Grein

Halldór Jónsson.
Halldór Jónsson.

| 07.12.2000 | 16:59Nú, hann er þá ekki í neinu

Í grein minni í BB fyrir hálfum mánuði síðan lýsti ég áhyggjum af því að umræðan um framtíðarskipan Orkubús Vestfjarða færi fram áður en fyrir lægju grundvallarupplýsingar. Sem betur fer hafa nokkrar upplýsingar komið fram síðan þó svo að enn vanti frekari svör. Eru spurningar mínar hér með írekaðar.
Í grein minni undraðist ég einnig þögn stjórnarformanns Orkubúsins í málinu en skilja hefur mátt af fréttum að hann hafi skipt um skoðun í málinu. Í síðasta BB rauf hann hinsvegar þögnina og skeiðar fram á ritvöllinn. Því miður var hann ekki í stakk búinn til þess að ræða málefnalega um framtíð Orkubúsins.

Ekki hvarflar að mér að svara grein stjórnarformannsins. Hún opinberar hinsvegar rökþrot hans í þessu mikilvæga máli. Einnig lýsir hún hugarástandi hans sem rétt er að hafa áhyggjur af. Þrátt fyrir að hann skrifi greinina í nafni stjórnarformanns Orkubúsins vona ég að hún lýsi ekki viðhorfi fyrirtækisins í garð þeirra sem áhuga hafa á framtíð þess ágæta fyrirtækis.

Ég skora á forystumenn vestfirskra sveitarfélaga að leiða umræðuna um framtíð Orkubúsins til lykta af meiri geðprýði og rökhyggju en sýnt er að sjórnarformaður Orkubúsins hefur yfir að ráða. Þeir sem eiga allt sitt undir því að vestfirsk byggð blómgist treysta því að þannig verði haldið á málum.
Halldór Jónsson,fiskverkandi á Ísafirði.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi