Grein

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson.

| 15.03.2001 | 16:24Góðir tímar í Færeyjum

Nýlega var sagt frá því í fréttum að góð afkoma væri í heild af fiskveiðum í Færeyjum. Rekstur Færeyjabanka skilaði 3,5 milljörðum íslenskra króna í hagnað á sl. ári. Haft er eftir Jörgen Astrup Hansen, bankastjóra Föroyja Banka, að ástæðan sé „fyrst og fremst sú að það gengur vel í fiskiðnaðinum“. Hann segir að auðvitað sé það misjafnt milli einstakra hluta flotans hver hagnaðurinn er, en í heild verður að segjast að það eru góðir tímar í færeyskum fiskiðnaði núna.
Þessi frétt virðist ekki vekja mikla athygli hér á landi þó þarna sé verið að lýsa afkomu veiða og vinnslu sem byggir á frjálsri verðmyndun alls afla, sem landað er á fiskmarkaði, og stjórnkerfi fiskveiða þar sem ekkert kvótabrask eða frjálst framsal kvóta er við lýði. Í Færeyjum er viðhaft stjórnkerfi fiskveiða sem byggir á sóknardögum, þ.e. skammtaður fjöldi sóknardaga fyrir hvern útgerðarflokk fiskiskipa.

Frá Færeyjum heyrast heldur engar fréttir af brottkasti á afla, enda fiskafjöldinn eða fiskkílóin ekki beint skömmtuð á hvern bát í öllum fisktegundum eins og í kvótabraskkerfinu á Íslandi.

Þögn stjórnvalda

Hvers vegna er svo lítið gert úr þessum góðu fréttum frá Færeyjum? Það skyldi þó ekki vera að frekari fréttir af þessum toga frá næstu nágrannaþjóð okkar henti illa nú þeim öflum sem mestu ráða hér á landi í fjármagni og fjölmiðlum. Eða er ástæðan sú, að fréttamenn eru þess sjálfir minnugir, að gert var lítið úr öllu sem Færeyingar tóku sér fyrir hendur á árum áður, einkum þegar þeir hentu „fyrirmyndar“ kvótabraskkerfi á ruslahauga og tóku upp sóknarstýrt fiskveiðikerfi? Hægt er að vitna í margar ræður og skrif forystumanna ríkisstjórnarflokkanna á Íslandi um að forðast bæri færeysku leiðina sem þótti víti til varnaðar fyrir fáum árum, að þeirra dómi. Stjórnvöld hér á landi hafa ekki heldur lýst stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga. Hvers vegna ekki?

Ég óska Færeyingum til hamingju með að vera ennþá svo jarðtengdir að þeir viti hvað þeim er fyrir bestu við stjórn sinna fiskveiða og hversu rétt verðmyndun fisksins á markaðslegum forsendum getur aukið þjóðarverðmæti af þeim fiski sem seldur er á því hæsta verði sem býðst hverju sinni.

Þingsályktun

Sá sem þetta ritar hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjárhagslegan aðskilnað veiða og vinnslu, annars vegar milli reksturs útgerðar og hins vegar fiskvinnslu í landi. Lagt er til að lög verði samin af þriggja manna nefnd sem leiði til þess að skapa skilyrði fyrir fjárhagslegan aðskilnað og til eðlilegrar markaðslegrar verðmyndunar á öllum óunnum fiski. Samkeppnisskilyrði verði eðlileg og heilbrigð og byggð upp á gegnsæum viðskiptaháttum. Rétt er að láta þess getið að Danir tóku nýverið ákvörðun um að allur fiskur skyldi seldur á markaði svo auðvelda mætti allt eftirlit og koma í veg fyrir óeðlileg viðskipti.

Með þingsályktuninni (þingskjal 727- 456. mál) fylgir greinargerð sem vísað er til, ef fólk vill frekari fróðleik um lög og reglur. Þar er m.a. vísað í kröfur í EES-samningi, siðareglur til að gæta almannahagsmuna á verðbréfa- og fjármagnsmarkaði og íslensk samkeppnislög sem efla eiga virka samkeppni og vinna gegn óréttmætum viðskiptaháttum, skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum.

Samkeppnisleg mismunun

Engin skilyrði eru til eðlilegrar verðmyndunar á fiski og ótruflaðrar samkeppni í fiskviðskiptum hér á landi þrátt fyrir að í landinu hafi um árabil verið starfandi uppboðsmarkaðir fyrir fisk. Fiskviðskipti við núverandi kringumstæður skapa ófrið um verðlagningu á fiski milli sjómanna og útvegsmanna og grafa einnig undan tilvist innlendra fiskmarkaða.

Skiptir þá ekki meginmáli hvort um viðskipti milli óskyldra eða skyldra aðila er að ræða. Þá er ríkjandi mikil samkeppnisleg mismunun í fiskvinnslunni sem bitnar hart á fiskvinnslufyrirtækjum sem ekki tengjast útgerð.

Viðskipti milli óskyldra aðila

Enda þótt sá fiskur sem kemur til sölu á íslenskum fiskmörkuðum seljist að öllu jöfnu á mjög háu verði er samt sem áður ríkjandi mikill fiskskortur á mörkuðunum. Í stað þess að selja fiskinn hæstbjóðanda leita útgerðir í auknum mæli eftir svokölluðum „beinum viðskiptum“. Í slíkum viðskiptum er samið um fast verð á fiskinum sem er langt undir ríkjandi verði á mörkuðum, oftast aðeins um helmingur eða jafnvel minna.  Ástæðurnar fyrir slíkum viðskiptum er að finna í ákvæðum gildandi laga um fiskveiði stjórn sem heimila frjá


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi