Grein

Jón Fanndal Þórðarson.
Jón Fanndal Þórðarson.

Jón Fanndal Þórðarson | 26.09.2002 | 16:14Seinni hálfleikur

Seinni hálfleikur í Orkubúsmálinu stendur nú yfir. Við sem vorum á móti sölu Orkubúsins töpuðum fyrri hálfleiknum en viljum leggja okkar af mörkum til þess að við vinnum seinni hálfleikinn. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, hefur verið með metnaðarfullar yfirlýsingar í þeim efnum, m.a. um höfuðstöðvar nýrrar raforkusamsteypu, ef af verður, verði á Vestfjörðum. Undir þetta ættum við öll að geta tekið og staðið við bakið á bæjarstjóranum í þeirri baráttu.
Menn hrukku í kút þegar Valgerður Sverrisdóttir fékk ráðgjafafyrirtæki með því háfleyga nafni Delotte & Touch (Þetta er engin ráðgjafastofa einhvers Jóns Jónssonar enda árangurinn eftir því) til að verðmeta Orkubúið, Norðurorku og RARIK. Niðurstaðan varð stórkostleg. Orkubúið er metið á 20% af pakkanum, RARIK á 40% og Norðurorka, sem er lítið meira en nafnið tómt, er metið á 40% eða jafnt og rafmagnsveitur ríkisins sem spanna stóran hluta landsins. Hvers konar vinnubrögð eru hér á ferðinni hjá „virtu“ ráðgjafafyrirtæki? Takið eftir! Ég skrifa virtu innan gæsalappa. Samkvæmt þessu féll verð Orkubúsins úr 4,5 milljörðum króna í 1,5 milljarð. Er þetta trúverðugt?

En allt hefur sínar jákvæðu hliðar. Þetta varð til þess að Vestfirðingar þjöppuðu sér saman í vandlætingunni og sáu hið rétta andlit á frú Valgerði, sem þeir höfðu að vísu séð áður en ekki tekið nógu vel eftir dráttunum. Halldór bæjarstjóri segir í BB af þessu tilefni: „Ef að verðmæti Orkubúsins er komið niður í 1,5 milljarð, þá held ég að sveitarfélög á Vestfjörðum ættu í alvöru að skoða þann möguleika að bjóða í fyrirtækið.“

Svona viðbrögð kann ég að meta og fær Halldór rós í hnappagatið fyrir ummælin. Gaman væri að láta á það reyna hvort ríkið væri tilbúið til viðræðna um sölu þar sem Ísafjarðarbær væri aðal kjölfestir. Ég hélt að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að selja eignir en ekki kaupa þær, þótt annað hafi verið uppi á teningnum þegar þeir keyptu Orkubúið. Í sambandi við uppstokkun RARIK vil ég benda mönnum á að lesa forystugrein síðasta tölublaðs BB. Þá vil ég geta þess að Einar Oddur Kristjánsson er í stjórn RARIK og heldur þar vel á málstað Vestfirðinga eins og vænta mátti af honum. Það er sem sé ekki öll nótt úti enn í þessum málum og skulum við vera bjartsýn og sigra síðari hálfleikinn með góðum markamun.

Landsbyggðarhöfuðborgin

Eitt það vitlausasta sem frá frú Valgerði hefur komið er að búa til sér höfuðborg fyrir landsbyggðina. Bakvið þessa hugmynd hennar er ekki nokkur skýr hugsun og væri verðugt verkefni að athuga hvort manneskja með svo óskýra hugsun er yfir höfuð fær um að vera ráðherra.

Ný landsbyggðarhöfuðborg yrði einungis til á kostnað annarra smærri staða á landsbyggðinni. Við myndum sitja uppi með tvö borgríki, þ.e. Akureyrarborgríki og Reykjavíkurborgríki. „Að öðru leyti yrði landið óbyggt“ eins og einn sérfræðingurinn orðaði það og taldi af hinu góða. Má ég þá heldur biðja um gömlu góðu Reykjavík. Við vitum þó alltaf hvar við höfum hana. „Vont er Reykjarvíkurvaldið en verra er Akureyrarvaldið.“ Þetta er haft eftir þekktum sveitarstjórnarmanni á Austfjörðum og skal hér tekið undir þessa skoðun hans.

Stóru bitarnir

Við Vestfirðingar eigum og áttum marga stóra bita. Stærstu bitarnir voru Orkubúið, Guggan og að sjálfsögðu miðin okkar sem voru og eru bestu fiskimið í heimi. Akureyri sölsaði Gugguna undir sig með manni og mús og höfum við ekki séð tangur né tetur af henni síðan, þrátt fyrir ýmis loforð sem gefin voru. Sumir álösuðu Ásgeiri Guðbjartssyni fyrir að svona fór. Það var mjög ósanngjörn gagnrýni á Ásgeir. Nær hefði verið að þakka honum fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir þetta byggðarlag og þar með alla Vestfirði. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa honum þakkir. Að öðrum ólöstuðum vil ég halda því fram að engir eða fáir hafi unnið þessu byggðarlagi betur en hann á langri og farsælli ævi. Þakka þér fyrir Geiri minn!

Næsti bitinn er Orkubúið. Akureyringar sleiktu út um þegar þeir sáu hilla undir þann möguleika að eignast slíkan dýrgrip sem Orkubúið er, einnig með manni og mús. Sá hlær best sem síðast hlær segir spakmælið og nú skulum við spyrja að leikslokum. Málið er ekki búið enn og það er í höndum Halldórs bæjarstjóra og Einars Odds og þeir eru til alls vísir þegar hagsmunir Vestfirðinga eru í húfi.

Þriðji og stærsti bitinn eru miðin okkar. Þau fara að vísu ekki til Akureyrar, allavega ekki í eiginlegri merkingu, en okkur er bannað að


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi