Grein

Rúnar Óli Karlsson.
Rúnar Óli Karlsson.

Rúnar Óli Karlsson | 05.12.2002 | 14:49Ferðaþjónusta í Ísafjarðarbæ

Nú er vetur í bæ samkvæmt dagatalinu, þó ekki sjáist þess merki þegar maður lítur út um gluggann. Þetta er sá tími ársins sem ferðaþjónusta víðast á landinu liggur niðri að stórum hluta og ferðaþjónar leggjast undir feld til að undirbúa næsta sumar og þróa þjónustu sína enn frekar. Ýmislegt hefur verið að gerast í þróun ferðaþjónustu í á norðanverðum Vestfjörðum og alltaf bætast við ný fyrirtæki og einstaklingar sem vilja spreyta sig á þessum krefjandi vettvangi.
Mörgum finnst að hægt gangi og sannarlega má færa rök fyrir því. Til dæmis hefur ferðatímabilið lítið lengst og sums staðar finnst fólki það hafa styst, þ.e. ferðamenn stíla meira inn á að ferðast í júlí, en þetta á frekar við Íslendinga en útlendinga. Hins vegar eru víða jákvæð teikn á lofti og hefur gistinóttum á Vestfjörðum fjölgað mikið síðustu ár.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru skráðar 46.027 gistinætur árið 1999. Árið eftir er fjöldinn kominn upp í 48.283 og í fyrra eru skráðar 59.946 nætur. Þetta er 15% aukning milli áranna ´99 og ´00 en um 20% aukning milli áranna ´00 og ´01. Fjöldi gistinátta er mjög góður mælikvarði til að kanna fjölda ferðamanna og hversu lengi þeir dvelja og þess vegna er þetta sérstaklega ánægjulegt. Að vísu hefur á undanförnum árum verið rekinn mikill áróður til að fá ferðaþjónustuaðila til að skila inn gistitölum og áreiðanlega má rekja hluta þessarar fjölgunar til betri endurheimtu á gistiskýrslum. Ekki má heldur gleyma mikilli fjölgun fellihýsa og tjaldvagna á landinu. Að meðaltali gista ferðamenn 4,5 nætur á Vestfjörðum yfir sumartímann. Þetta gerir þannig gróft áætlað 13.300 ferðamenn á ári.

Það eru nokkur atriði sem koma upp í hugann er maður veltir fyrir sér helstu vandamálum ferðaþjónustu í Ísafjarðarbæ, sem sjálfsagt eiga við Vestfirði í heild og jafnvel stóran hluta landsins.

Þróun afþreyingarmöguleika

Það er mín skoðun, að ekki sé nógu mikið fyrir ferðamenn að gera hér á svæðinu. Ekki er nóg að hafa „fallega náttúru og gott mannlíf“ eins og sést víða í ferðabæklingum. Við eigum að geta haft af ferðamanninum tekjur ef við höfum áhugaverða vöru til að selja. Miklir möguleikar eru til staðar en það virðist skorta ,,mannafl“ til að vinna úr hugmyndunum.

Eins verðum við að muna að til að fá sama kúnnann aftur í einhvers konar afþreyingu, þá þarf þróun að eiga sér stað. Sem dæmi, þá er mun líklegra að ferðamaður vilji kaupa sér aftur ferð út í Vigur ef annað eða meira er í boði en síðast. Fyrst ég minnist á Vigur, þá eru uppi skemmtilegar hugmyndir um frekari þróun afþreyingarmöguleika á þessari stórkostlegu eyju.

Gæðamál

Samkvæmt könnun Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (ATVEST) meðal ferðamanna á Vestfjörðum sumarið 2000 virðast gæði þjónustu almennt vera vel yfir meðallagi. Áberandi er þó að gæði þjónustu á veitingahúsum og í verslunum koma verst út (fyrir utan samgöngur) bæði meðal Íslendinga og útlendinga og er það umhugsunarefni. Til að bregðast við þessu hefur ATVEST staðið fyrir þjónustunámskeiðum sem því miður hafa verið misvel sótt. Hvet ég þjónustufyrirtæki til að senda starfsfólk sitt á þessi námskeið næst þegar þau bjóðast. Nú er t.d. fyrirhugað námskeið í rekstri gististaða þar sem komið er inn á þessi mál og aðra þætti sem snúa að þess konar starfsemi. Almennt séð kemur þjónustan samt vel út í könnuninni.

Öryggismál í ferðaþjónustu eru einnig miklvægur þáttur í að auka gæði þjónustunnar. Það er auðvitað ákaflega nauðsynlegt að öryggiskröfum sé fylgt s.s. í bátsferðum, á gistihúsum og annars staðar þar sem tekið er á móti ferðamönnum.

Markaðssetning

Undanfarin ár hafa verið settir meiri fjármunir í markaðssetningu svæðisins, hvort sem er með sýningarhaldi eins og í Perlunni síðasta vor, beinum auglýsingum í fjölmiðlum eða boðsferðum fyrir ferðaskrifstofufólk og blaðamenn. Samt eru þessir fjármunir alltof litlir en því miður er sveitarfélögum víða sniðinn þröngur stakkur.

Að mínu mati mætti nýta þessa fjármuni betur og auðvelda öflun frekari fjármuna með því að þróa markaðsáætlun Vestfjarða í heild. Í undirbúningi er slík vinna í samvinnu ATVEST, Ferðamálasamtaka Vestfjarða, Fjórðungssambands Vestfirðinga, ferðamálafulltrúa svæðisins og ferðaþjónustuaðila.

Stefnumótun í ferðaþjónustu

Nauðsynlegt er að setja sér markmið og skilgreina leiðir til að ná þeim. Slíkt hefur ekki verið gert markvisst fyrir norðursvæði Vestfjarða hvað varðar ferðaþ


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi