Grein

Ásthildur Cesil.
Ásthildur Cesil.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir | 19.04.2003 | 11:27Ég vil kalla þetta þrautagöngu

Minn ágæti Kristinn H. Gunnarsson. Þú skrifar mér nokkuð harðort bréf og ert reiður mjög fyrir þína hönd og annarra vandamanna. Ég vil nú nokkuð reyna að svara þér í fullri einlægni. Því eins og þú bendir réttilega á, þá er mér málið skylt að því leyti að ég tel mig þekkja nokkuð vel til þessara mála á eigin skinni, og er reyndar afar þreytt og reið fyrir hönd þess fólks sem á þarna hlut að máli. Og nú skulum við tala um vönduð vinnubrögð.
Það er ljóst, ekki satt, að milljarðurinn átti að vera TIL VIÐBÓTAR reglubundnum fjárveitingum? Hið sanna er, eftir því sem ég fæ séð, að t.d. Byrgið fékk úthlutað heilum 5 milljónum króna á fjáraukalögum árið 2000. Sú fjárhæð var skilyrt til uppbyggingar á Rockwille. Þar stendur skýrum stöfum, eftir því sem mér er tjáð, að úthutun þessi sé vegna reksturs á aðhlynningu Byrgisins á Hvaleyrarbraut.

Þú segir:

Til geðheilbrigðismála var varið 279 mkr. til Barna- og unglingadeildar Landspítalans, Barnaverndarstofu, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og barnageðlækna á stofum. Enn er undirstrikað að þetta voru viðbótarfjárveitingar, m.a. tengdar fyrrgreindu loforði en ekki aðrar reglubundnar fjárveitingar. Samtals eru þessar fjárveitingar um 820 mkr. hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Í félagmálaráðuneytinu eru fjárveitingarnar um 550 mkr. til Barnaverndarstofu, BUGL, Krossgatna, Götusmiðjunnar, Byrgisins og Skjöldólfsstaða og um 350 mkr. í dómsmálaráðuneytinu til fíkniefnalöggæslu. Samtals eru þetta liðlega 1.600 mkr.

Reyndar segir mín reiknitölva að þetta séu 1.752.000.000. En gott og vel. Einhver segir við mig: Gaman væri að sjá lista yfir skiptinguna á þessum 550 milljónum. Þú fullyrðir að ef Byrgið verði áfram í Rockwille, þá verði að leyfa hernum að „skila landinu eins og þar er“. Þetta er auðvitað ekki rétt, því semja má um alla hluti, og það væri gaman að fá það staðfest af hernum að hann vilji annað hvort skila landinu eins og það er eða rífa.

Mér er tjáð að Byrgismenn segist hafa fyrir því heimildir, að herinn sé tilbúinn að fjarlægja allt á sinn kostnað, sem ekki er nýtanlegt af húsum og öðrum hlutum sem ekki nýtast starfseminni, sbr. ratsjárkúlurnar og tengibygginguna á milli þeirra. Eins séu þeir tilbúnir að fjarlægja gamlar varaaflstöðvar sem eru á svæðinu og nýtast engum. Auk þess er mér tjáð að mengunarúttekt hafi farið fram á svæðinu, og það sé hreint, ef frá er talinn gamall öskuhaugur, sem urðað var í fyrir löngu og þeir eru tilbúnir að grafa upp og fjarlægja.

Ég gef svo starfsmönnum Byrgisins orðið:

Varðandi kaup ríkisins á húsnæði „fyrir“ Byrgið (gleymum ekki að Byrgið er búið að leggja sjálft til allt að fimmtíu milljónum króna til uppbyggingar á Rockwille, að viðbættum þeim fimmtíu milljónum sem ríkið er búið að úthluta því á fjárauka- og fjárlögum og allar hafa farið í uppbygginguna), þá er vert að geta þess að forsvarsmenn Byrgisins fóru á Efri-Brú og hittu þar fyrir Matthías frá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins og fengu einungis að skoða hluta eignarinnar. Að þeir hafi lýst ánægju með Efri-Brú til lausnar á húsnæðisvanda Byrgisins og að það hafi verið ákveðið með kaupin eftir þá ferð er úr lausu lofti gripið. Það var aldrei haft samráð við forsvarsmenn Byrgisins um kaup á Efri-Brú og aldrei efnt til nokkurs fundar með ráðuneytismönnum um hver væri húsnæðisþörf Byrgisins.

Byrgismenn bentu hins vegar strax á, að Brjánsstaðir (þar sem þeir fengu að skoða allan húsakost) væri hentugasti kosturinn sem þeir hefðu séð fyrir starfsemina. Ríkinu þótti sá kostur of dýr. Þar er sannleikurinn í málinu. Að lokum vil ég benda á, að Kristinn segir að ríkið „ætli“ að gera samning við Byrgið um rekstur heimilisins sem tryggi starfsemina inn á fjárlög ríkisins og þetta séu nýmæli sem ríkisstjórnin eigi skilið hrós fyrir.

Ég veit ekki hvort Kristinn veit hvaða samningur Byrginu var boðinn af hálfu félagsmálaráðuneytisins, en hann hljóðaði upp á 25 mkr. greiðslu á ári fyrir að vista 55 manns að meðaltali á mánuði allt árið um kring. Þetta þýðir að ríkið greiði sem nemur 37.879 krónum á mann fyrir fæði og húsnæði, lyf læknishjálp og meðferð. Við þetta er að bæta, að ríkið fékk matsmann til að gera úttekt á starfsemi Byrgisins og í janúar 2002 skilaði hann af sér 32 síðna skýrslu um starfsemina og benti á, að það væri ógerningur fyrir Byrgið að reka þetta umfangsmikla starf án stuðnings frá ríkinu. Hann lagði til í skýrslu sinni að ríkið greiddi að lágm


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi