Grein

Sölvi Sólbergsson.
Sölvi Sólbergsson.

| 22.11.2000 | 17:38Aukin samkeppni – framtíð Orkubúsins

Til stendur, ekki seinna en á haustþingi 2001, að samþykkja ný orkulög. Tilgangur laganna er að koma á samkeppni í framleiðslu, flutningi, dreifingu og sölu á raforku. Markaðsvæðing orkufyrirtækjanna skal vera yfirstaðin á árinu 2002. Öll sérlög eins og þau sem gilda um Orkubúið í dag verða afnumin um leið og nýju lögin taka gildi. Hf-ið kemur því hvort sem mönnum líkar betur eða verr og sala á eignarhlutum í Orkubúinu verður þá frjáls.
Forsenda fyrir nýjum orkulögum er að stofna nýtt orkufyrirtæki sem tekur yfir stærstu flutningslínurnar sem flestar eru í eigu Landsvirkjunar. Þessu fyrirtæki er ætlað að vera milliliður milli helstu framleiðanda annars vegar (virkjanir 25 MW eða stærri) og orkudreifingarfyrirtækja og stóriðjunotenda hins vegar. Meðan iðnaðarráðherra getur ekki komið frá sér tillögum um þetta flutningsfyrirtæki, umfang þess og stærð, þá er heldur ekki hægt að koma með drög að nýjum orkulögum. Þangað til veit enginn hvernig samkeppninni verði háttað.

Umræðan um Orkubúið

Síðustu daga og vikur hefur Orkubúið verið í umræðunni vegna hugsanlegrar sölu sveitarfélaga á eignarhlut sínum í fyrirtækinu vegna fjárhagsvandræða þeirra sjálfra og er eins og allir vita óviðkomandi Orkubúinu. Nánast ekkert hefur verið rætt um fyrirtækið sjálft og kosti þess og galla varðandi hugsanlega sölu. Hverju er verið að fórna? Hér á eftir ætla ég að fjalla um málefni Orkubúsins og er það gert á ábyrgð greinarhöfundar.

Enn einni auðlindinni fórnað, gæti einhver sagt. Fyrst auðlindum sjávar með brotthvarfi kvótans. Nú virkjunar- og jarðhitaréttindum. Í BB fimmtudaginn 27. apríl sl. ritaði ég grein með fyrirsögninni „Orkubú – auðlindabú í eigu Vestfirðinga – ennþá“ og læt ég duga að benda á þá umfjöllun varðandi auðlindamálin. Ég bendi einungis á, að með sölu á Orkubúinu, þá eru sveitarfélög að afsala sér öllum virkjana- og jarðhitaréttindum í sínu landi, því það var gert á sínum tíma til Orkubúsins.

Fjarskipti og gagnaflutningar

Fjarskiptafyrirtæki hafa verið að hasla sér völl hér á landi eftir að samkeppni var leyfð á því sviði. Orkuveita Reykjavíkur stofnaði dótturfyrirtæki, Línu-Net, til að nýta hluta af raforkukerfi Orkuveitunnar til gagnaflutninga. Nú þegar er búið að leggja ljósleiðara milli flestra spennistöðva og er ætlunin að nýta lágspennustrengi þaðan um raforkukerfið inn í hvert einasta hús sem hefur rafmagnsheimtaug. Einhver töf er á að þessi tækni sé fullmótuð.

Orkubúið hefur engar áætlanir uppi í dag til að nýta eigið kerfi til gagnaflutninga, þótt óformlegar viðræður hafi átt sér stað við tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpu ehf. um slík mál. Til þess að halda þeim möguleika eins opnum og hægt er, þá eru ídráttarrör lögð í þá skurði sem verið er að grafa hvort sem er og taldir eru henta sem lagnaleiðir eins og milli spennistöðva Orkubúsins. Það er síðan hægt að draga ljósleiðara í rörin seinna meir.

Svokallað Tetrakerfi er í uppbyggingu á landsbyggðinni á vegum fyrirtækisins Stiklu. Landsvirkjun er aðili að því fyrirtæki ásamt öðrum, enda gátu þeir lagt til ýmsa aðstöðu og búnað, þ.m.t. ljósleiðara á háspennulínum, sem hentaði í þeirri uppbyggingu. Allt tíðkast í dag, því háspenna hefur engin áhrif á gagnaflutninga eftir ljósleiðurum. Það er hægt að vefja ljósleiðara utan um leiðara á gömlum háspennulínum, kaupa nýjan vír með ljósleiðarann sem einn af þáttunum eða kaupa hefðbundna jarðstrengi og sæstrengi með ljósleiðara í sama kapli.

Fram að þessu hefur Landssíminn staðið sig vel á Vestfjörðum, ef tekið er mið af því að allir þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum hafa aðgang að ljósleiðarakerfinu, að frátöldu Hólmavíkursvæðinu. Sem dæmi, þá yrði það vel framkvæmanlegt að nýta 30 km langa línu Orkubúsins frá Reykhólasveit yfir í Steingrímsfjörð (Tröllatunguheiði) og vefja á hana, eins og hún er í dag, ljósleiðara. Þannig væri hægt að tengja Hólmavík við ljósleiðarann á Barðaströnd.

Kannski eru þessar ómögulegu loftlínur verðmætari vegna fjölþættari afnota í framtíðinni. Orkubúið á og rekur yfir 1000 km af loftlínum. Ef Síminn gefur eftir í framþróun fjarskiptatækninnar hér á Vestfjörðum, hvort heldur það er vegna tæknimála eða verðs, þá gæti hugsast að kerfi Orkubúsins nýttist sem innlegg í eitthvert fyrirtæki sem veitti Símanum aðhald.

Hver er framtíð Orkubúsins meðal annarra orkufyrirtækja í aukinni samkeppni?

Það er mikil einföldun að halda að þ


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi