Grein

Ásthildur Cesil.
Ásthildur Cesil.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir | 13.04.2003 | 10:14Á hvaða leið erum við til hjálpar þeim sem minnst mega sín?

Það vantar ekki fögur orð og loforð um betri aðbúnað fyrir fólk sem hefur ánetjast fíkniefnum. Mönnum hefur orðið tíðrætt um hvað varð um milljarðinn sem Framsóknarflokkurinn og Halldór Ásgrímsson lofuðu svo hátíðlega fyrir síðustu kosningar. En hvað hefur verið gert? Hvernig eru þessi mál í dag? Mér sýnist því miður, þrátt fyrir öll loforðin og fyrirheitin, að ansi lítið hafi verið gert af hálfu hins opinbera. SÁÁ, Krýsuvíkursamtökin og trúarsamtök hafa verið þeir aðilar sem hafa borið hita og þunga af þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað. SÁÁ rekur Vog og nokkur meðferðarheimili og það hefur verið gert af miklum myndarskap.
Ekki hefur þessi starfssemi verið mikið í kastljósinu, enda ekki málefni sem menn vilja mikið ræða um opinberlega. En ég hef nokkra reynslu af þessari starfsemi, og ég verð að segja það, að þar er margt gott gert til að hjálpa einstaklingum. Ekki bara sjúklingunum sjálfum, heldur stendur okkur aðstandendum til boða líka aðstoð. Sem full þörf er á.

Krýsuvík er eitt heimili sem hefur vakið athygli þeirra sem þekkja inn á þessi mál. Þar hefur verið unnið ötullega að því að hjálpa fólki sem lent hefur út af lífsins braut. Það uppbyggingarstarf hefur verið unnið af fólki sem hefur byggt upp meðferðarheimili af manngæsku og kærleika til náungans. Og hefur skilað góðum árangri. Mér skilst, að þar sé alltaf fullt út úr dyrum, og langur biðlisti. Mér var tjáð, að ef þau fengju fjármagn til að greiða tveimur starfsmönnum til viðbótar laun, gætu þeir bætt við sig 10 vistmönnum. Það er ekki lítið. En milljarðurinn fór greinilega ekki þangað.

Annað alvarlegra dæmi er Byrgið, sem mikið er búið að vera í fréttum vegna bágrar fjárhagsstöðu. Þar hafa forsvarsmenn lagt mikla og fórnfúsa vinnu í að reyna að bjarga því sem bjargað verður, og forstöðumaðurinn Guðmundur Jónsson barist hatrammlega fyrir sínu fólki. Ég þekki ekki til þarna, en bara af fréttum og að fylgjast með hefur mér fundist allur þessi gangur stórundarlegur.

Ríkið segist ætla að hlaupa undir bagga, en með hvaða hætti? Mér virðist þetta allt gert með hangandi hendi. Það er komið nálægt ári síðan umræðan um vandræðin byrjuðu um Byrgið. Það er síðan búið að vera þvílíkur aulagangur á öllu þessu máli að hálfa væri nóg. Ríkisvaldið gerði ekkert í fleiri mánuði annað en að lofa einhverri froðu. Þegar nálgast kosningar á svo allt í einu að fara að gera eitthvað.

Það á að leggja niður Rockwill, af hverju hef ég ekki fengið neinn botn í. Guðmundur sagði sjálfur fyrir nokkru, að bæði vinnu og peningum hefði verið eytt í húsnæðið með það fyrir augum að þetta væri framtíðarhúsnæði. Af hverju kemur svo þessi staða upp allt í einu?

En eins og það sé ekki nóg. Þá á að „redda“ öðru húsnæði, og ekkert gengur eða rekur í mánuði til viðbótar. Uns svo er komið að rafmagn er tekið af húsinu og laun fást ekki greidd. Það kemur tilkynning frá forstöðumanni og Ólafi Ólafssyni fyrrverandi landlækni, að það sé ekkert annað að gera en að útskrifa vistmennina, því ekki sé hægt að reka heimilið lengur. Peningum er svo „reddað“ eftir elleftu stundu til að koma á rafmagni og greiða einhver laun.

Svo er keypt bóndabýli, en þeir sem verið er að aðstoða ekki spurðir álits og það kemur í ljós að húsnæðið er allt of lítið. Ég vitna í Guðmund: Ég get ekki fallist á þetta, húsið rúmar ekki fleiri en 40 manns með góðu móti en við höfum um 80 vistmenn. Hvernig á ég að segja: Þú mátt koma en þú ekki. Ég get það ekki. Hann sagði: Við erum ekki á móti því að flytja en við vildum að keyptir yrðu Brjánsstaðir utan við Selfoss, það býli rúmar um hundrað manns og myndi því henta betur.

Það á að opna afeitrunarstöð í Reykjavík, en mér skilst að það viti enginn neitt hvernig og hvar, allt í lausu lofti. Er hægt að fara svona með fólk?

Ég spyr: Hverslags vinnubrögð eru þetta eiginlega? Eru menn að dingla eitthvað fyrir kosningar með hangandi hendi svo hægt sé að hrósa sér af einhverjum afrekum? Til að fá atkvæði? Lítilsvirðingin fyrir málefninu beinlínis slepjar af öllu þessu máli. Guðmundur sagði í áðurgreindu viðtali að nokkrir vistmenn hefðu þegar gefist upp. Enda er fólk í þessum aðstæðum mjög brotnar manneskjur og þolir illa alla óvissu. Það þarf þvert á móti stöðugleika og reglu.

Ég á ekki orð til að lýsa hneykslan minn á öllu þessu máli. Þetta sýnir svo ekki verður um villst, að í raun og veru er enginn vilji til að vinna vel og heiðarlega að þessum málum, heldur er kastað til þess höndum á allan hátt. Sennilega hefur einhverjum milljónum verið varið í forvarnir, sem er af hinu góða, en allt starf sem lýtur að því að reyna að bjarga því ólánsfólki s


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi