Grein

Jón Arnar Gestsson.
Jón Arnar Gestsson.

Jón Arnar Gestsson | 03.01.2003 | 23:23Hugleiðingar um íþróttahús og félagsheimili á Suðureyri

Um áramót hefur talist góður siður að líta til baka og sjá hvað gerst hefur síðastliðna tólf mánuði. Mig langar til að skoða hvað hinn nýi/gamli meirihluti hefur ekki gert fyrir okkur hér á Suðureyri. Það sem situr hæst hjá mér sem flopp ársins hjá okkar bæjarstjórnarmeirihluta er það, að fyrir kosningarnar sem haldnar voru síðastliðið vor, þá risu á fætur allir sem voru í framboði og töldu sig hafa eitthvað í bæjarmálin að gera hérna á Suðureyri og fullyrtu, að nýtt íþróttahús yrði risið hér og það helst fyrir árslok.
Þó svo að ég vinni á Ísafirði og sé nú ekki alltof mikið heima hjá mér, þá held ég að það hefði sést ef byrjað væri að byggja. Einnig það, að góður kunningi minn, sem er í verktakabransanum, fræðir mig reglulega um það hvað sé að gerast í Súgandafirði varðandi nýbyggingar.

Ekki hef ég orðið neitt var við að farið sé að hreyfa við þessum málum. Einu hreyfingarnar sem maður hefur séð, er að stundum birtast hér á bb.is einhverjar fréttir um að það eigi nú að fara að byrja loksins.

Ekki vil ég nú samt gera lítið úr því sem gert hefur verið hingað til og eflaust hafa málin verið rædd í bæjarapparatinu. En samkvæmt frétt sem birtist hér á bb.is þann 17. júlí í sumar var tæknideild bæjarins falið að kanna kostnað við að byggja íþróttahús á Suðureyri. Var þetta gert á fyrsta eða öðrum fundi nýs meirihluta í bænum eftir kosningar. Hvað hefur nú gerst síðan, eftir að veturinn hefur farið í það að bæði börn og fullorðnir sendu inn bréf til bæjarins um að fara nú að byrja að skoða þessi mál? Það er nú ekki mikil frekja að ætlast til þess að málin séu skoðuð og rædd.

Nei, þau voru ekkert skoðuð, og samkvæmt nýjustu fréttum sem komu hér á bb.is þann 17. desember sl. var búið að setja nefnd í málið. Í millitíðinni var ákveðið að það mætti gera við félagsheimili Súgfirðinga fyrir heilar 350.000 krónur til þess að kenna í því íþróttir. Hvað er að gerast hérna? Þessi 350 þúsund fengust í gegn með því að skólinn á Suðureyri vildi nú reyna að standa sig í þessum málum og bjóða upp á að börnum yrði keyrt á Ísafjörð til íþróttaiðkunar. En samkvæmt því sem skólastjóri segir, þá fékkst ekki meirihluti fyrir því hjá foreldrum barna í skólanum.

Ég sjálfur var því fylgjandi að senda barnið mitt á Ísafjörð í íþróttakennslu, en þar sem þetta er víst lýðræði hér, þá má ég það ekki. En til að bjarga því sem bjargað varð, þá var leyft að nota þá peninga sem annars hefðu farið í akstur til þess að gera við félagsheimilið til bráðabirgða þar til önnur lausn fyndist. Sú ákvörðun lá hins vegar fyrir í lok nóvember og voru þá voru liðnir þrír mánuðir af skólaárinu. Og eftir því sem mér skilst, þá er búið að lakka gólfið í stóra salnum í húsinu og laga sturturnar þannig að það ætti að vera hægt að kenna þar eftir áramót.

Eins og ég sagði hér að framan, þá fól bæjarráð tæknideild bæjarins að kanna kostnað við þessa byggingu. Aldrei hef ég séð neitt um þá könnun, hvorki á vef Ísafjarðarbæjar né hér á bb.is. Er það kannski þannig að stofnanir bæjarins þurfi ekki að skila því inn sem beðið er um? Eða var svarið kannski einfaldlega: „Þetta er of dýrt“? Eða var kannski ætlunin að svæfa málið, og þegar það vaknaði aftur í haust, þá voru þeir sem ákváðu þetta í sumar búnir að gleyma og settu nefnd í málið, kannski til að reyna að svæfa það aftur?

Maður bara spyr: Af hverju þarf bæjarapparatið að vera svona svifaseint, gera í því að setja plástra á plástra ofan til þess að reyna að þæfa málin, í stað þess að ganga hreint til verks og segja hvað á í raun og veru að gera? Svarið er náttúrlega að í raun veit enginn hvað á að gera.

En það er nú ekki þannig að þetta vandamál varðandi íþróttakennslu hér á Suðureyri sé eitthvert nýtt vandamál. Nei, það er búið að vera viðloðandi í nokkur ár og margoft búið að minna á það, bæði í ræðu og á riti. Þannig eru ákaflega fáar afsakanir til.

Á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir komandi ár (2003) á að veita 19 milljónum til íþróttamála í bæjarfélaginu. Þar með þykir mér einsýnt að ekki rísi íþróttahús hér á Suðureyri. Ég vil minna á, að í stefnuræðu bæjarstjóra með fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu í íþrótta- og æskulýðsmálum verði 18,7 milljónir. Þeir peningar eiga að deilast til að bæta aðstöðu til íþróttakennslu á Suðureyri, og sérstök nefnd á að skila tillögum um það mál, og svo hins vegar til uppbyggingar á Torfnesi í samráði við Boltafélag Ísafjarðar, en þar eru víst tillögur og hugmyndir tilbúnar sem þarf að vinna betur úr. Og ef mig minnir rétt, þá snerust þær


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi