Grein

Haraldur Benediktsson
Haraldur Benediktsson

Haraldur Benediktsson | 13.10.2016 | 10:03Traustur grunnur- árangur talar sínu máli.

Engin vafi er á því að kosningarnar 29. október næstkomandi geta markað djúp spor í vegferð okkar sem þjóðar. Uppbygging eftir efnahagshrunið hefur verið verkefni tveggja kjörtímabila. Á því kjörtímabili sem nú er að enda, hefur tekist að skapa traustan grunn að framtíð okkar.
Þá framtíð byggjum við á stöðugleika. Við berum okkur saman við aðrar þjóðir - það eigum við að gera til að greina samkeppnishæfni okkar. Okkur hefur ekki tekist nægjanlega vel að festa stöðugleika í okkar í þjóðfélagi á undanförnum áratugum.

Á Íslandi er lág verðbólga, á Íslandi er mikil kaupmáttaraukning, á Íslandi er nánast ekkert atvinnuleysi, á Íslandi lækka skattar, á Íslandi hafa skuldir heimila og fyrirtækja lækkað verulega á undanförnum árum. Á Íslandi er nú forsenda fyrir stöðugleika.

Það er á grunni stöðugleika og árangurs í ríkisfjármálastjórn sem við getum nú horft til þess að fikra okkur áfram með nauðsynlegar og löngu tímabærar úrbætur á innviðum okkar.
Við horfum þar fyrst og fremst til aukinna framlaga til heilbrigðisþjónustu, til almannatrygginga og ekki síst að auknum framkvæmdum og viðhaldi á samgöngumannvirkjum okkar

Skýr forgangsröðun.

Undir forustu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, hefur verið kappkostað að koma lagi á ríkisreksturinn. Samhliða hefur útgjöldum ríkissjóðs verið forgangsraðað til að bæta heilbrigðisþjónustu og auka framlög til almannatrygginga. Á kjörtímabilinu hefur síðan verið unnið að endurskoðun á almannatryggingakerfinu. Alþingi er nú á lokametrum að staðfesta þá endurskoðun um leið og ákveðið hefur verið að auka verulega framlög til málaflokksins. Þar er staðfest forgangsröðun til bóta á kjörum eldri borgara og öryrkja. Þeim verður tryggð 300.000 króna framfærsla.

Í fyrsta sinn í mjög langan tíma hafa framlög til heilbrigðismála hækkað að raungildi og það verulega. Hvort heldur til reksturs eða endurnýjunar tækja. Tímamót eru nú við jöfnun á greiðsluþátttöku sjúklinga, óháð sjúkdómum sem er mikið réttlætismál. Það hefur of lengi verið ljóður á okkar kerfi sá mismunur á kostnaðarþátttöku sjúklinga eftir eðli veikinda. Næsta skref hlýtur því að vera að reyna enn betur að jafna aðstöðu sjúklinga sem þurfa að glíma við sjúkdóma og þurfa að ferðast um langan til lækninga.
Þá er nú verið auka fjármuni til reksturs hjúkrunarheimila. Samhliða er hugað að öðrum þáttum í rekstri hjúkrunarheimila, stórra sem lítilla stofnanna okkar á þessu sviði - um land allt.

Samgöngur og fjarskipti.

Þá skal að síðustu nefnt hér að framlög til samgöngumála hafa verið aukin, okkur öll skiptir máli að nú er aukið viðhald vega og nýjar framkvæmdir verða raunin. Fátt skiptir meira máli en að hæft sé á ný hefja sókn í því sviði.

Hringtenging ljósleiðara um Vestfirði, sem lýkur á næstu mánuðum, er einnig dæmi um forgangsröðun verkefna til að elfa samkeppnishæfni landshlutans. Hringtenging ljósleiðara um Vestfirði hefur stærsta einstaka framkvæmd í fjarskiptum sem ríkið hefur stutt á liðnum árum.
Það er mikilvægt að varðveita stöðugleikan. Að kaupmáttur sem nú hefur fengist og þær launahækkanir sem samið hefur verið um skili sér til launþega. Nota aukið svigrúm til að bæta innvið okkar. Þannig byggjum við á góðum grunni.

Árangurinn talar fyrir sig.

Haraldur Benediktsson
Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist í 38. tölublaði Bæjarins besta Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi