Grein

Hlynur Snorrason.
Hlynur Snorrason.

| 31.05.2001 | 10:23Ísafjarðarbær undir meðaltali!

Gleðifréttir bárust til Ísafjarðar þann 2. maí sl. Fréttirnar voru þær að nemendur 10. bekkjar í grunnskólum Ísafjarðarbæjar reyndust töluvert undir „landsmeðaltali“. Nú gætir þú, lesandi góður, haldið að ég væri að tala um eitthvað annað en ég meina, t.d. samræmdu prófin sem eru nýafstaðin. Nei, svo er ekki. Reyndar myndi það varla passa því það er stígandi í árangri 10. bekkja grunnskólanna í Ísafjarðarbæ, a.m.k. í Grunnskólanum á Ísafirði. Ég ætla hins vegar ekki að fjalla um námsárangur að þessu sinni.
Nei, ágæti lesandi. Þeir sem báru fréttirnar núna voru aðilar frá Áfengis- og vímuvarnaráði, Íslandi án eiturlyfja og fulltrúi frá fyrirtækinu Rannsóknir og greining. Nú ertu væntanlega einhverju nær. Árlega framkvæmir fyrirtækið Rannsóknir og greining rannsóknir meðal unglinga í landinu. Meðal þeirra rannsókna er það umhverfi sem unglingar á Íslandi búa við ár frá ári, viðhorf þeirra og neysla t.d. á tóbaki, áfengi og fíkniefnum. Þessar kannanir hjálpa okkur að sjá hver þróun mála er og fleira þess háttar.

Fréttirnar góðu voru þær að nú síðustu árin hefur áfengis-, tóbaks- og hassneysla verið að minnka verulega og ef miðað er við „landsmeðaltalið“, þá hafa nemendur 10. bekkja grunnskólanna í Ísafjarðarbæ, þ.e.a.s. á Ísafirði, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri, verið að sýna frábæran árangur ár frá ári. Þeir sem reykja daglega í 10. bekk í grunnskólunum í Ísafjarðarbæ eru 10% meðan landsmeðaltalið er 16%. Þeir sem hafa orðið ölvaðir síðustu 30 dagana áður en könnunin var lögð fyrir, vorið 2000, meðal nemenda 10. bekkjar í Ísafjarðarbæ, voru 20% meðan landsmeðaltalið var 32%. Þeir sem höfðu einhvern tíma prófað hass meðal 10. bekkinga í Ísafjarðarbæ vorið 2000 voru 6% meðan landsmeðaltalið var 12%.

Reyndar koma þessar fréttir okkur sem höfum verið að fylgjast með þróun unglingamála í Ísafjarðarbæ ekki mjög á óvart. Þetta er í raun og veru staðfesting á því sem við höfðum á tilfinningunni. Það er athyglisvert að skoða línuritin, ekki síst með hliðsjón af því að á árinu 1997 tók vímuvarnahópurinn Vá Vest við umboði sveitarfélaganna þriggja á norðanverðum Vestfjörðum, þ.e.a.s. Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, til að stýra vímuefnaforvörnum á svæðinu. Í framhaldi af því tókust samningar við forvarnadeild SÁÁ um samstarfsverkefnið „Víðtækar forvarnir í sveitarfélögum“. Frá upphafi hefur Vá Vest hópurinn stýrt markvissum vímuefnaforvörnum á svæðinu með aðstoð margra aðila. Þar má fyrst nefna foreldra (í gegnum foreldrafélög), kennara og skólastjóra, félagsmálayfirvöld, starfsfólk félagsmiðstöðva, heilsugæslustarfsmenn, lögregluna og fleiri aðila.

Svo virðist sem tekist hafi að að stilla ágætlega saman strengi þeirra aðila sem næst börnum og unglingum standa, með einum og öðrum hætti. Þannig hafa starfsmenn skólanna tekið myndarlega á forvarnamálum, t.d. með auknum aga. Sama má segja um starfsmenn félagsmiðstöðva bæjarins. Lögreglan hefur lagt meiri og meiri áherslu á eftirlit með ólöglegum útivistum barna og unglinga og áfengisneyslu þeirra. Og lögð hefur verið æ ríkari áhersla á forvarnir af hálfu lögreglunnar. Félagsmálayfirvöld hafa eflt starfsemi sína hvað unglingamál snertir. Foreldrafélög hafa eflt „foreldrarölt“ og haldið uppi nokkurs konar „jafningjaáróðri“. Heilsugæslustarfsmenn hafa verið að koma að forvörnum með einum og öðrum hætti. Að sjálfsögðu má ekki gleyma að minnast á sjálfa unglingana okkar, sem eru okkur sem hér búum til sóma.

Til marks um almennan áhuga íbúa svæðisins og þátttöku í forvörnum má nefna fyrirbærið Gamla Apótekið. Þar er um að ræða samstarfsverkefni fjögurra aðila á norðanverðum Vestfjörðum, þ.e.a.s. Rauða kross deildanna, Hollvætta Menntaskólans á Ísafirði, Vá Vesthópsins og óskilgreinds hóps foreldra og annars áhugafólks um bætta unglingamenningu. Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar þetta fyrirbæri, Gamla Apótekið, er bent á heimasíðu þess sem er www.gamlaapotekid.is.

Áðurnefndar niðurstöður Rannsókna og greiningar sýna, svo óyggjandi er, að við erum á réttri leið í forvörnum. Þær sýna okkur jafnframt að forvarnir virka, ef íbúarnir hafa áhuga á að ná árangri og stilla saman strengi sína. Okkur er það fullljóst að ekki sé ástæða til að hætta hér. Nei við ætlum að gera enn betur. Við höfum komist upp á lag með þetta, við kunnum aðferðina sem er að skila árangri.

Til hamingju íbúar í Ísafjarðarbæ. Við bjuggum í fjölskylduvænum bæ. Hann er enn fjölskylduvænni í dag og þannig viljum og ætlum að hafa hann. Að lokum vil ég sérstaklega hrósa unga fó


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi