Grein

Guðjón S. Brjánsson og Inga Björk Bjarnadóttir
Guðjón S. Brjánsson og Inga Björk Bjarnadóttir

Guðjón S. Brjánsson og Inga Björk Bjarnadóttir | 13.09.2016 | 14:29Forvali jafnaðarmanna lokið

Nú hafa jafnaðarmenn í Norðvesturkjördæmi valið sér forystu fyrir Alþingiskosningar 29. október n.k. og við erum afar þakklát fyrir traustið sem okkur hefur verið sýnt.

Efst á baugi fyrir kosningar er að draga úr ójöfnuði í landinu. Um leið og almenningur er sannfærður um að ekki séu til nægir peningar til að reka hér gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi fyrir alla, menntastofnanir á öllum stigum eru sveltar og þrengt er að barnafjölskyldum hafa tekjustofnar ríkisins verið tættir niður. Þær skattalækkanir sem ráðist hefur verið í hafa ekki gagnast þeim sem mest þurftu á að halda og úrræði í húsnæðismálum skilið stóran hóp eftir með sárt ennið. Þá eru engar hækkanir til ellilífeyrisþega og öryrkja á 5 ára áætlun ríkisstjórnarinnar.

Á næsta kjörtímabili bíða stór verkefni og það allra mikilvægasta er að tryggja að allir hafi í sig og á, og jafnan aðgang að grunnstoðum samfélagins. Það er mikilvægt að jafnaðarmenn standi saman gegn þeim öflum sem vilja tryggja sérhagsmuni á kostnað almennings.

Guðjón S. Brjánsson og Inga Björk Bjarnadóttir, 1. og 2. sæti lista Samfylkingar jafnaðarmanna í NV kjördæmi

Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi