Grein

Þórólfur Halldórsson.
Þórólfur Halldórsson.

Þórólfur Halldórsson | 21.02.2003 | 14:01Viðbótarvegaféð og samgönguáætlun Fjórðungssambandsins

Í samþykkt forsvarsmanna sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum og hreppsnefndar Hólmavíkur frá 18. febrúar sl. í tilefni viðbótarvegafjár til Vestfjarða, er lögð áhersla á gerð vegar um Arnkötludal og jafnframt vísað til samþykkta Fjórðungssambands Vestfirðinga því til stuðnings. Í sjálfu getur þessi samþykkt alveg farið saman við samhljóða samþykkt sveitarstjórnanna í Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppi og Reykhólahreppi frá 12. og 13. febrúar sl. sem gerð var af sama tilefni og beint var til samgönguráðherra og þingmanna Vestfjarða, en hún er svohljóðandi:
Sveitarstjórnir Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps og Reykhólahrepps fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka vegaframkvæmdir á Vestfjörðum, með því að verja 1.000 milljónum á næstu 18 mánuðum til vegagerðar, umfram það sem þegar er gert ráð fyrir í samgönguáætlun.

Sveitarstjórnirnar treysta því að þessu fjármagni verði varið í samræmi við samgönguáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga sem samþykkt var á Fjórðungsþingi 1997 og ítrekuð á Fjórðungsþingi haustið 2002. Í þeirri samgönguáætlun er lögð áhersla á forgang stórverkefnanna sem eru annars vegar Vestfjarðavegur milli Bjarkalundar og Flókalundar og hins vegar Djúpvegur í Ísafjarðardjúpi, sem lögð er áhersla á að séu unnin samhliða og „ljúki á sama tíma“ eins og segir í samgönguáætluninni frá 1997.

Ljóst er að mun lengra er í land með að ljúka leggnum um Vestfjarðaveg og að a.m.k. 70% þess viðbótarfjár sem til ráðstöfunar er næstu 18 mánuði, þyrfti að koma í þann legg svo það jafnræði náist að báðum leggjum „ljúki á sama tíma“.

Þrátt fyrir þessa staðreynd eru sveitarstjórnirnar reiðubúnar að fallast á annað skiptihlutfall viðbótarfjárins milli þessara tveggja verkefna, jafnvel helmingaskipti, enda fari Vegagerðin að óskum sveitarstjórnanna um eftirfarandi forgangsröðun verka á Vestfjarðavegi.

Árið 2003:

1. Núverandi verki um Klettsháls (Eyri-Vattarnes) verði lokið á árinu.
2. Lokið verði gerð vegarins frá Múlahlíð suður fyrir Eyri í Kollafirði, sem er fullhannaður (4 km?).
3. Bundið slitlag verði lagt á veginn frá Vattarnesi vestur að vegamótum við Skálmarnes, að Eiðinu.
4. Brýr yfir Fjarðarhornsá og Skálmardalsá verði byggðar.
5. Nýr vegur verði lagður um Ódrjúgsháls (u.þ.b. 2 km).
6. Nýr vegur verði lagður í Kjálkafirði um snjóastað frá Litlanesi að Skiptá.

Árið 2004:

1. Nýr vegur í Kollafirði frá Eyri, fyrir Skálanes að flugvelli við Melanes (u.þ.b. 15 km).


Hér er þó nauðsynlegt að staldra við. Í samgönguáætlun sem samþykkt var á Fjórðungsþingi árið 1997 og ítrekuð enn á Fjórðungsþingi í Bolungarvík sl. haust, er sérstaklega tekið fram að tveir leggir hins svokallaða Vestfjarðahrings, Djúpvegur í Djúpi og Vestfjarðavegur milli Bjarkalundar og Flókalundar, skuli hafa forgang, og að báðum ljúki á sama tíma. Að þeim loknum skuli loka hringnum í austri með gerð vegar um Arnkötludal, og loks skuli hringtengingunni lokið með jarðgangagerð milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Jafnframt er sérstaklega tekið fram að vegagerð um Arnkötludal skuli fresta þá fyrirhugaðri vegagerð um Kollafjörð og Bitru.

Ef við aðgætum nú stöðu vegagerðar á þessum tveimur forgangsleggjum er hún þannig, að leiðin um Djúp frá Ísafirði til Hólmavíkur er 224 km og á þeirri leið eru ennþá 68,96 km með malarslitlagi, eða 30,8%. Leiðin frá Patreksfirði til Bjarkalundar er 188 km og á þeirri leið eru ennþá 113,66 km með malarslitlagi, eða 60,5%.

Ekki er þetta nú alveg jöfn staða, og hallar verulega á Vestfjarðaveg. Þrátt fyrir að svo umtalsvert halli enn á Vestfjarðaveg eru sveitarstjórnir í Barðastrandarsýslu reiðubúnar til að fallast á helmingaskiptingu þess viðbótarvegafjár sem nú er óvænt til ráðstöfunar. Þær 500 milljónir geta rofið þá einangrun sem íbúar Vestur-Barðastrandarsýslu búa enn við, en duga engan veginn til þess að leggja 45 km af nýjum vegum með bundnu slitlagi, sem þarf til svo að jafnmargir km af malarslitlagi verði eftir á leggnum milli Flókalundar og Bjarkalundar og eru nú í Djúpinu.

Já, það er aðeins verið að tala um að rjúfa einangrunina. Hún felst í því að á Vestfjarðavegi er aðeins snjómokstur og þjónusta 3 daga í viku „á meðan snjór sest ekki að“, eins og segir á máli Vegagerðarinnar. Til samanburðar er Djúpvegur mokaður 6 daga í viku, og líka eftir að snjór er sestur að!!! Það er ólíku saman að jafna.

Ef sveitarstjórnir á norðanverðum Vestfjörðum vilja nú taka höndum saman við Hólmvíkinga og nota sínar 500 mil


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi