Grein

Sr. Valdimar Hreiðarsson.<br />
Sr. Valdimar Hreiðarsson.<br />

Valdimar Hreiðarsson | 10.05.2003 | 08:34Rannsóknir á einelti

Nýliðinn vetur hefur verið unnið kerfisbundið að því að greina einelti og vinna gegn því í skólum Ísafjarðarbæjar. Hefur þessi vinna verið undir handarjaðri sérfræðinga í Noregi, sem vinna samkvæmt hugmyndafræði Ulwaeus-áætlunarinnar. Þessi vinna fór einnig fram í grunnskólanum á Suðureyri. Meðal annars var lögð könnun fyrir nemendur, þar sem reynt er að kortleggja tíðni og umfang eineltis.
Niðurstöður könnunarinnar á Suðureyri liggja fyrir, en ekki er hægt að greina frá þeim fyrr en þær hafa verið kynntar foreldrum og nemendum. Auk þessarar vinnu lásu kennarar á kerfisbundinn hátt tiltekna fræðitexta um einelti og komu reglulega saman til að fjalla skipulega um þessa texta og ræða einelti frá ýmsum hliðum, ekki síst með vinnu með nemendur í huga. Þetta varð mjög frjó og gefandi vinna sem skilaði þátttakendum mikilli þekkingu og aukinni innsýn í hugtakið einelti og einkenni þess.

Það sem hér fer á eftir er að sumu leyti í hnotskurn niðurstaða okkar kennaranna við grunnskólann á Suðureyri hvað einelti sé, hverjir standi að því og hvers vegna og hvernig má verjast þessu leiða fyrirbæri í mannlegu samfélagi.

Hvað er einelti?

Einelti er ofbeldiskennt atferli, andlegt eða líkamlegt, sem einn einstaklingur eða fleiri beita tiltekinn einstakling. Til að ofbeldi geti flokkast undir einelti þarf að vera um endurtekið atferli að ræða, þar sem aftur og aftur er veist að sömu manneskjunni og hún niðurlægð.

Þolandinn getur þar af leiðandi alltaf átt von á því þegar hann hittir ofsækjenda/ofsækjendur sína að þeir muni gera honum skráveifu. Stríðni er líka atferli, sem einstaka sinnum getur tekið á sig ofbeldisfulla mynd, en munurinn á stríðni og einelti er sá að stríðnin er alla jafna einangraður atburður á meðan eineltið er endurtekið í allnokkurn tíma og sami einstaklingurinn eða sömu einstaklingarnar tekir fyrir aftur og aftur.

Með einelti er niðurlægir gerandinn fórnarlamb sitt, gerir lítið úr því en upphefur sjálfan sig. Stríðni gengur meira út á það að gera glens og at í fólki og á bak við slíkt geta oft búið jákvæðar tilfinningar eins og væntumþykja.

Hver eru einkenni eineltis?

Einkenni eineltis eru margvísleg og mikilli hugmyndaauðgi oft beitt hvað það varðar. Hæðnislegar augngotur, að sletta í góm, glotta, að snúa út úr orðum þolandans, og margt fleira allt eru þetta klassísk og kortlögð einkenni eineltis. Stundum er þess gætt að þolandinn sjái ekki hið niðurlægjandi atferli. Oftar mun þess þó gætt að þolandinn sjái hið niðurlægjandi atferli, en þó þannig að látið er líta út fyrir að þolandinn hafi ekki átt að sjá það.

Nakið einelti lýsir sér í öllum þessum atferlisþáttum og einnig að sjálfsögðu í líkamlegu ofbeldi, þegar fautinn telur sig hafa í fullu tré við þolandann. Um allt þetta atferlismynstur má segja, að ekkert er nýtt undir sólinni.

Hverjir verða fyrir einelti?

Hver sem er getur orðið fyrir einelti, jafnt þeir sem skara fram úr sem þeir er lestina reka og einnig þeir sem fylla hinn stóra hóp meðalmennskunnar. Hins vegar er ávallt sársaukafullt að verða fyrir einelti og varðar miklu að láta það ekki snerta sjálfmynd sína og sjálfsvirðingu, því það er það sem fautinn (ofsækjandinn) sækist eftir meðal annars.

Hverjir leggja aðra í einelti?

Þeir sem leggja aðra í einelti er marglitur hópur einstaklinga. Þeir eru af báðum kynjum og öllum aldri. Þeir koma gjarnan frá brotnum heimilum og eiga að baki sársaukafulla reynslu úr æsku sinni. Öllum er það þó sameiginlegt, að þeir eru andlega og siðferðilega miður sín.

Unglingar sem leggja aðra í einelti eru í mun meiri hættu en aðrir að taka upp tóbaksreykingar, drykkju og fíkniefnanotkun. Þeir eru líklegri til að lenda í kast við lögin og einnig er mun meiri hætta á að þeir lendi í hjónaskilnuðum, jafnvel tveimur eða fleiri. Einnig eru þeir í sérstökum áhættuhóp hvað margs konar slysfarir varðar.

Einnig má nefna hinn þögla hóp, er hjá stendur og verður vitni að eineltinu en gerir ekkert til að stöðva það. Hvatirnar geta verið margar, ótti við að verða sjálfur lagður í einelti, skilningsleysi á mannlegum tilfinningum og dulin gleði yfir því sem er að gerast.

Hverjar eru hvatirnar að baki einelti?

Þær eru margs konar. Einelti getur átt sér stað af hugsunarleysi, en gjarnan bendir einelti o


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi