Grein

Katrín Gunnarsdóttir.
Katrín Gunnarsdóttir.

Katrín Gunnarsdóttir | 10.11.2002 | 11:53Áskorun til vertsins í Finnabæ

Hann fer mikinn, vertinn og gestgjafinn í Finnbæ, þegar hann sendir söngvaskáldinu Herði Torfasyni tóninn í Bæjarins Besta á dögunum. En eins og svo oft þegar reiðir menn grípa til vopna snúast þau í höndum hans og hitta fyrir hann sjálfan. Orðaflaumurinn og fúkyrðin sem ryðjast úr penna gestgjafans eiga auðsjánlega að koma höggi á og lítillækka gestinn en hitta fyrir vertinn sjálfan, svo hann stendur berskjaldaður eftir og maður minni.
Ég á það ráð til handa vertinum og gestgjafanum í Finnabæ að hann endurheimti æru sína með því að biðja Hörð Torfason og íbúa Bolungarvíkur opinberlega afsökunar á gífuryrðum sínum og mistökum og hver veit nema ég færi honum blóm og rúsinupoka með hnetum.

Katrín Gunnarsdóttir,
Bolungarvík.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi