Grein

Reynir Eyvindsson
Reynir Eyvindsson

Reynir Eyvindsson | 12.09.2016 | 15:03Metum verk undirmanna okkar, þingmannana.

„Sterkur listi sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni“ segir Brynjar Níelsson. Hér er listinn: Ég skrifaði við nokkrar staðreyndir um frambjóðendurna.

1. Ólöf Norðdal á peninga í skattaskjólum eins og Sigmundur Davíð. Maðurinn hennar er skrifaður fyrir þeim, en þau eru jú gift.

2. Guðlaugur Þór: Hringdi í FL group og Landsbankann og lét þá styrkja Sjálfstæðisflokkinn rétt áður en reglur tóku gildi sem bönnuðu þetta. Hann var í nefndinni sem gerði reglurnar. Skömmu seinna gerði Flokkurinn tilraun til að gefa Geysi green energy eignir borgarinnar í gegnum REI félag Orkuveitunnar. Eigendur Geysis green voru þeir sömu og styrktu Flokkinn rétt áður.

3. Brynjar Níelsson: Honum finnast hugmyndir Pírata um gjaldfrjálsa tannlæknis og sálfræðiþjónustu vera plebbaskapur og populismi.

4. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: Sagði beinlínis nauðsynlegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stigi til hliðar sem forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. En henni þótti gjörningurinn sjálfur ekki skipta máli, heldur frammistaða hans í sjónvarpsviðtalinu fræga. Hún gerði ekki athugasemdir við það að íslenska elítan feli auð sinn á skattaskjólum.

5. Sigríður Andersen: Aðal talsmaður einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu og vill auka leynd um skattaupplýsingar.

6. Birgir Ármannsson: Var formaður allsherjarnefndar sem svæfði breytingar á eftirlaunalögum í fjölda ára. Breytingarnar tóku til baka ömurlega sjálftöku á eftirlaunum til ráðherra sem Davíð Oddson stóð fyrir á sínum tíma.

7. Hildur Sverrisdóttir: Hún vill einkavæða heilbrigðiskerfið, sem hefur hverg gengið upp. En er ekki, það að ég viti, beinlínis spillt, eða vilji stuðla að spillingu með óbeinum hætti. Hún lendir í baráttusætinu. Hinir eru öruggir inn.

Það fylgir því ábyrgð að kjósa.

Fjórðungur kjósenda á höfuðborgarsvæðinu ætla að kjósa listann hér að ofan skv skoðanakönnunum. Af hverju kjósa svo margir sömu stjórnmálamennina aftur og aftur, jafnvel þó það sé löngu komið í ljós að þeir eru ekki að vinna fyrir þjóðina? Ég er þeirrar skoðunar að kosningakerfið sé amk hluti af vandamálinu. Þjóðfélagið byggir á því að það séu gerðar kröfur til allra þjóðfélagshópa: Launþegar gera kröfu til vinnuveitenda og öfugt, kennarar til nemenda, foreldrar til kennara osfrv. Þetta virkar. En það er einn þjóðfélagshópur sem enginn gerir neinar kröfur til: Það eru kjósendur. Þeir geta hegðað sér nákvæmlega eins og þeim sýnist, og allir eru hvattir til að kjósa.

Kjósendur standið ykkur!

Það á ekki bara að hvetja menn til að kjósa. Það á að hvetja menn til að kynna sér málin og þá að kjósa. Og alls ekki að hvetja fólk sem ekki hefur áhuga á stjórnmálum til að kjósa. Ef við fengjum áhugasama kjósendur, þá myndu áhrif ýmissa styrktaraðila og þrýstihópa minnka. Stjórnmálaflokkarnir myndu ekki (amk síður) fara í rándýrar kynningar og markaðsherferðir, kostaðar af fyrirtækjum og hagsmunaaðilum sem síðan ætlast til að fá greiðann endurgoldinn með einum eða öðrum hætti.

Svo kjósendur: Kynnið ykkur málin. Gerið eins og yfirmenn í vel reknum fyrirtækjum: Finnið starfsmenn sem gera það sem þið viljið að þeir geri í vinnunni.

Kveðja, Reynir Eyvindsson, Akranesi.
Höfundur býður sig fram á lista VG í Norðvesturkjördæmi.Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi