Grein

Haraldur Benediktsson | 27.09.2016 | 08:13Áfangi

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra staðfesti þann 22 september sl breytingar á reglugerð um framkvæmd raforkulaga. Reglugerðarbreytingin lætur kannski ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en hún er áfangi á þeirri leið að byggður verði nýr tengistaður fyrir orkuflutning á Vestfjörðum.
Þessi ákvörðun gerir Landsneti að undirbúa byggingu á tengivirki sem getur tekið við raforkuframleiðslu Hvalárvirkjunar, Austurgilsvirkjunar og fleiri virkjanakosta. Bygging á tengivirkinu er einn áfangi í þeim miklu breytingum sem eru að verða í orkubúskap Vestfjarða.
Með þessari ákvörðun iðnaðaráðherra heldur áfram, með öruggum hætti, undirbúningur að því að Vestfirðir verði í kjörstöðu fyrir að taka á móti nýrri kynslóð iðnfyrirtækja. Vaxandi eftirspurn eftir grænni endurnýjanlegri raforku til nota í iðjuverum sem nota mun minni raforku en sú stóriðja sem við þekkjum. Skapa verðmæt störf fyrir vel menntað fólks ásamt öðrum störfum.
Í tillögu umhverfisráðherra um „rammaáætlun“ sem nú er til umræðu á Alþingi er ma. tillaga um að Austurgilsvirkjun færist í nýtingarflokk. Það er afar mikilvægt svo halda megi áfram undirbúningi að þeirri virkjun að fá þá tillögu afgreidda. Því miður eru ekki bjartar horfur á að sú tillaga svo verði á því þingi sem nú situr.
Ragheiður Elín Árnadóttir hefur í störfum sínum verið eindregin stuðningsmaður uppbyggingar á raforkuframleiðslu á Vestfjörðum. Það er mikilvægt að að fylgja því eftir, svo skapa megi ný tækifæri til sóknar í landshlutanum.

Haraldur Benediktsson
alþingimaður Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi.
Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi