Grein

Gunnar Þórðarson.
Gunnar Þórðarson.

| 15.02.2001 | 09:42Hugleiðingar að gefnu tilefni vegna Landsmóts 2004

Að gefnu tilefni, þar sem yfirlýsing Golfklúbbsins og Skíðafélagsins vegna landsmóts 2004, sem birtist á fréttavef Bæjarins besta, hefur valdið töluverðu fjaðrafoki og menn leggja hana út á versta veg, en tala lítið um innhald hennar, vil ég taka eftirfarandi fram:
Ég er forundrandi á viðbrögðum fólks vestan heiða sem tekur yfirlýsinguna sem niðurlægingu og áras á þau byggðarlög. Sérstaklega er mér óljúft að hafa valdið okkar fólki í Skíðafélaginu sárindum og hugarangri og vil ég biðjast velvirðingar á því. Málið snýst um að forgangsraða byggingu íþróttamannvirkja til næstu áratuga í Ísafjarðarbæ, vegna Landsmóts ungmennafélaganna 2004, sem er að okkar mati, sem skrifum undir yfirlýsinguna, algerlega ótækt.

Fyrir 20 árum síðan var fótboltanum í bænum, vinsælustu íþróttagrein í heiminum í dag, lofað nauðsynlegri lagfæringu á aðstöðu. Enn hafa engar efndir orðið en þó liggur fyrir samningur við bæjaryfirvöld um slíkt. Ég geri ráð fyrir að þetta komi til af fjárskorti og ekkert um það að segja. Allir vita hver fjárhagsleg staða bæjarins er í dag: Við eigum 60 milljónir upp í viðhald, en um 250 milljónir þyrfti ef vel ætti að vera. Þetta segir manni meira en margt annað hvort einhverjir peningar eru til fyrir nýframkvæmdum.

Að taka síðan að okkur íþróttamót, sem hefur hingað til kostað þá sem það halda um 150 milljónir króna, er glapræði. Með því að halda mótið forgöngsröðum við byggingu íþróttamannvirkja eftir þörfum þess, en ekki eftir þörfum bæjarbúa.

Svona er nú málið einfalt. Ef við höfum allt í einu efni á að bæta við íþróttagrein, sem lítið hefur verið stunduð hingað til, með aðstöðu upp á tugi milljóna, þá er Bleik brugðið. Engin hefð er fyrir frjálsum íþróttum hér á Ísafirði í seinni tíð. Mér er sagt að þessar greinar hafi verið stundaðar á Þingeyri í gegnum árin. Ef það er rétt, og í þeim mæli að réttlæti verulegar fjárfestingar, þá finnst mér rétt að viðkomandi íþróttafélag kynni það fyrir okkur bæjarbúum, hvernig staðið er að málum. Hvernig er félagsstarfið? Hversu margir eru greiðandi félagar og hversu margir stunda skipulagðar æfingar? Hversu margir þjálfarar eru starfandi fyrir félagið? Það á hins vegar ekki að breyta neinu með forgangsröðun bygginga íþróttamannvirkja. Það yrði þá seinni tíma mál, ef við hefðum efni á að bæta ír þörf sem væri þá búið að sýna fram á að væri fyrir hendi. Með því að fara offari í fjárfestingum í þessu máli erum við að þrengja að því sem fyrir er og leggja í hættu það sem við höfum.

Svo er annað mál. Á formannafundi sem haldinn var seinnipartinn í janúar sl. kom fram tillaga frá íþróttafulltrúa bæjarins um að fundurinn skoraði á bæjaryfirvöld að sækjast eftir þessu móti. Þá hafði þetta mál ekkert verið kynnt, hvorki íþróttahreyfingunni né almenningi í Ísafjarðarbæ. Þó hafði verið unnið að málinu í langan tíma. Þetta eru óþolandi vinnubrögð og mun Skíðafélagið, sem stærsta íþróttafélag í bænum, skoða þessi mál innan íþróttahreyfingarinnar á næstunni. Á áðurnefndum fundi fór ég fram á að málinu yrði frestað í nokkra daga þannig að hægt væri að kynna það og fá viðbrögð manna. Því var umsvifalaust hafnað, þó svo að menn viðurkenndu að með mótshaldinu værum við að undirgangast verulegar fjárfestingar og móta þannig stefnu um næstu tugi ára.

Ísafjarðarbær kostaði hálfa milljón til að fá Janus Guðlaugsson til að gera uppkast að stefnumótun í íþróttamálum í bænum. Það hefur ekkert verið unnið í þessu plaggi síðan og er það raunar marklaust þangað til íþróttahreyfingin hefur lagt sína vinnu í það ásamt bæjaryfirvöldum. Ef þessi vinna hefði farið fram, þá þyrfti ekki að standa í ströggli um þessi mál núna. Þá væru menn einfaldlega bundnir af þeirri stefnumörkun og gætu ekki breytt henni að eigin geðþótta.

Áðurnefnt Landsmót er okkur íbúum á Ísafirði framandi, þar sem við höfum aldrei tekið þátt í því. Þar sem Í.B.Í. var innan vébanda Í.S.Í. en íþóttafélögin vestan heiða innan Ungmennafélags Íslands sem heldur mótið, höfum við ekki átt kost á því. En eftir sameiningu undir merki Héraðssambands Vestfirðinga hefur þetta breyst og eru Ísfirðingar nú gjaldgengir í fyrsta sinn. Ég hefði talið það góða hugmynd að gefa okkur kost á að sækja eitt mót áður en við ákveðum að taka að okkur slíkt. Við gætum þá ásamt sveitungum okkar safnað liði til keppni á Egilsstöð


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi