Grein

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Albertína Elíasdóttir | 09.05.2003 | 14:10Öflug menntun – forsenda framfara

Nú þegar nálgast kosningar má velta fyrir sér um hvað kosið er. Síðustu vikur hafa sjávarútvegs- og atvinnumál verið áberandi í umræðunni en það er ýmislegt mikilvægt sem hefur hins vegar orðið út undan. Þar má nefna menntamál, heilbrigðismál, fjölskyldumál og ýmsa fleiri málaflokka. Þegar hugað er að framtíðinni er mikilvægt að byggja á traustri undirstöðu. Á Ísafirði býr gríðarleg sérþekking sem hefur undanfarin ár verið nánast ónýtt.
Þar má nefna ýmsa þekkingu á fiskveiðimálum, svo sem veiðafæragerð, fiskeldi, skipasmíðum, þróun sérhæfðs tæknibúnaðar til vinnslu og veiða og margt fleira. Þessa sérþekkingu er nauðsynlegt að nýta til þess að hún verði áfram til staðar í framtíðinni. Ofan á hana má byggja ýmis sóknarfæri bæði innanlands og utan.

Til að þessi þekking megi lifa áfram er nauðsynlegt að virkja hana í unga fólkinu. Það er mjög mikilvægt í þessu tilliti að eiga öflugan framhaldsskóla á svæðinu til að bjóða ungu fólki upp á þann kost að stunda áhugavert nám sem stenst samanburð við bestu skóla á landinu. Í því tilliti er það mikill kostur að geta boðið upp á bæði verknám og bóknám. Með því opnast ýmsir möguleikar bæði á blöndun náms og sérhæfingu. Nemendur geta valið um hvort þeir velji styttri verknámsbrautir eða undirbúning fyrir frekara nám. Það er því af sem áður var.

Samræmd próf – auknar hindranir og metingur

Í dag þurfa ungir nemendur vonandi ekki að eiga á hættu að geta ekki komist til náms vegna langra vegalengda eða annarra hindrana sem áður torvelduðu skólasókn. Hins vegar eru ýmis teikn á lofti sem hyggja þarf að og má í því sambandi benda á ákveðna grundvallarbreytingu sem nú er reynt að koma á. Nemar í framhaldsskólum landsins hafa geta gengið að því sem nokkuð vísu, að stæðust þeir þær kröfur sem gerðar voru í þeirra skóla, þá ættu þeir kost á áframhaldandi námi við háskóla.

Einn draugur er nú risinn úr engu en það eru hugmyndir um samræmt próf í menntaskólum. Samræmt próf í menntaskólum, grunnskólum og síðan í háskólum? Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu brölti? Hingað til hafa menntaskólar og háskólar verið fullfærir um að gera sínar kröfur án afskipta pólitískra ráðamanna. Í upphafi nýrrar aldar er ráð að leita nýrra leiða til að meta framhaldsskólana og reyna að komast hjá því að etja þeim í kapphlaup um útnefninguna besti skólinn í samræmdum prófum. Of mikið er í húfi.

Aukin menntunarþörf

Frá því að Menntaskólinn á Ísafirði var stofnaður hefur menntunarþörf vestfiskra ungmenna aukist og æ algengara er að ungt fólk sæki sér nám utan heimabyggðar þegar námi hér lýkur. Ungir og efnilegir stúdentar hverfa á vit háskólanna og sjást svo ekki meir. Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari óheillaþróun? Hver eru þau úrræði sem henta fyrir Vestfirðinga framtíðarinnar?

Í þessu tilliti er nauðsynlegt að hugsa til þess hvaða þættir hafa áhrif á búsetuval ungs fólks í dag. Þættir sem óneitanlega ráða miklu eru atvinnumöguleikar, góðir skólar, góð heilbrigðis- og félagsþjónusta auk möguleika á að nýta sér framboð lifandi menningar. Ísafjörður hefur um langan aldur verið mikill menningarbær þar sem framsækið menningarlíf hefur blómstrað, stutt öflugu atvinnulífi, og hefur getið af sér frjótt og eftirsóknarvert samfélag.

Háskóli Vestfjarða á Ísafirði

Nú á fyrstu árum nýrrar aldar er hollt að horfa fram á veginn og hugleiða hvernig styrkja má undirstöðu byggðar hér á Vestfjörðum og skapa Ísafirði þann sess sem honum ber sem byggðakjarni fyrir Vestfirði. Hér er öflugt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og góðir skólar. En lengi má gott bæta. Ein mikilvægasta aðferð sem hægt er að nota er að halda áfram í anda þess sem áður hefur verið gert í atvinnulífinu, það er að byggja ofan á það sem fyrir er.

Næsta skref í framsókn Vestfirðinga inn í nýja öld er tvímælalaust stofnun Háskóla Vestfjarða á Ísafirði, hvorki meira né minna. Ég legg á það höfuðáherslu að háskóli verði stofnaður frekar en háskólasetur og skal það útskýrt hér í nokkrum orðum.

Sé háskóli stofnaður, þá kallar hann strax á einhverja lágmarksstarfsemi sem kemur til með að styrkja samfélagið til lengri tíma litið. Háskólasetur er hins vegar er á forræði einhverra annarra en Vestfirðinga og getur því lent í því að verða afgangsstærð. Til að styrkja sjálfstæðan háskóla í sessi strax er eðlilegt að leitað verði eftir samstarfssamningum við framsækna háskóla bæði innan lands og utan svo str


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi