Grein

Jón Fanndal Þórðarson.
Jón Fanndal Þórðarson.

| 31.05.2001 | 10:10Ó, þú mannlega eymd

Mér er ekki klígjugjarnt, en eftir að hafa lesið frétt á baksíðu BB fyrir skömmu um að lagafrumvarpið um Orkubú Vestfjarða, sem nú liggur fyrir Alþingi, yrði ef til vill ekki afgreitt á þessu þingi, sem og viðbrögð ýmsra manna í sveitarstjórnum á Vestfjörðum við þeim tíðindum, verð ég að viðurkenna að mér varð flökurt. „Ó, þú mannlega eymd“ var það fyrsta sem kom upp í hugann. Hverskonar úrræðaleysi er þetta?
Ef frumvarpið sofnar

Mér þykja viðmælendur BB taka nokkuð stórt upp í sig þegar þeir þykjast hafa efni á því að gera lítið úr þeim alþingismönnum sem barist hafa fyrir því að þetta stórmerka fyrirtæki í eigu allra Vestfirðinga yrði af okkur tekið, annað hvort upp í skuld eða þá til að grynna á skuldum sveitarfélaganna. „Ef frumvarpið sofnar, þá sofnar þetta sveitarfélag líka“ sagði forsvarsmaður í einum af kaupstöðum Vestfjarða.

Þessum manni vildi ég ráðleggja að fara sjálfur heim að sofa. Menn með svona hugsunarhátt ættu ekki að gefa sig í svona starf í nokkru sveitarfélagi. Einn viðmælanda BB segir að alþingismennirnir sem um málið hafa fjallað viti ekkert um hvað málið snúist og þvæli út og suður.

Það mætti ætla að þessi hrokafulli maður viti sjálfur ekkert um hvað málið snýst. Gerir hann sér grein fyrir því hvað Orkubú Vestfjarða er eða heldur hann kannski að Orkubúið sé einhver ómerkilegur hlutur sem rétt væri að losa sig við ef eitthvað verð fengist fyrir hann? „Ef frumvarpið sofnar, þá sofnar þetta sveitarfélag“, sagði hinn stórhuga sveitarstjórnarmaður. En ég segi að ef viðkomandi sveitarfélag hangir svo á horriminni eftir að hafa verið í langan tíma undir forsjá þessa manns, þá sofnar það hvort eð er.

Þetta yrðu afleiðingarnar

Það sem þessir sölumenn eru að kalla yfir íbúa Vestfjarða er m.a. eftirfarandi:

1. Raforkuverð mun stórhækka, a.m.k. um 20% á sama tíma og verð á höfuðborgarsvæðinu er að lækka um 10-20%.

2. Störfum í fjórðungnum mun fækka og er vart á bætandi.

3. Fólk mun flytjast burt. Er fólksflóttinn ekki nægur þó að misvitrir sveitarstjórnarmenn séu ekki með gerðum sínum að stuðla að enn frekari fólksfækkun?

4. Yfirráð orkumála flytjast burt. Hvað nú um flutning fyrirtækja út á land? Eruð þið á móti því?

5. Þjónustan mun skerðast. Viljið þið að við þurfum að hringja til Reykjavíkur ef rafmagnið bilar og fá leyfi þaðan til að fá viðgerð eins og nú er hjá Símanum?

6. Tekjur sveitarfélaganna munu minnka þegar búið verður að éta upp andvirði Orkubúsins. Það er ekki hægt að selja nema einu sinni og það hefur ekki hingað til verið talin búhyggindi að éta útsæðið. Kannski eru hinir stórhuga sveitarstjórnarmenn á annarri skoðun og kæmi mér það ekki á óvart.

7. Vatnsföll á Vestfjörðum eru auðlind sem malað geta gull til framtíðar en þið eruð með gerðum ykkar að bakka til fortíðar.

8. Sala myndi ekki leysa fjárhagsvandann heldur aðeins virka sem magnýl á höfuðverk.

Þáttur Vesturbyggðar

Það voru stjórnendur Vesturbyggðar sem sáu enga aðra leið út úr fjárhagsvandanum en að leita að seljanlegum eignum í eigu sveitarfélagsins. Að sjálfsögðu fundu þeir ekkert fémætt nema hlut sinn í Orkubúinu. Þeir töldu sér trú um að ef þeir gætu selt sinn hlut þá færu hjól atvinnulífsins að snúast og fólk færi að flytja til staðarins. Þetta töldu þeir íbúunum trú um. Hvílíkt óraunsæi! Aðrir eigendur Orkubúsins sáu aumur á Vesturbyggðarbúum og drifu í því að samþykkja breytt eignarform svo þeir gætu fengið sinn skerf af kökunni til að lækka á skuldunum. Svo mikið lá á, að ekki var hægt að bíða eftir tilskipan frá Brussel, hvað þá eftir nýjum orkulögum sem voru í smíðum og eru enn.

Ríkið braut gegn sinni yfirlýstu stefnu að selja eða nánast gefa eigur ríkisins og fór í þess stað að kaupa eignir eða gaf kost á því að kaupa hlut sveitarfélaganna í Orkubúinu til að fá eitthvað upp í skuldir sveitarfélaganna við Íbúðalánasjóð. Þetta var að sjálfsögðu dulbúin Vestfjarðaáætlun, eða Vestfjarðadúsan, eins og gárungarnir nefndu það. Íbúum Vesturbyggðar var lofað af hálfu ríkisins að taka út á væntanlega greiðslu í trausti þess að Alþingi samþykkti breytt eignarform. Í viðtali við forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar í Ríkisútvarpinu 19. apríl kom fram að nú gætu íbúarnir farið að mála hús sín og reka nagla sem ekki hafði verið gert í háa herrans tíð. Sv


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi