Grein

Bergþóra Annasdóttir.
Bergþóra Annasdóttir.

Bergþóra Annasdóttir | 09.07.2003 | 15:47Hlakka til að koma á næstu Dýrafjarðardaga

Ég brá mér vestur í Dýrafjörð um síðustu helgi og tók þar þátt í Dýrafjarðardögum ásamt heimafólki og gestum og hafði mikla ánægju af. Til hamingju með framtakið kæru Dýrfirðingar og takk fyrir mig. En mér brá í brún þegar ég fór inn á netið til að kíkja á BB og sá þar tekið fram að þetta væri annað árið sem Dýrafjarðardagar væru haldnir. Ég trúi ekki að þessi orð séu höfð eftir heimafólki því ég gat ekki betur séð en margt af þessu fólki hefði tekið þátt í og lagt á sig mikla vinnu á fyrstu Dýrafjarðardögum í júní 1995 og síðan í nokkur ár - líklegast til 1998.
Mér telst til að næsta ár verði heilmikið afmælisár í Dýrafirði. Íþróttafélagið Höfrungur 100 ára og Koltra félag handverksfólks verður 10 ára. Það hefur nú verið boðið til veislu að minna tilefni og hlakka ég því til að koma á næstu Dýrafjarðardaga.

Bestu kveðjur.
Bergþóra Annasdóttir.Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi