Grein

Séra Stína Gísladóttir<br>í Holti.
Séra Stína Gísladóttir<br>í Holti.

Sr. Stína Gísladóttir | 10.12.2002 | 14:28Fundur um sorg í ljósi jóla

Þriðja sunnudag í aðventu, 15. desember, verður haldinn kvöldfundur í Holtsskóla í Önundarfirði undir fyrirsögninni „Sorg í ljósi jóla“. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona heldur fyrirlestur um efnið og svarar fyrirspurnum. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð hafa starfað í Ísafjarðarprófastsdæmi í nokkur ár og standa fyrir þessari samveru, sem er öllum opin og hefst kl. 20.30. Boðið verður upp á kaffi, súkkulaði og smákökur.
Þegar hátíð gleðinnar nálgast leita sorgir á hugann. Margir hafa misst ástvini eða orðið fyrir annarri sorg á þessu ári eða fyrr, og þegar jólin nálgast vill sorgin stundum reynast of ágeng. Þá getur verið gott að hittast og heyra um reynslu annarra, leita svara við ágengum spurningum og eiga friðsælt samfélag. Aðventan er vel til þess fallin að njóta samfélags bæði um sorgina og gleðina.

Prestar Ísafjarðarprófastsdæmis vilja hvetja alla áhugasama í öllum prestaköllunum til að koma í Holt og eiga samfélag með fleirum sem vilja skoða sorgina í ljósi jólanna.

– Stína Gísladóttir, sóknarprestur í Holti.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi