Grein

Níels A. Ársælsson.
Níels A. Ársælsson.

Níels Ársælsson | 13.03.2003 | 16:00Lítil ritgerð um Fiskistofu, kvótakerfi og sjálfbæra nýtingu

Fiskistofa tók til starfa þann 1. september 1992. Stofnunin annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða, hefur eftirlit með fiskveiðum og sér um álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla. Þá framfylgir Fiskistofa lögum um meðferð sjávarafurða, hefur eftirlit með framleiðslu þeirra og sér um söfnun, úrvinnslu og dreifingu upplýsinga varðandi fiskveiðar og vinnslu sjávarfangs. Fiskistofa er stjórnsýslustofnun sem heyrir undir sjávarútvegsráðherra og gegnir mikilvægu hlutverki við að tryggja til frambúðar hámarksafrakstur Íslendinga af ábyrgri nýtingu auðlinda hafsins.
Fiskistofa leitast við að rækja stjórnunar- og eftirlitshlutverk sitt þannig að staðfesta sé í túlkun leikreglna á sviði sjávarútvegs og tryggt sé að eftir þeim sé farið. Lykilþættir í ábyrgri nýtingu auðlinda hafsins eru styrk fiskveiðistjórnun og virkt eftirlit með veiðum og vinnslu. Fiskistofa hefur það hlutverk að stjórna fiskveiðum og hafa eftirlit með öllum þáttum veiða og vinnslu. Fiskistofa vill leggja sitt af mörkum og vera virkur þátttakandi í því að þróa fiskveiðistjórnun og framleiðslu sjávarafurða þannig að Íslendingar séu ávallt í fremstu röð á þessum sviðum. Starfsemi Fiskistofu mótast af skýrum markmiðum sem stofnunin setur sér og mælir reglulega hvort náðst hafa.

Romsurnar hér að ofan er að finna á heimasíðu Fiskistofu (www.fiskistofa.is). Ég tel að þessi rulla sé fjarri raunveruleikanum.

Bágborin staða

Staða stofnunarinnar er vægt til orða tekið afar bágborin að mínu mati. Öll þau fögru markmið sem henni voru sett og þær væntingar sem til hennar voru gerðar hafa brugðist meira og minna, allt frá því þessu apparati var illu heilli komið á laggirnar. Ábyrgri fiskveiðistjórnun frá upphafi stofnunar Fiskistofu árið 1992 hefur verið framfylgt með mjög svo undarlegum hætti, og er þá kveðið vægt að orði.

Nánast öllum vertíðarbátaflota Íslendinga hefur verið tortímt á altari fámennrar klíku sérhagsmunaaðila innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem setið hafa sleitulaust í ríkisstjórn Íslands allt frá upphafi stofnunar Fiskistofu. Mörg þúsund sjómenn hafa misst atvinnu sína. Eyðing sjávarþorpa blasir við um allt land. Fjöldi flóttafólks af landsbyggðinni hefur verið slíkur að heimildir úr Íslandssögunni geta ekki um aðra eins plágu nema ef vera skyldi svartadauða eða stórubólu.

Hroðalegt fyrirbæri

Fiskistofa er eitt það hroðalegasta fyrirbæri sem sjómenn þessa lands hafa orðið vitni að. Starfsemi stofnunarinnar hefur tútnað út með slíkum eindæmum að furðu sætir. Upphaflega störfuðu á Fiskistofu 5 manns eftir því sem ég kemst næst. Í dag árið 2002 eru þeir orðnir um 120.

Á sama tíma hefur tekist að færa nær allar aflaheimildir Íslendinga á hendur örfáum fyrirtækjum sem síðan braska og prútta um leiguverð til fjölmenns hóps leiguliða sem neyðast til að greiða fantahátt gjald á hvert veitt kíló sem þeir draga úr sjó til að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða. Fjölmennur hópur sjómanna er orðinn að nútíma þrælum örfárra lénsherra sem síðan greiða háar fjárhæðir til sinna flokksjóða í þakklætisskyni fyrir vinsemdina. Þegar lögum um stjórn fiskveiða var komið á fót 1983 og svokallað kvótakerfi var innleitt, þá voru meginmarkmið laganna þessi:

– Fækkun fiskiskipa.
– Uppbygging þorskstofnsins.
– Efling og styrking sjávarþorpana við strendur Íslands.
– Sterkari og betur rekin fiskvinnslufyrirtæki í sjávarplássunum.

Hver er raunin?

Raunin er þessi. Fiskiskipum hefur fjölgað og afkastageta flotans margfaldast. Afkastageta hvers togara hefur aukist um mörg hundruð prósent með stækkun skipanna og aukinni vélastærð. Þungi togveiðarfæra hefur margfaldast með tilheyrandi eyðileggingu á hafsbotninum og lífríki sjávar. Fiskistofa hefur ekki gert hina minnstu tilraun til að láta rannsaka afleiðingarnar og eyðilegginguna sem af þessu hefur hlotist.

Í upphafi kvótakerfisins voru allir fiskistofnar landsins í góðu jafnvægi og ekki talin þörf á að takmarka veiðar úr neinum stofnum nema þorski. Sumir stofnar voru taldir mjög svo vannýttir og auka þyrfti sóknina í þá til muna. Staðan í dag, nær 20 árum eftir að kvótakerfinu var komið á, er sú að að þorskstofninn hefur aldrei verið talinn í eins slæmu ástandi. Sumir „fiskifræðingar“ telja hann í útrýmingarhættu. Ástand annarra fiskistofna að loðnu undanskilinni er svo slæmt að hrun blasir kannski við í mörgum tegundum.

Fæða fiskanna (aðallega þorsksins) er veidd með slíku offorsi og djöflagangi yfir hrygningartíma loðnunnar


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi