Grein

Kristján G. Jóhannsson.
Kristján G. Jóhannsson.

Kristján G. Jóhannsson | 28.04.2003 | 10:57Ísafjörður verður byggðakjarni

Á síðastliðnu ári samþykkti Alþingi byggðaáætlun fyrir árin 2002 – 2005 og í henni eru fjölmörg atriði sem ætlað er að framkvæma á gildistíma áætlunarinnar. Eins og öllum er kunnugt fannst Vestfirðingum lítð tillit tekið til þess landsvæðis í upphaflegri tillögu og varð það til þess að heimamenn sömdu sérstaka byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Við afgreiðslu byggðaáætlunarinnar á Alþingi tók meirihluti iðnaðarnefndar Alþingis fram í áliti sínu að byggðakjarnar skyldu byggðir upp á Ísafirði og Miðausturlandi.
Nú, ári eftir samþykkt byggðaáætlunar ríkisstjórnarinnar eru að koma til framkvæmda ýmsir þættir hennar og vil ég hér gera nokkra grein fyrir þeim atriðum sem snúa að okkur Vestfirðingum.

1. Byggðaáætlun fyrir Vestfirði

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti ávarp á fundi á Ísafirði þann 14. apríl sl. og sagði þar m.a.

„Í byggðaáætluninni fyrir Vestfirði er rík áhersla lögð á að efla Ísafjarðarbæ sem kjarna stjórnsýslu, menntunar og atvinnulífs í fjórðungnum. Ég er sammála mikilvægi þess að efla byggðakjarna á Vestfjörðum og er það álit stutt á umfangsmikilli rannsókn um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni, sem unnin var af Hagfræðistofnun og Byggðarannsóknastofnun fyrir iðnaðarráðuneytið.

Ein helsta tillagan, sem þar er sett fram er að stefnt verði að því að efla þrjá stóra byggðakjarna utan höfuðborgarsvæðisins, Norðurland með Akureyri sem miðpunkt, Vestfirði með Ísafjörð sem miðpunkt og Austurland með þéttbýliskjarna á Mið-Austurlandi. Markmiðið er að efla miðlæga byggðakjarna sem styrkt geti viðkomandi svæði í heild sinni. Fjárfestingar í innviðum þyrftu þá að taka mið af því að stækka áhrifasvæði byggðakjarnanna svo byggðirnar umhverfis geti sótt þangað þjónustu sem annars væri ekki fáanleg innan svæðisins.

Því hef ég ákveðið að hafin verði vinna við byggðaáætlun fyrir Vestfirði með Ísafjörð sem þungamiðju. Nokkur reynsla er nú komin á þá vinnu sem fram fer fyrir norðan í sambandi við byggðaáætlun fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið og gengur það starf vel. Starfið hér verður grundvallað á aðstæðum hér fyrir vestan en verður ekki eftirlíking á starfi Eyjafjarðarnefndarinnar.?


Það er mikið fagnaðarefni fyrir Vestfirðinga að iðnaðarráðherra hafi ákveðið að hefja þetta verk, enda hefur Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða lagt mikla áherslu á að í þetta verið ráðist og fyrir liggja margar tillögur um aðgerðir á þessu sviði. Einnig vil ég nefna að ýmislegt hefur nú þegar verið gert, sem mun stuðla að því að Ísafjörður standi undir nafni, sem byggðakjarni fyrir Vestfirði og nægir þar að nefna m.a. stórátak í samgöngumálum sem ákveðið hefur verið, samningur milli ríkisins og Ísafjarðarbæjar um uppbyggingu menningarhúsa og viljayfirlýsing um háskólasetur á Ísafirði.

2. Háskólanám og símenntun

Þann 24. febrúar sl. undirrituðu menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra samkomulag um átak í uppbyggingu menntunar og menningar á landsbyggðinni, þar sem ráðuneytin leggja fram að lágmarki 100 milljónir á ári í þrjú ár, þar er m.a. um að ræða eflingu þjónustu vegna háskólanáms og símenntunar á Vestfjörðum, styrkur til framhaldsskóla á landsbyggðinni til verknáms, styrkur til þróunarverkefnis í grunnskólum í dreifðum byggðum á Vestfjörðum og styrkur til háskóla vegna skipulags og þróunar námsframboðs í fjarkennslu. Í ræðu Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra á fundi á Ísafirði 14. apríl sl. kom m.a. fram að áhersla verði lögð á að efla samstarf atvinnulífs og skóla og að tryggja samkeppnishæfni byggðarlaga m.a. með því að styrkja grundvöll fyrir uppbyggingu háskólanámssetra hér á Vestfjörðum út frá þeirri starfsemi sem er í símenntunarstöðvunum.

Nú fyrir skömmu var undirrituð viljayfirlýsing þess efnis að setja á laggirnar fræða- og háskólasetur á Ísafirði og er stefnt að því að það taki til starfa fyrir næstu áramót.

3. Efling ferðaþjónustu á landsbyggðinni

Þann 14. apríl sl. undirrituðu iðnaðarráðherra og samgönguráðherra samkomulag um eflingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni, þar sem gert er ráð fyrir framlagi á þessu ári að upphæð 22 milljónir króna og fyrirheiti um 40 milljóna króna framlagi til þessara máli á ári næstu tvö árin. Verkefnin sem hlutu styrk á þessu ári á Vestfjörðum eru, Hlunnindabúskapur og sjósókn á sunnanverðum Vestfjörðum, Gísla saga Súrssonar í ferðaþjónustu, Gullkistan veiðar og vinnsla sjávarfangs við Djúp, vefur til markaðssetningar og eflingu þróunarverkefna.

Ég hef hé


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi