Grein

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.

Halldór Halldórsson | 24.02.2003 | 16:48Sameiginleg stefna sveitarfélaga á Vestfjörðum í vegamálum

Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í ágúst 1997 samþykktu vestfirskir sveitarstjórnarmenn nýja stefnu eða samgönguáætlun í vegamálum. Rúmlega ári fyrr var ákveðið að kjósa starfshóp til að endurskoða stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum frá 1976. Starfshópurinn skilaði tillögum sem samþykktar voru á Fjórðungsþinginu 1997. Hann var skipaður þannig: Þórólfur Halldórsson Patreksfirði, formaður, Jónas Ólafsson Þingeyri, Stefán Gíslason Hólmavík, Ólafur Kristjánsson Bolungarvík, Smári Haraldsson Ísafirði og Ágúst Kr. Björnsson Súðavík. Eftir að Stefán Gíslason lét af störfum kom Daði Kristjánsson á Hólmavík inn í starfshópinn.
Skoðanir og stefna

Undanfarna daga hefur mátt lesa um skoðanir manna á vegamálum á Vestfjörðum. Er það vel að menn setji fram áherslur sínar í þessum mikilvæga málaflokki. Staðsetning viðkomandi í fjórðungnum hefur auðvitað áhrif á skoðanir um leiðir og forgangsröðun. Við lestur þessara greina hefur undirrituðum þótt vanta upplýsingar um stefnu vestfirskra sveitarfélaga frá 1997. Það er mjög mikilvægt í samgöngumálum og samstarfi sveitarfélaga að marka skýra stefnu og vinna að því hörðum höndum að hún fari inn í samgönguáætlun Alþingis og fái nægjanlegt fjármagn til að hugmyndir verði að veruleika. Fyrir því hafa sveitarstjórnarmenn beitt sér með stefnumótun sína að vopni.

Sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur og Hólmavíkurhreppur gerðu sameiginlega bókun á dögunum, þar sem leið um Arnkötludal sem og hröðun framkvæmda við Djúp var helsta inntak bókunarinnar. Þessi samþykkt sveitarfélaganna var í fullu samræmi við stefnuna frá 1997.

Samgönguáætlun vestfirskra sveitarfélaga frá 1997

Starfshópurinn sem kosinn var til að koma með tillögu að samgönguáætlun á Fjórðungsþingi 1997 vann mikið starf undir öflugri forystu Þórólfs Halldórssonar sýslumanns á Patreksfirði. Undirritaður starfaði með hópnum sem þáverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og starfsmenn Vegagerðarinnar voru hópnum innan handar með ráðgjöf og upplýsingar.

Í áætluninni er sett upp 10 ára framkvæmdatímabil og gerð tillaga að röðun framkvæmda 1998-2007. Komið hefur í ljós að ekki næst að ljúka framkvæmdum á þeim árum sem eru tilgreind í áætluninni en þess má þá vænta að framkvæmdir færist til í samræmi við það.

Helstu niðurstöður í áætluninni:

1. Ísafjarðardjúp, ljúka vegalagningu á árunum 1998-2005
2. Barðastrandasýsla (Flókalundur-Bjarkalundur), ljúka vegalagninu á árunum 1999-2007.
3. Dynjandisheiði (Flókalundur-Mjólká), ljúka vegalagningu á árunum 2001-2007.
4. Arnkötludalur-Gautsdalur, ljúka vegalagningu á árunum 2001-2004.
5. Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar eftir 2007 en þá var reiknað með að ofangreindum framkvæmdum væri lokið.

Í skýrslu samgönguhópsins segir um Arnkötludal: ,,Það er samdóma álit starfshópsins að nýr vegur um Arnkötludal og Gautsdal hafi yfirburði yfir aðra valkosti. Vegurinn sameinar þá kosti sem engin önnur vegtenging Reykhólasveitar við Strandir og Djúp gerir, að stytta verulega för tveggja samgöngusvæða að hringveginum og tengja um leið þriðja svæðið við hin tvö. Með þverun Gilsfjarðar gerir vegur um Arnkötludal Reykhólasveit, sveitarfélög við Steingrímsfjörð og í Dölum að einu atvinnusvæði árið um kring, sem engin önnur vegagerð á þessu svæði gæti nokkurn tíma gert.?

Starfshópurinn lagði sem sagt til að vegur væri lagður um Arnkötludal frekar en að byggja upp fullkominn veg suður Strandir enda leiðin rúmlega 40 km. styttri og svipaður kostnaður við hana eða aðeins minni en að byggja upp nýjan veg suður í Hrútafjörð.

Meginhugmyndin er sú að ljúka vegagerð um Djúp og Barðastrandasýslu áður en norður- og suðursvæði Vestfjarða er tengt saman. Ástæðan er sú að hver kílómeter sem bættur er í Djúpi eða í Barðastrandasýslu nýtist vegfarendum strax og að skv. jarðgangaáætlun var á þessum tíma ekki von til þess að byrjað yrði á jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar fyrr en a.m.k. tveimur öðrum göngum væri lokið, þ.e. á Austur- og Norðurlandi. Þetta hefur ekki breyst að öðru leyti en því að engum datt í hug á árinu 1997 að árið 2003 myndi renna upp án þess að framkvæmdir væru hafnar við önnur hvor göngin.

Göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar koma heldur ekki að fullum notum fyrr en vegagerð í báðar áttir frá þeim er að fullu lokið segir í áliti starfshópsins.

Síðan hafa framkvæmdir tekið lengri tíma en áætlunin gerir ráð fyrir, m.a. vegna þess að kröfur til vega aukast sífellt og þeir verða dýrari og einnig vegna þess að mikil átök eru á Alþingi um framlög


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi