Grein

Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller.

| 29.12.2000 | 11:08Byggðastefna stjórnvalda árið 2000

Í frétt frá Þjóðhagsstofnun nýlega var greint frá könnun á atvinnuástandi í september sl. Þar kemur fram að atvinnurekendur á landsbyggðinni vilja helst fækka starfsmönnum um tæplega 400 manns, með nokkrum undantekningum þó. Þessi fækkun samsvarar liðlega 1% af vinnuafli á landsbyggðinni og er eftirspurn eftir vinnuafli þar í sögulegu lágmarki, og fer minnkandi í flestum atvinnugreinum. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar hefur eftirspurn eftir vinnuafli á landsbyggðinni ekki mælst minni í september frá því að mælingar hófust fyrir 15 árum.
Á höfuðborgarsvæðinu er eftirspurn eftir starfsmönnum hinsvegar í sögulegu hámarki. Þar vantar liðlega 1000 manns til starfa, sem er um 1,6% af vinnuafli þar. Þess má einnig geta að áætlað er að eftirspurn eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu vaxi um 3% næstu 12 mánuði.

Alvarleg tíðindi

Þessi könnun var ástæða þess, að ég kvaddi mér hljóðs utan dagskrár á Alþingi nýlega til að ræða um ástand og horfur í atvinnumálum landsbyggðarinnar og byggðastefnu stjórnvalda um þessar mundir.

Áframhaldandi byggðaröskun og niðurstaða áðurnefndrar könnunar Þjóðhagsstofnunar eru alvarleg tíðindi.

Úttektir vantar ekki

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sett sér háleit markmið til að sporna gegn byggðaröskun, en lítið hefur orðið um efndir þeirra markmiða.

Spyrja má eftirfarandi spurninga: Hefur byggðaáætlun Alþingis virkað hingað til? Eða hefur byggðaáætlunin kannski aldrei komið til framkvæmda?

Það er rétt að taka fram að umræður og úttektir á vanda landsbyggðarinnar skortir ekki. Það sem skortir á, er að þeim úttektum og umræðum verði fylgt eftir með beinum aðgerðum og að hugmyndum verði hrint í framkvæmd. Það hefur ekki verið gert.

Fullt af loforðum

Íbúar landsbyggðarinnar hafa fengið nægan skammt af loforðum og háleitum markmiðum í ýmsum áætlunum en það sem fólkið bíður hinsvegar eftir og það sem sárvantar nú eru markvissar úrbætur til þess að sporna gegn áframhaldandi byggðaröskun. Kröftugt átak í atvinnumálum landsbyggðarinnar er lang þýðingarmest um þessar mundir og þolir enga bið.Við þurfum svæðisbundið stöðumat á ástandi og horfum í atvinnumálum fjölda byggðarlaga úti á landi.

Við þurfum tafarlausar aðgerðir til að efla atvinnustarfsemi á landsbyggðinni, og sóknaraðgerðir fyrir nýsköpun í atvinnumálum. Nýsköpun í atvinnumálum landsbyggðarinnar hefur aldrei verið jafn mikilvæg og einmitt nú. Þess vegna er það mikilvægasta verkefni stjórnvalda og byggðastefna nútímans að stuðla að stofnun nýrra atvinnutækifæra og skapa aðstæður til að þau nái að festa rætur – auk þess að efla þá starfsemi sem nú er fyrir hendi úti á landi.

Þungaskattur – Landsbyggðaskattur

Ýmsar nýlegar ákvarðanir ríkisstjórnarflokkanna og stefna þeirra eru sérstaklega íþyngjandi fyrir íbúa og atvinnurekstur landsbyggðarinnar. Nægir þar að nefna breytingar á þungaskatti, sem hafa í för með sér 30-40% hækkun flutningsgjalda frá árinu 1998 hjá þeim flutningafyrirtækjum sem keyra mest og lengst, eða um 100 þús km á ári.

Þessi landsbyggðarskattur og þessar hækkanir á þungaskatti sem ríkisstjórnin hefur samþykkt eru mjög íþyngjandi fyrir allt atvinnulíf á landsbyggðinni og hafa í för með sér stórhækkað vöruverð.

Flugmiðaskattur - Landsbyggðarskattur

Ekki má gleyma hinum nýja flugmiðaskatti sem ríkisstjórnin lagði á í vetur, skatti upp á 50-60 mkr. á næsta ári sem flugfarþegar þurfa að greiða með hækkuðu farmiðaverði. Nú nýlega tilkynnti Flugfélag Íslands þriðju hækkun sína á skömmum tíma á þessu ári.

Fyrst var hækkað um 5%, svo var hækkað um 10% og loks um 8%.

Já, ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar eru ánægðir með þær 50-60 mkr. sem flugfarþegar greiða með þessum skatti. Ríkisstjórnin hefur fundið fleiri breið bök til að skattleggja, líkt og ellilífeyris- og örorkuþega sem sífellt eru látnir greiða hærri skatta af sínum bótum.

Flugfargjöld til Egilsstaða hafa hækkað um 38% í einni svipan og kostar nú rúmar 20.000 kr. að fljúga fram og til baka, svo dæmi sé tekið. Rúmar 27.000 kr. kostar að fljúga til Vopnafjarðar en ekki nema 17.000 kr. til Barcelona samkv. nettilboði Flugleiða fyrir um tveimur mánuðum.

Byggðastefna á Norðurlöndum

Í samanburði okkar við hin Norðurlöndin kemur fram sú staðreynd að vandinn í byggðamálum er óvíða meiri en á Íslandi, en aðgerðir eru þó á fæstum stöðum minni en einmitt hér á landi. Þ


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi