Grein

Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður.
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður.

Einar K. Guðfinnsson | 12.06.2003 | 09:52Seðlabankinn, góðan dag

Enginn skyldi voga sér að gera lítið úr þeim vanda sem er skollinn yfir Raufarhöfn. Fyrir fámennt byggðarlag, sem byggir tilveru sína á sjósókn og fiskvinnslu, eru uppsagnir af þeirri stærðargráðu sem þar um ræðir ekkert minna en skelfilegar. Þetta er því miður ekki ný reynsla. Við þekkjum fyrri dæmi. Þetta undirstrikar að við mótun sjávarútvegsstefnu okkar, þar með talið fiskveiðistjórnun, verðum við að taka tillit til hagsmuna íbúa þeirra byggðarlaga sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi með svo þráðbeinum hætti.
Þetta sjónarmið er í rauninni viðurkennt í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, þar sem meðal annars segir svo:

„Leitast verður við að styrkja hagsmuni sjávarbyggða, til dæmis með því að kanna kosti þess að styrkja forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga og lögaðila, að nýta tekjur af veiðigjaldi til uppbyggingar þeirra, takmarka framsal aflaheimilda innan fiskveiðiársins, auka byggðakvóta og taka upp ívilnun fyrir dagróðrarbáta með línu.“

„Hagsmunir sjávarbyggða“

Með þessum orðum er það í rauninni innsiglað að taka ber tillit til „hagsmuna sjávarbyggða“ og síðan er tíundað með hvaða hæti það megi gera. Í þessu felst viðurkenning á þessum þýðingarmiklu sjónarmiðum. Ræða Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á sjómannadaginn er árétting sömu skoðana. Ljóst er að hann leggur fremur áherslu á almennar aðgerðir, sem gagnast byggðunum, en hinar sértæku. Ekki vegna þess að sértækar aðgerðir geti ekki komið til greina, heldur vegna þess að hinar almennu aðgerðir eru líklegri til árangurs og líklegra að um þær geti tekist raunverulegt samkomulag. Undir það sjónarmið er unnt að taka. Það sýnir okkur reynslan.

Sú umræða sem hafist hefur um stöðu sjávarútvegsins nú sýnir þetta líka svart á hvítu. Verkefnið sem við er að glíma er almennt og kallar á almenn úrræði. Kannski er það skýrara nú en oft áður, þegar við hefur blasað vandi tiltekins byggðarlags. Vandinn sem íslenskur sjávarútvegur glímir við núna umfram allt annað er alltof hátt skráð gengi íslensku krónunnar. Fyrir vikið hafa tekjurnar minnkað, á sama tíma og útgjöld hafa ekki lækkað, heldur hækkað á ýmsum sviðum.

Gengisþróunin

Það ýkir síðan vandann að tvær mikilvægar myntir okkar, Bandaríkjadalur og sterlingspundið, hafa verið með ræfilslegra móti og lækkað til að mynda verulega gagnvart evrunni. Þetta sjáum við ef skoðaðar eru tölur. Evran stóð í 85 krónum fyrir ári síðan og er núna einnig skráð á 85 krónur. Breska pundið var í 133 krónum á sama tíma í fyrra en er núna í 118 krónum og Bandaríkjadalur sem var fyrir ári 91 króna er núna í 72 krónum.

Þetta eru gríðarleg umskipti fyrir þá sem eru að framleiða til útflutnings og fá greitt í pundum eða dölum. Gengisvísitalan hefur síðan breyst úr 130 í 119, sem er ríflega 10 prósenta styrking krónunnar. 15 og 20 prósent lækkun á gengi mikilvægra gjaldmiðla á aðeins einu ári er gífurleg röskun á aðstæðum. Allt tal um að menn geti hagrætt á móti er ekki mjög trúverðugt, nema að því fylgi gífurleg breyting. Það vita menn líka í sjávarútvegi að menn svissa ekki svo auðveldlega á milli myntsvæða með framleiðslu sína. Markaðir í Evrópu eru ekki ótæmandi og aukið framboð þangað skapar einfaldlega offramboð og verðlækkun að lokum, eins og mörg dæmi fyrr og síðar sanna.

Gerviástæður

Menn hafa verið að kenna þessa gengisþróun fyrirhuguðum stórframkvæmdum fyrir austan. Ekki er það nú mjög trúverðug skýring. Þungi þeirra framkvæmda verður árið 2005 og 2006 en gengisstyrkingin hefur nú þegar staðið yfir misserum saman. Ástæðnanna er annars staðar að leita.

Inn í hagkerfið okkar hafa streymt erlendir fjármunir, sem hafa leitað skjóls í of háum vöxtum, sem Seðlabankinn og viðskiptabankarnir bera sameiginlega ábyrgð á. Seðlabankinn með því að stýrivextir hans hafa ekki lækkað nógu hratt, ekki nógu fljótt og ekki nógu mikið. Og viðskiptabankarnir með því að þeir hafa ekki einu sinni fylgt Seðlabankanum eftir og lækkuðu ekki einsu sinni vexti þó dregið hafi verið úr bindiskyldunni og lausafé bankakerfisins þannig aukið. Einkennilegt er að fyrirsvarsmenn atvinnulífsins hafa ekki gengið eftir skýringum á þessu gagnvart viðskiptabönkunum.

Hvað dvelur Seðlabankann?

Vegna þess arna hefur eftirspurnin eftir íslensku krónunni aukist og verðmæti hennar hækkað. Erlent fé hefur streymt inn í landið. Til marks um stærðargráðuna lætur nærri að það svari til þess fjármagns sem stóriðjuframkvæmdirnar kalla á þann tíma sem þær


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi