Grein

Ásbjörn Þorgilsson.
Ásbjörn Þorgilsson.

Ásbjörn Þorgilsson | 12.11.2002 | 11:41Um stórkostlega skreytingarherferð ráðuneytis

Það hefur ekki farið framhjá íbúum þessa jaðarsvæðis Vestfjarðakjálkans, að kosningar til Alþingis eru á næsta leiti. Nú á haustdögum hafa flætt yfir svæðið misháttsettir menn úr iðnaðar- og samgöngukerfinu. Þessar hræringar sem gáfu til kynna að kosningaskjálfti gæti verið á næsta leiti hófust á því að sjónvarp allra landsmanna birti frétt um að í gang væru að fara viðræður milli Orkubús Vestfjarða og Norðuráls um hugsanlegan orkukaupasamning. Orkunnar væri ætlunin að afla með því að OV réðist í byggingu orkuvers í Ófeigsfirði á Ströndum, nánar tiltekið með virkjun Hvalár í Ófeigsfirði.
Síðan liðu nokkrir mánuðir og íbúar svæðisins voru u.þ.b. að gleyma stórfréttinni, en þá þótti embættismannakerfinu tímabært að endurnýja væntingar íbúanna með því að senda smáhóp blýantsnagara úr iðnaðarráðuneytinu á vettvang. En þar sem þarna er um að ræða fólk sem að öllu jöfnu hefur sig ekki mikið í frammi og fæstir þekkja í sjón, hvað þá með nafni, þá var talið nauðsynlegt að ráðherra sjálf leiddi hópinn.

Var nú kyrrt um hríð og engar fréttir bárust af niðurstöðum þessara funda og heimsókna, íbúar aftur farnir að una glaðir við sitt og aðalumræðuefnið orðið væntanlegur starfslokasamningur sóknarprestins okkar við hið andlega vald. Aðalspenningurinn snerist um það hvort presti tækist að slá nýtt met í starfslokasamningum. Tekst honum að toppa samninginn við Þórarin Vaff spurði fólk hvert annað. Hann fær örugglega að halda jeppanum sögðu menn, en það er Landrover diesel 1976. Verður hann settur í sérverkefni á vegum biskups spurðu aðrir. Nú er komin niðurstaða í þetta mál milli prests og biskups, en eins og með hin fyrri mál er niðurstaðan hulin íbúunum. Þeim gafst nú ekki mikið ráðrúm til að svekkja sig á því.

Nú hófust að nýju hræringar vegna væntanlegra kosninga í vor og var nú komið að samgönguráðuneytinu að standa fyrir skemmtiatriðum. Ekki hefur verið talin vanþörf á, eftir alla þá geðshræringu sem þetta ráðuneyti er búið að valda íbúum þessarar jaðarbyggðar síðustu 12 árin. Það hófst á því að taka fyrir alla sjóflutninga til byggðarlagsins, það afrekaði fyrrum samgönguráðherra Halldór Blöndal.

Auk afnáms sjóflutninga hafði ráðherra breytt viðmiðunarreglum varðandi samgöngur á landi, þannig að í staðinn fyrir að miða við umferðarþunga og fjölda ökutækja sem um veginn færu, þá skyldi hér eftir miða við höfðatölu þeirra sem meðfram veginum byggju og íbúatölu viðkomandi byggðarlags. Þessi ráðstöfum þýddi það að öll framlög til nýbyggingar vegarins og til viðhaldsverkefna hans stórlækkuðu og voru þó ekki beysin fyrir.

Til þess að milda þann mikla skaða sem búið var að valda fengu þingmenn Vestfjarða því framgengt, aðallega fyrir þrýsting frá þéttbýlisbúum, sem vildu gjarnan geta ferðast um svæðið, að samþykkt yrðu smáframlög til vegarins til lágmarksviðhalds og fengu það í gegn með því skilyrði að íbúar svæðisins yrðu ekki nefndir í því sambandi, heldur yrðu þau nefnd fjárframlög til ferðamannaleiða. Var þetta rökstutt með tilvitnun í tilskipun frá forsætisráðherra um að öllum sértækum framlögum til byggðamála yrði hætt.

Að framansögðu má sjá að nýja samgönguráðherranum var verulegur vandi á höndum, vildi hann ná sér í svipaðan prikafjölda og fyrirrennari hans hafði uppskorið varðandi fyrrnefnda tilskipun æðstaráðs. Þegar núverandi ráðherra Sturla Böðvarsson tók við, tók hann upp þráðinn þar sem frá var horfið og nú beindust augun að flugsamgöngum. Ófært þótti að byggðarlag, sem ekki var þess virði að halda uppi sjóflutningum til, byggi við rándýrar og nútímalegar flugsamgöngur, að mati ráðuneytisins. Því ákvað hann í samráði við undirsáta sína að slá tvær flugur í einu höggi, með því annars vegar að stöðva flug til byggðarlagsins með traustum og öruggum vélum Íslandsflugs, en bjóða í staðinn upp á flugþjónustu með flugvélum frá einhvers konar flugpartasölu sem voru að útliti og viðhaldi í þannig ástandi að fælt hefði frá harðsvíruðustu áhættuleikara. Með þessu munu ráðherra og undirsátar hans hafa ætlað að magna svo upp flughræðslu meðal íbúanna að þeir kysu heldur að fara gangandi eða ríðandi sinna erinda.

Minnstu munaði að honum tækist þetta, en eins og alþjóð veit er núverandi samgönguráðherra ýmislegt annað fremur til lista lagt en einmitt að gegna þeirri stöðu sem hann er nú í. Enda fór svo að þessi tilraun hans til farþegaflugs með ónýtum flugvélum fékk hörmulegan endi í Skerjafirði sem ekki verður rakið hér nánar. Varðandi flugsamgöngumál okkar endaði þessi tilraun með því að ráðuneytið neyddist til að taka upp samninga við Íslandsflug um að sinna okkar þörfum. Mér er ekki kunnugt um það hvort reiknað hafi verið út hva


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi