Grein

Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Sæmundur Kr. Þorvaldsson | 14.02.2003 | 10:09Um vexti

Brynjólfur Þór Brynjólfsson, kjósandi í Ísafjarðarbæ, staldrar í grein sinni hér á bb.is þann 11.02. við tvö atriði í grein undirritaðs frá 7. sama mánaðar á sama vettvangi um misjafna ávöxtun á Orkubúspeningum. Fyrra atriðið er um meðferð prósenta, og það skal viðurkennt að meðferð þess hugtaks er oft dálítið á reiki hjá þeim sem nota. Ég get ekki verið sammála þér, Brynjólfur, að það að reikna prósentur af prósentu sé ekki algeng. Þetta er þvert á móti daglegt brauð.
Hins vegar falla menn stundum í þá gryfju að nota þetta hugtak á villandi hátt. Mér sýnist þú hnjóta um þann þúfnakoll í grein þinni, ef þú ætlar að nota tölurnar 1,5-1,7 (réttara: 1,4-2,3). Þá þarft þú að nota orðið prósentustig í stað % til að viðhafa skýrt orðalag.

Í grein minni er ég að bera saman ávöxtun fjármuna „hlutfallslega“ og nota til þess viðkomandi tákn eða %. Munurinn er sá sami í krónum en prósentustig lýsir ekki hlutfallslegum mun á ávöxtun eins og ég setti hann fram.

Niðurstaða: 1,4-2,3 prósentustiga munur gefur hlutfallslegan mun 16-30 %. Þetta má skýra með einföldu dæmi: Ef Landsbankinn hækkar vexti úr 2% í 3%, þá kem ég og segi, að vextir hafi verið hækkaðir um 50%!. Samkvæmt þinni aðferð væru vextir hins vegar aðeins að hækka um 1%, en ég er nærri viss um að þegar Landsbankinn kynnir lækkun vaxta úr 3% í 2% þá myndir þú nota hina réttu aðferð og kynna 33,3% vaxtalækkun. En auðvitað er hugsanlegt að einhverjir hrekkjalómar myndu skella í góm og gera lítið úr 1% lækkun vaxta hjá bankanum.

En kjósandi góður, á næstu mánuðum munum við örugglega sjá menn falla og kolfalla í meðferð prósenta við niðurstöður skoðanakannana og „hlutfallslegar“ fylgisbreytingar frá degi til dags, sannaðu til. Hvað varðar spurninguna um það hvort ég standi við fullyrðingu um mun á ávöxtun, þá geri ég það, enda að baki útreikningar, endurteknir og ítarlegir að minni ósk.

Það er að vísu rétt að fram komi, að ein af þessum stofnunum hafði ekki nema hluta ársins til ráðstöfunar til að ávaxta fé okkar og á því tímabili voru vextir almennt teknir að lækka í þjóðfélaginu. Það skýrir þó engan veginn þennan mun að mínu viti, en mitt vit er kannski varla á vogarskál leggjandi enda reiknaði ég þetta bara út frá niðurstöðum eins og þær liggja fyrir eftir árið, líkt og þegar ég er að skoða eigin vaxtabyrði. Um það að leggja spilin á borðið, þá er það sjálfsagt mál af minni hálfu – fáist til þess heimild.

Það kann vel að vera að einhver þversögn felist í því að Sparisjóður Vestfirðinga hafi gefið bestu ávöxtunina, og um forsendur umræddra lánastofnana til vaxtagreiðslna veit ég ekkert. Og ekki heldur þegar kemur að forsendum vaxta á lán sem ég tek persónulega – ég geri bara eins og mér er sagt, og get – en get þó stundum valið milli lánastofnana, sem betur fer.

Ekki held ég að fjármálastjóra bæjarins hafi gengið annað en gott til með því að viðurkenna fyrir bæjarfulltrúum að hann gæti tæpast gert upp á milli umræddra tilboða – nema gefa sér einhverjar tilbúnar forsendur í einhverjum atriðum, svo sem gengi, verðbólgu og svoleiðis nokkuð sem væri hvort sem er spádómar einir. Og hitt er þá jafnljóst, að tilboð sparisjóðanna gaf ekki tilefni til að ætla að þessi yrði munurinn þegar upp væri staðið.

Síðara atriðið í skrifum mínum sem þú fjallar um snýr að „undarlegum ummælum“ bæjarfulltrúa um Íslandsbanka og Landsbanka, eins og þú orðar það. Að vísu nefndi ég hvoruga þessa stofnun á nafn í grein minni, en þegar ég vildi að bærinn sýndi hug sinn til ákveðinnar stofnunar með klappi á bakið, þá verður þú að hafa í huga og þola, að fólk sem sest í sveitarstjórn dragi með sér ákveðinn reynsluheim (til þess er jú leikurinn gerður) og hafi skoðanir sem látnar eru í ljós á að því er ég tel heiðarlegan hátt.

Það hefur varla farið framhjá mörgum, endurtek ég, að í núverandi „byggðaástandi“ landsins hefur hvað eftir annað komið til núnings vítt og breitt um landið um hagræðingaraðgerðir stofnana á landsvísu. Má þar að sjálfsögðu tína til fleira en bankastofnanir, svo sem olíufélög, fyrirtæki í samgöngum og líka einnig ríkisstofnun á borð við Íslandspóst.

Að sjálfsögðu hafa allar þessar stofnanir rekstrarlegra hagsmuna að gæta. En lái mér hver sem vill að efast um að mjög faglega sé alltaf staðið að verki.

Ég stend við þá fullyrðingu, að stofnanir á borð við Íslandsbanka og Landsbanka (úr því að þú nafngreinir þá) hafa á tímabilum skotið sér undan áb


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi