Grein

Eva Pandora Baldursdóttir
Eva Pandora Baldursdóttir

Eva Pandora Baldursdóttir | 08.11.2016 | 14:04Kæru íbúar Norðvestur kjördæmis


Nú þegar kosningar eru liðnar viljum við Píratar þakka ykkur kærlega fyrir veittan stuðning. Við höfum náð gríðarlega miklum árangri, 10,9% fylgi og flokkurinn fær, nú í fyrsta sinn, kjörinn þingmann.

Píratar hafa, hingað til, haft það orð af sér að vera höfuðborgarflokkur og höfðað minna til kjósenda á landsbyggðinni heldur en í Reykjavík en nú er það að breytast og við munum sýna það og sanna að við erum flokkur sem hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi.

Ég hlakka mikið til að heimsækja kjördæmið betur og hitta íbúa þess, en því miður voru mínar aðstæður í kosningabaráttunni með þeim hætti að ég átti erfitt með að ferðast um, þar sem ég átti mitt fyrsta barn 13. september síðastliðinn. Þrátt fyrir að ég sjálf hafi ekki náð að ferðast jafn víða og ég hefði viljað var listi Pírata skipaður frábæru fólki sem ferðaðist vítt og breytt um kjördæmið og þessum meðframbjóðendum, dugnaði þeirra og metnaði er ég mjög þakklátt. Í sameiningu unnum við góðan kosningasigur í kjördæminu.

F.h. Pírata í Norðvestur kjördæmi
Eva Pandora Baldursdóttir, oddviti.
Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi