Grein

Gísli Guðnason.
Gísli Guðnason.

Gísli Guðnason, Suðureyri | 13.02.2003 | 11:40Síðasti maður slökkvi?

Ég klökkna alltaf þegar ég les greinarnar hans Úlfars Ágústssonar hér á bb.is eða annars staðar. Alveg finnst mér með eindæmum þröngsýni svo víðsýnna manna sem ég hef alltaf talið Úlfar vera. En eftir að hafa séð hverja greinina á fætur annarri, tuðandi um sama málið, þá get ég nú ekki orða bundist lengur. Mér þykir alveg fáránlegt að það skuli vera hugsað um það að best væri að leggja niður byggðarlögin í kring, byggja 25 metra sundlaug á Ísafirði, eða að mönnum hafi dottið til hugar að setja niður gervigrasvöll á Ísafirði. Eftir því sem mér sýnist, þá er einna minnst landrými á norðanverðum Vestfjörðum í Skutulsfirði.
Samkvæmt því sem Úlfar segir, þá á að nýta peningana vel og að þeir verði öllum til hagsbóta, og þá líklega bara fyrir suma, eða hvað? Þessir sömu menn vilja byggja rosalega dýr mannvirki á þeim stað þar sem er alveg rosalega dýrt að reka þau. Ég vil benda þeim á sem hafa hug á því að spara peninga, að það er ódýrast að reka svona fyrirbæri í Súgandafirði, þar sem heitt vatn flæðir upp úr jörðinni. Ég blæs á það að það sé svo langt á milli. Það er nefnilega jafnlangt að fara frá Ísafirði til Suðureyrar og frá Suðureyri til Ísafjarðar. Mjög mikið af fólki fer lengri leið í vinnuna sína á hverjum degi og það hér á landi.

Eigum við að skoða það sem kallinn er að setja út á í fjárfestingum, en þar er fyrst að telja hafnarkantinn á Flateyri. Samkvæmt fyrri grein Úlfars vildi hann breyta Flateyri í kvikmyndaver. Ef hans hugmyndir skyldu nú einhvern tímann ná fram að ganga og menn fara í alvörunni að skoða þessi mál, þá er það ekkert nema til að styrkja málstaðinn að gera þessa bryggju þannig úr garði að hún geti tekið að stór flutningaskip þar sem erfitt er að koma við stórum flugvöllum sem geta tekið við flutningavélunum sem flytja leikmyndir. Þannig að þarna sé ég að verið sé að fjárfesta til framtíðar, til að miða að því að hugmyndir Úlfars geti orðið að veruleika. Það er nefnilega þannig að það kostar að hrinda þessu í framkvæmd, og ég fagna því að farið er að gera það að einhverju leyti. En þangað til að það verði gert af einhverju viti varðandi hugmyndir Úlfars, sem ég vona þó að verði nú ekki fyrr en eftir u.þ.b. 500 ár eða svo, þá geti þeir íbúar sem þar búa notið þess sem komið er.

Samkeppnin um eldri borgarana er á milli Ísafjarðar og Suður-Spánar. Það er alveg greinilegt hvor staðurinn hafði betur hvað þig varðar, þó svo að enn vanti nokkur ár upp á. Og ég vona að fleiri sjái sér fært að stunda strendur Spánar á efri árum, því ekki er það einungis gott fyrir fólkið sjálft, heldur er það einnig fjárhagslega gott fyrir bæinn að sem flestir fari eitthvað annað. Samkvæmt þínum kenningum er þetta fólk orðið óþarft í samfélaginu og skal safnað saman á einn stað, frekar en að leyfa fólki að dvelja í sínum heimabæ og verða jafnvel að einhverju gagni. Nú eða senda það allt til Spánar og þar með erum við laus við það.

Það sem Úlfar bendir á í fyrri grein sinni um það að byggð sé að þéttast, fólk búi þéttar, fyrirtæki safnist frekar saman á einn stað, er alveg rétt, en setjum samt spurningarmerki við það. Það er nefnilega ekki talað um samfélagslegu vandamálin sem fylgja slíku samfélagi. Ég veit ekki alveg hvað Úlfar vill gera með þau vandamál sem við erum að horfa upp á í stærri samfélögunum, glæpatíðni, bílastæðavandamál og fleira sem fólki dettur í hug. Ekki vil ég búa í slíku samfélagi. Þess vegna bý ég hér og er bara mjög illa við það þegar svona greinilega misvitrir menn eins og Úlfar fara að tjá sig svona um málefni sem þetta, sérstaklega þar sem viðkomandi hefur áður sett saman grein sem kom svoleiðis í bakið á honum að honum hlýtur að hafa sviðið illa. En sjálfspíningarhvötin er greinilega svo gífurleg að það hálfa væri hellingur. Þeir sem hugsa ekki málið til enda, vilja ekki læra af mistökunum sem gerð hafa verið, vilja ekki skoða aðra kosti í stöðunni, heldur berja hausnum við stein eins og mörgum Ísfirðingum (lesist Skutulsfirðingum) sæmir og telja allt vera ómögulegt ef það er ekki staðsett á eyrinni í Skutulsfirði, þeir eiga í sjálfu sér hrós skilið fyrir einarða afstöðu sína í svona málum. En í guðanna bænum stofnið klúbb á Spáni eða einhvers staðar og ræðið ykkar mál, frekar en að vera að gera okkur erfitt fyrir.

Það að leggja niður byggðir kostar meira heldur en að viðhalda þeim og byggja þær þá frekar upp. Það er sorglegt að sjá hvernig fór fyrir Hornströndum. Viljum við virkilega að slíkt gerist aftur og það núna á 21. öldinni? Við þurfum að halda landinu í byggð, og þó svo að til sé fólk sem haldi að svo sé ekki, þá vil ég minna á það að gjaldeyrir þjóðarinnar er ekki búinn til í bönkum í Reykjavík, heldur eru margar hendur um allt land að vinn


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi