Grein

Karl Jónsson.
Karl Jónsson.

| 09.03.2001 | 09:16Horft til framtíðar á tímamótum hjá KFÍ

Nú nýverið samþykktu stjórn og foreldraráð Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar (KFÍ) afreksmannastefnu félagsins sem í gildi verður til ársins 2005. Í dag stendur félagið á nokkrum tímamótum, þar sem ljóst er að karlalið félagsins fellur niður um deild og leikur í þeirri fyrstu að ári. Frá því að liðið fór upp í úrvalsdeild árið 1996 hefur karlaliðið verið flaggskip félagsins en með samdrætti í atvinnulífinu hefur reynst erfitt að halda úti rekstri liðsins í þeirri mynd sem hefur verið gert. Árlega hefur liðið þurft á nokkrum aðkomumönnum að halda, sem kostað hefur peninga. Í kjölfar samdráttar atvinnulífsins hefur styrkjum fækkað og því er nauðsynlegt að breyta um stefnu.
Kvennaliðið hefur verið að standa sig vel og á mikla framtíð fyrir sér. Verði rétt á málum haldið getur það orðið að stöðugu toppliði í 1. deild kvenna. Unglingastarfið hefur stóreflst á síðustu tveimur árum og hefur iðkendum fjölgað um 100% á því tímabili.

Afreksmannastefna sú, sem samþykkt var, var unnin að frumkvæði Unglingaráðs KFÍ, sem í eiga sæti Þorsteinn Þráinsson og Guðni Guðnason, auk undirritaðs og Guðjóns Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra og körfuboltafrömuðar hér í bæ.

Markmiðin

Markmið stefnunnar er skýrt:

• Að félagið ali upp og þjálfi eigin leikmenn sem nái árangri í efstu deildum beggja kynja í framtíðinni. Að efla með þeim félagsþroska og ala upp í þeim tryggð við félagið.

Félagið ætlar að búa til sína eigin leikmenn sem staðið geta framarlega í íþróttinni í framtíðinni. Þetta er auðvitað ekki hægt nema að samspil margra þátta komi til. Þar ber fyrst að nefna þjálfun:

• Félagið mun leitast við að hafa ávallt hæfa og menntaða einstaklinga við þjálfun innan félagsins.

• Á hverju ári verði efnt til þjálfaranámskeiða til að færa þeim þjálfurum nauðsynlega menntun sem ekki hafa hana fyrir og til að auka þekkingu þeirra sem hana hafa þegar.

• Félagið mun gefa út námsskrá sem unnið verður eftir þar sem skilgreind eru kennsluatriði hvers aldursflokks fyrir sig.

• Jafnframt mun félagið skilgreina og útfæra sóknar- og varnarkerfi sem byrjað verði að kenna í yngri flokkunum og notuð alla leið upp í meistaraflokka.

• Félagið mun leitast við að halda úti 3-4 æfingum í viku í sem flestum aldursflokkum og sendi 1-2 lið til keppni í Íslandsmóti í þeim öllum, auk bikarkeppni hjá þeim flokkum sem eiga þess kost.

• Unglingaflokkur karla verði a.m.k. skráður til leiks í bikarkeppninni.

• Sumarið eftir 7. flokk verði ávallt stefnt á utanlandsferð í einstaklingsæfingabúðir til Bandaríkjanna eða Evrópu og eftir 9. flokkinn verði tekið þátt í Scania Cup, hinu óopinbera Norðurlandamóti félagsliða sem haldið er í Svíþjóð.

Þjálfararnir

Tímasetningar þjálfaranámskeiða hafa hingað til ekki hentað KFÍ þar sem nær undantekningarlaust hafa þau verið haldin á annasömum helgum þar sem þjálfarar eru í keppni með sín lið. Því er það stefnan að fá þessi námskeið hingað til okkar. Hugmyndir eru uppi um að bjóða leikmönnum 10. flokks beggja kynja (10. bekkjar) að sækja slík námskeið því við ætlum okkur ekki einungis að ala upp leikmenn heldur framtíðarþjálfara líka. Einnig verður áhugi foreldra kannaður á þessu atriði.

Námsskrá er í smíðum sem þjálfarar koma til með að vinna eftir þannig að það fari ekki á milli mála hvaða atriði á að kenna hvaða aldursflokki. Aðeins með því móti er hægt að byggja ofan á þekkingu iðkenda ár frá ári og skila þeim fullnuma upp í meistaraflokka.

Tíð þjálfararskipti valda því m.a. að sífellt er verið að vinna eftir nýjum áhersluatriðum í sókn og vörn. Það er út af fyrir sig gott að læra sem mest, en með því að taka upp opinber kerfi félagsins af þessu tagi öðlast iðkendur nær fullkomna þekkingu á viðkomandi kerfum sem fylgja þeim allt upp í meistaraflokka. Þetta auðveldar líka nýjum þjálfurum starfið, að leikmenn kunni góð skil á ákveðnum atriðum sem æfð hafa verið með markvissum hætti allt frá því í yngri flokkunum.

Æfingar

Til að ná árangri er nauðsynlegt að halda úti 3-4 æfingum í viku fyrir hvern flokk. Þar sem iðkendum hefur nú fjölgað um 100% á tveimur árum er farið að þrengja dálítið að starfi yngri flokka í íþróttahúsinu og því mun félagið leita annarra leiða til að auka æfingatíma. Horfum við þá talsvert til litla hússins við Austurveg og jafnvel til Flateyrar en nánari útfærslur bíða úrvinnslu.

Í sumar verða í fyrsta skiptið keyrðar sumaræfingar og verið er að útfæra hugmyndir sem lúta að því. Það er vitað mál að til að ná árangri er ekki nóg að st


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi