Grein

Pétur Tryggvi Hjálmarsson.
Pétur Tryggvi Hjálmarsson.

Pétur Tryggvi | 07.05.2004 | 08:26Um varnirnar

Í Sviss, sem er fjallavæddur skíðastaður í Mið-Evrópu, hefur verið fundin upp aðferð til að koma í veg fyrir eyðileggjandi snjóflóð. Þess vegna byggja þeir ekki fleiri snjóflóðavarnargarða.

Þessi vísindi hafa borist til Austurríkis og Noregs og þar verða heldur ekki gerðir snjóflóðavarnargarðar í framtíðinni nema þá ef til vill í atvinnubótaskyni. Svissneska aðferðin byggir á þeirri staðreynd, að ef hreyft er við snjósöfnun í litlu magni í einu, þá skapast engin hætta. Þetta gera þeir með því að koma fyrir litlum sprengikúlum þar sem hættan hefur verið mest metin og leysa vandamálið niður með sprengikúlunum fjarstýrðum. Þannig er litlum snjóspýjum komið af stað hvenær sem hentar til að losa um snjósöfnunina jafnóðum.

Af þessari ástæðu eru svissneskir snjóflóðavarnargarðaverkfræðingar atvinnulausir. Þeir standa í röð til að fá verkefni á Íslandi, því að staðreyndir í þeirra heimalandi eru hafnar yfir verkfræðilega skynsemi.

– Pétur Tryggvi. Höfundur er silfursmiður á Ísafirði.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi