Grein

| 29.12.2000 | 10:55Stefnubreyting í Vestfirsku Ölpunum

Það hefur orðið mikil breyting á þjónustu Vegagerðarinnar í Vestfirsku Ölpunum á Vesturleið á þessu hausti, þótt segja megi að tíðarfarið hafi kannski spilað þar töluvert hlutverk. Í áratugi eru menn búnir að jagast í þeim á Dagverðardalnum og þingmönnum Vestfjarða, að koma Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði á snjómokstursáætlun.
Nú er það allt í einu orðið að veruleika að mokað er tvisvar í viku eftir áætlun og hefur Steinar Ríkharður Jónasson, stöðvarstjóri í Mjólkárvirkjun, „samgönguráðherra“ okkar hér í Vestfirsku Ölpunum, gengið hart fram í málinu á undanförnum misserum og ekki gefið alvöruráðherranum né mönnum hans nein grið.

Daginn áður en þetta er ritað var t.d. verið að ísskafa á Hrafnseyrarheiði með hefli, eins og það er orðað á símsvara Vegagerðarinnar.

Fleira mætti nefna sem sýnir að ráðamenn virðast loks farnir að líta á samgöngumál hér í nokkuð öðru ljósi en verið hefur.

Það er ástæða til að hrósa Vegagerðinni og þingmönnum okkar fyrir stefnubreytinguna.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi