líti á það sem óþarfa afskiptasemi að vera með foreldrarölt. Sjálfstæðir foreldrar séu fullfærir um að hafa eftirlit með sínum börnum sjálfir. Málið er bara ekki svona einfalt. Flestir foreldrar vita nefnilega að það sem þeir segja við sín börn, hefur oft með einhverju móti áhrif á mín. Gott eða slæmt fordæmi í uppeldismálum getur haft víðtæk áhrif út fyrir veggi þess heimilis sem gefur fordæmið. Í sinni einföldustu mynd getur þetta átt við foreldrið sem ekki leyfir 11 ára gömlu barni sínu að fara á kvikmyndasýningu sem hefst eftir klukkan átta að kveldi. Félagi 11 ára barnsins fer þá ekki heldur, nema fara einn. Á sama hátt væri hægt að skapa neikvæðan þrýsting á foreldra fyrrnefnda barnsins, ef foreldrar félagans ákvæðu að leyfa honum að fara á bíó eftir klukkan átta og brjóta þannig útivistarreglurnar. Nýlegar rannsóknir sýna líka að áhrif félaganna á uppeldi barna okkar eru meiri en okkur grunar, þó að það út af fyrir sig gefi okkur ekki rétt til afskiptasemi, ætti það a.m.k. að vekja okkur til umhugsunar um hvernig ,,hin börnin? í félagahópnum eru alin upp.

Við megum heldur ekki gleyma því að samfélagið sem við búum í ræðst að töluverðu leyti af því hvernig við viljum hafa það. Þannig tel ég að það sé skylda okkar að byggja samfélagið þannig upp að börnin okkar finni að því (samfélaginu) sé ekki sama um þau. Foreldraröltið er ein leið til að koma þessari hugsun að hjá börnunum.

Ég hef heyrt foreldra segja: ,,Börnin mín eru ekki úti á kvöldin, því skyldi ég vera að gæta barna annarra, væri ég ekki betur kominn heima með börnunum mínum? Vissulega er það svo að við ættum að láta einskis ófreistað að eyða sem mestum tíma með börnunum okkar. En við megum heldur ekki gleyma því að allt sem við gerum eru skilaboð til barnanna okkar. Þannig eru það skilaboð til barnanna minna ef ég segi þeim að ég ætli á foreldraröltið í kvöld, og félagsskapur annarra en minn verði að duga þeim þetta kvöld. Á sama hátt eru það líka skilaboð til barnanna minna þegar ég segist ekki vilja taka þátt í röltinu. Það fer líklega eftir aldri barnanna hvernig þau túlka þessi skilaboð, en ég leyfi mér að vona að fyrrnefndu skilaboðin verði túlkuð þannig að börnin skilji að foreldrum þeirra sé ekki sama um hvað þau aðhafast á kvöldin eða hvar. Eða jafnvel þegar þau eldast að foreldrum þeirra sé ekki sama um samfélagið sem þau búa í. Á sama hátt óttast ég að börnin myndu túlka síðarnefndu skilaboðin þannig að þátttaka í því að stuðla að velferð samfélagsins sé ekki mikilvæg.

Enn hef ég heyrt foreldra segja: ,,Ég hef engan tíma til að fara á foreldrarölt, fæ ekki pössun, þarf að vinna á kvöldin o.s.fr.v. “ Þetta eru vissulega gildar ástæður. Hins vegar ætti að vera hægt að skipuleggja röltið þannig að það raski ekki mikið reglubundnu


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi