Grein

| 09.02.2000 | 14:44Stefnumótun Ísafjarðarbæjar
í atvinnumálum

Stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum var kynnt í kjölfar útgáfu bæklings hinn 7. janúar sl. Síðan hefur nokkuð verið fjallað um stefnuna. Komið hefur fram gagnrýni sem er gott, sumt er málefnalegt en ekki annað eins og gengur. Sú gagnrýni hefur að mestu beinst að því að ekki sé fjallað um undirstöðuatvinnugreinarnar, þ.e. sjávarútveg og landbúnað.
Í þessu virðist gæta nokkurs misskilnings. Við undirbúning að þessari stefnumótun var tekin ákvörðun um að fella undir matvælaframleiðslu það sem áður var skilgreint í aðgreinda málaflokka, þ.e. sjávarútveg, fiskvinnslu og landbúnað. Allir þessir þættir lúta að framleiðslu matvæla og er eðlilegt að líta á fiskveiðar sem frumstig fiskvinnslu. Árangur í framleiðslu matvæla verður aldrei betri en slakasti þáttur ferils framleiðslunnar, hvort heldur er við veiðar, vinnslu eða sölu afurða. Þess vegna er ástæðulaust að aðgreina þetta eins mikið og nú er gert.

Sú aðgreining innan matvælaframleiðslu sem við höfum búið við undanfarna áratugi er kannski hluti af okkar vandamáli í atvinnumálum í dag. Að sjálfsögðu má taka undir, að einhverju leyti, orð Guðjóns A. Kristjánssonar þingmanns í opnu bréfi til bæjarstjóra á vef Ísafjarðarbæjar (http://www.isafjordur.is /greinar/adsent/index.htm) og fleiri, um að meiri kvóti væri það sem ætti að vera krafa og markmið Ísafjarðarbæjar. En það leysir ekki þann vanda sem við búum við í dag, sem er einhæfni í atvinnulífi og fólksfækkun.

Þegar talsverður hluti landaðs afla hér á svæðinu er fluttur í aðra landshluta til vinnslu, þá verðum við að skoða hvað það er sem gerir slíka flutninga mögulega og hvort ekki sé ástæða til að huga að breytingum, jafnvel hugarfarsbreytingu, varðandi þessi mál í heild hér fyrir vestan.

Lestur rits

Á síðu 11 í ritinu um stefnumótun í atvinnumálum er fjallað um styrk, veikleika, tækifæri og ógnanir. Þar kemur skýrt fram, að mikil þekking á útgerð og fiskvinnslu sé einn af styrkleikum svæðisins, en einhæft atvinnulíf, skortur á markaðsþekkingu og vöruþróun séu veikleikar okkar. Auknar grunnrannsóknir fyrirtækja og stofnana á svæðinu, og vöruþróun fyrirtækja samhliða aukinni markaðsþekkingu, væri það sem vinna þyrfti að. Helsti veikleiki okkar er sá að undirstöðuatvinnugreinarnar eru háðar ytri aðstæðum, bæði náttúrlegum og mannlegum. Í kaflanum Menntun og rannsóknir er sérstaklega vikið að þörfinni á auknum rannsóknum í þeim stofnunum og fyrirtækjum sem þegar starfa hér.

Þetta eru niðurstöður um áttatíu þátttakenda sem komu að mótun stefnunnar. Þátttakendum var skipt í átta hópa og þar af var einn sem fjallaði um matvælaframleiðslu. Sá hópur var skipaður fimm fulltrúum sem starfa við sjávarútveg og þremur fulltrúum sem starfa við landbúnað.

Með þetta að leiðarljósi, svo og þær breytingar sem hafa orðið í frumframleiðslugreinum, voru sett fram markmið og leiðir sem lúta að því að auka fjölbreytni atvinnulífsins en styrkja jafnframt stoðir þess með því að byggja upp þekkingu fyrirtækjanna og auka grunnrannsóknir og tengingu atvinnulífsins við skólana á svæðinu.

Markmið og tilgangur

Eitt af markmiðum stefnumótunarvinnunnar var að fá fjölda fólks úr öllum greinum atvinnulífsins saman, fá fram ólíkar skoðanir og áherslur og draga fram það sem þátttakendur voru sammála um að skipti máli. Samdóma álit langflestra þátttakenda var að hlutverk stjórnvalda sé fyrst og fremst að skapa aðstæður og umhverfi til atvinnurekstrar. Það má jafnframt benda á, að það er hlutverk þingmanna kjördæmisins að berjast fyrir því að við sitjum við sama borð og aðrir landsmenn á sem flestum sviðum mannlífs og menningar, að ekki sé um mismunun að ræða sem geri atvinnulífi okkar erfiðara fyrir í þeirri samkeppni sem nú ríkir á Íslandi.

Að okkar mati er það of mikil einföldun staðreynda, að þá stöðu sem uppi er hér á Vestfjörðum megi eingöngu rekja til kvótakerfisins og nægir að benda á niðurstöður kannanna, t.d. Byggðastofnunar, á orsökum brottflutnings fólks af landsbyggðinni. Það er því að okkar mati okkur lífsnauðsynlegt að auka fjölbreytni atvinnulífsins sem um leið mun styrkja undirstöðuatvinnuvegi okkar á tímum ört vaxandi samkeppni.

Megináhersla okkar í nánustu framtíð er að við náum að starfa saman innan svæðisins og koma fram með sameiginleg markmið. Því ef okkur tekst það ekki er líklegt að aðrir notfæri sér þau tækifæ


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi