Grein

Margrét Karlsdóttir.
Margrét Karlsdóttir.

| 21.02.2001 | 15:09Vatnsfjarðarprestakall við Djúp

Nú til dags ætti að vera fátt sem kemur venjulegu fólki á óvart. Þó fór það svo, að íbúa við innanvert Ísafjarðardjúp setti hljóða eftir lestur greinar í DV um aðför sr. Valdimars Hreiðarssonar á Suðureyri að sr. Baldri Vilhelmssyni í Vatnsfirði.
Eins og flestum mun vera kunnugt hætti sr. Baldur í Vatnsfirði prestsskap um áramótin 1999-2000. Messaði hann síðast í Vatnsfirði á jóladag 1999. Frá þeim tíma munu Vatnsfjarðar-, Ögur- og Súðavíkursókn hafa verið sameinaðar Staðarprestakalli í Súgandafirði, svo og Nauteyrar- og Melgraseyrarsóknir til áramóta 2000-2001.

Þar sem eitthvað hefur verið sameinað er ekki gefið að menn séu alltaf á eitt sáttir við framkvæmdir mála í sóknum eða sveitarfélögum. Það bar hins vegar svo við, að því er best er vitað, að nánast allir íbúar þessara sókna, þ.e. Vatnsfjarðar-, Ögur- og Súðavíkursókna voru sammála um framvindu þessa máls.

Það vildu allir að presturinn sæti í Súðavík og þjónaði þar og þaðan væri sóknunum hér í Inn-Djúpi þjónað. Þetta var ekki samþykkt og var víst talið, að prestakall þetta væri ekki nægilega stórt fyrir starf fyrir einn prest. Þær raddir heyrðust þó en kannski ekki nógu hátt, að etv. gæti presturinn nú gert eitthvað með þessu starfi, t.d. stundað kennslu í Súðavík og aðstoðað sóknarprestinn á Ísafirði, því eins og allir vita er oft mjög mikið að gera hjá sr. Magnúsi Erlingssyni í svo fjölmennri sókn.

Í september 1999 sendi sveitarstjórn Súðavíkurhrepps erindi þetta til biskups og benti á margar góðar ástæður fyrir því að sóknarpresturinn sæti í Súðavík. En þar sem þetta náði ekki fram að ganga og þeir sem best höfðu vit á skipan mála réðu þeim á þann veg sem nú er, þá létu sóknarbörnin a.m.k. hér í Inn-Djúpi lítið á sér kræla. Þau biðu þess þó með talsverðri eftirvæntingu að hinn nýskipaði prestur léti sjá sig – kæmi að húsvitja eins og gert var hér á árum áður. Flestir hér um slóðir muna eftir fleiri prestum en sr. Baldri þó hann hafi verið þjónandi prestur í Vatnsfirði síðan vorið 1956. Á árum áður komu nýkjörnir prestar í húsvitjanir á hvern bæ, kynntust fólki og kynntu sig, en þessi siður er trúlega aflagður og talinn óþarfur í hraða og tímaskorti nútímans.

Þegar líða tók á vetur á því herrans ári 2000 bárust fréttir af því að hinn þjónandi prestur hefði verið að spyrjast fyrir um það hvort nokkur hefði hringt í Vatnsfjörð og beðið um messu!

Þetta hafði engum hér um slóðir dottið í hug: Að biðja um messu! En loks rann upp ljós fyrir fólki.

Presturinn hafði auðvitað ekki messað því enginn hafði beðið hann um það.

Því fór svo að árið 2000 rann sitt skeið á enda án þess að sóknarbörnin í Vatnsfjarðarsókn sæju hinn þjónandi prest. Þegar leið að jólum fóru sóknarbörn í Vatnsfjarðarsókn fram á það við sóknarnefnd Vatnsfjarðarkirkju, að hún kannaði hvort sr. Baldur mætti og vildi messa í Vatnsfirði á jóladag, svona eins og hann hafði gert undanfarna áratugi, ef það bryti ekki í bága við aðrar kirkjulegar fyrirætlanir. Svar sóknarnefndarinnar var á þá leið, að þar sem sr. Baldur væri hættur störfum væri betra að snúa sér beint til hins þjónandi prests.

Auðvitað var þetta hárrétt athugað hjá sóknarnefndinni.

En þar sem hinn þjónandi prestur hafði lýst því yfir við sóknarnefndarformanninn að það hentaði honum ekki að messa í Vatnsfirði um jól, þá var að sjálfsögðu ekki hægt að fara að ónáða blessaðan prestinn með svoleiðis kvabbi.

Skemmst er frá að segja að á jóladag, 25. desember árið 2000, flutti sr. Baldur fallega hugvekju í kirkjunni sinni fyrir fjölskyldu sína og vini. Taldi sr. Baldur, hans fjölskylda og vinir, að kirkjan stæði öllum opin alltaf.

Það var líka sr. Baldur sem messaði á Nauteyri á annan jóladag síðastliðinn og einnig var það sr. Baldur sem messaði á Nauteyri sl. sumar og líka á Melgraseyri. En væntanlega hefur hann aðeins verið að gera sínum aldavini sr. Valdimar greiða og varla nema gott eitt um það að segja.

Við lestur greinarinnar í DV þann 10. febrúar sl. kemur fram, að sr. Valdimar hafi svo lág laun að þau nægi varla til að framfleyta honum og hans allra nánustu. Því verði hann að fá öll þau hlunnindi sem Vatnsfjörður geti látið honum í té, skítt með sr. Baldur og hans fjölskyldu. Hann er kom


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi