Grein

Ingólfur Kjartansson.
Ingólfur Kjartansson.

Ingólfur Kjartansson | 09.04.2003 | 13:15Vestfirðingar – styttum leiðina til framtíðar

Undanfarna mánuði hafa birst greinar í hinum ýmsu prent- og rafmiðlum um framgang yfirstandandi og nýlegra vegaframkvæmda á Vestfjörðum ásamt með forgangsröðun komandi framkvæmda. Það er ýmislegt sammerkt með þessum greinum og má þar nefna skoðanir fólks á ástandi vega í fjórðungnum og framkvæmdahraða, svo eitthvað sé nefnt. Þegar hins vegar kemur að því hver forgangsröðin á að vera, þá má segja að verulegrar ósamstöðu gæti.
Flestir eru sammála um að framkvæmdum beri að hraða. Flestir taka undir það að framtíðarleið íbúa á norðanverðum Vestfjörðum til Reykjavíkur sé svokölluð vesturleið. Ágreiningurinn eins og áður sagði felst samt í forgangsröðun. Íbúar norðan Vestfjarðaganga telja margir að framkvæmdir í Ísafjarðardjúpi og tenging úr Steingrímsfirði um Arnkötludal yfir í Reykhólasveit sé sú leið sem hvað brýnast er að ráðast í.

Sem nauðsynlegar nýframkvæmdir á þeirri leið hafa þessar einkum verið nefndar: Jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, t.d. úr Engidal í Eyrardal eða úr Arnardal yfir á Súðavíkurhlíð, lagning nýs vegar yfir Hestfjörð, lagning nýs vegar yfir Mjóafjörð um Hrútey og þaðan yfir Vatnsfjarðarháls, yfir eða um Reykjafjörð í Ísafjörð, eða jarðgöng úr botni Mjóafjarðar í Ísafjörð, og lagning nýs vegar frá Hrófá í Steingrímsfirði um Arnkötludal og Gautsdal að Króksfirði.

Mesta stytting leiðarinnar Ísafjörður-Reykjavík-Ísafjörður, sem fengist með þessum framkvæmdum, gæti verið um 75 km. Nýlegar og yfirstandandi framkvæmdir á þessari leið eru enduruppbygging vegarins í Skötufirði, lagning vegar úr Skötufirði í Mjóafjörð og lagning nýs vegar í Ísafirði, auk þess sem lokið var við lagningu vegar milli Hrófbergs og Hólmavíkur.

Hvað vesturleiðina varðar eru íbúar sunnan Vestfjarðaganga flestir sammála um nauðsynlegar nýframkvæmdir á þeirri leið. Nauðsynlegt er að grafa jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, auk uppbyggingar heils árs vegar um Dynjandisheiði og Barðaströnd. Byggja þarf nýjan veg frá Skálanesi við vestanverðan Gufufjörð yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og annað tveggja, austur yfir Þorskafjörð á móts við Stað á Reykjanesi og þaðan inn á Vestfjarðaveg skammt vestan við Bjarkarlund, eða inn Þorskafjörð vestanverðan og yfir hann á utan við Kinnarstaði. Þessi framkvæmd er mjög álitlegur og hagkvæmur kostur þó svo að einhverja varnagla varðandi umhverfismat þyrfti að slá. Þá varnagla þarf reyndar líka og hefur þurft að slá varðandi þverun Hestfjarðar og Mjóafjarðar við Djúp. Á leiðinni austur Barðaströnd hefur nýlega verið lokið við veg um Kleifaheiði og nýr vegur um Klettsháls er langt kominn auk ýmissa annarra styttri kafla sem hafa verið byggðir upp.

Mér virðist eins og áður sagði að flestir sem hafa tjáð sig um þessa hluti séu sammála um að vesturleiðin frá Ísafirði verði framtíðarleið íbúa á norðanverðum Vestfjörðum suður á land. Það er hins vegar einmitt orðið „framtíð“ sem menn eru ekki samstíga um að túlka og/eða skilja. Það skiptir hins vegar varla máli hvort menn tala um „nána framtíð“, „fjarlæga framtíð“ eða sleppa öllum fororðum. Það hlýtur að vera mikilvægara að fá framtíðarveginn fyrr en síðar. Ísfirðinga hlýtur að muna meira um að þurfa einungis að aka 790 km til og frá Reykjavík frekar en 910 eða 1.060 km.

(Vegalengdin frá Ísafirði til Reykjavíkur og til baka í vetrarfærð um Strandir er núna rúmir 1.060 km, verður 910 km að lokinni vegarlagningu um Djúp og Arnkötludal. Vegalengdin yrði í mesta lagi um 790 km ef vesturleiðin á nýjum fullkláruðum vegi yrði farin.)

Það hlýtur að muna um minna en 120 km (270 km). Fyrir þá íbúa Ísafjarðarbæjar sem búa sunnan við göngin um Breiðadalsheiði er styttingin enn meiri. Þeir hafa samt ekki tjáð sig mikið um málið en þeir sem það hafa gert eru áfram um að vesturleiðin verði farin. Ég læt þeim sem lesa þessa grein eftir að reikna sparnaðinn sem gæti hlotist af þeirri styttingu sem um er að ræða, ef þeir svo kjósa.

Munar aðila sem standa í verslun og þjónustu á norðursvæði Vestfjarða ekki um að fjölga í neytendahópnum um nærri 1.500 manns? Það munar um minna en 36% fjölgun neytenda. Það mætti ætla af greins Jóns Fanndal Þórðarsonar á bb.is þann 27. mars sl. að svo væri ekki. „Við skulum vera raunsæ og hætta að staglast á þessu tengingarkjaftæði. Það er engin þörf á því lengur.“

Mér er nær að halda að Jón sé búinn að gleyma þeim tíma þegar hann, fyrst sem garðyrkjubóndi á norðurhjara og seinna sem þj


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi