Grein

| 29.08.2000 | 15:13Göngin strax á vegáætlun!

Síðastliðinn sunnudag var haldin stutt hátíðarstund á Óshlíð þar sem þess var minnst að fimmtíu ár eru liðin frá vígslu Óshlíðarvegar. Enginn efast um þá staðreynd að með opnun Óshlíðarvegar á sínum tíma var rofin einangrun Bolungarvíkur við aðrar byggðir landsins, enda munurinn mikill fyrir íbúa þorpsins að þurfa ekki lengur að ganga fyrir hlíðina þegar annað þurfti að sækja.
Allt frá þeim tíma er Óshlíðarvegur var opnaður hafa stöðugar endurbætur á veginum átt sér stað.Ýmsar nýjungar tengdar vegagerð í slíku brattlendi hafa verið prófaðar og kostað gífurlegar fjárhæðir. Framkvæmdum er enn ekki lokið og mikið viðhald á sér stað á ári hverju. Vegurinn hefur ætíð verið ferðamönnum jafnt sem öðrum þeim, er til Bolungarvíkur vilja koma, mikill þrándur í götu.

Reglulega berast fréttir í fjölmiðla af snjóflóðum og grjóthruni á Óshlíð, sem kemur í veg fyrir að hinn almenni Íslendingur kjósi að leggja hingað leið sína nema ef til vill rétt yfir hásumarið, og þá á þurrum og sólríkum degi. Þeir einu sem fara um Óshlíð hvernig sem viðrar eru Bolvíkingar sjálfir, en alls ekki allir og alls ekki með vellíðan í hjarta. Þeirra á meðal er undirrituð.

Það sannaðist líka á sunnudaginn, að eftir að fjöldi fólks hafði lagt leið sína inn á Óshlíð í lemjandi rigningu til að taka þátt í athöfninni og var á heimleið, fór hlíðin innan við Svarthamar bókstaflega af stað. Undirrituð varð vitni að þessum hrikalega atburði ásamt fjölda annarra. Hrunið úr fjallinu stóð yfir í töluverða stund, – niður kom óteljandi stórgrýti, sumt áreiðanlega fleiri tonn, og flugu eins og skopparakringlur yfir ökutækin á veginum sem voru full af fólki sem beið þess (áreiðanlega í bæn) sem verða vildi. Það má telja ótrúlega Guðsmildi að ekki fór verr en raun bar vitni, þar sem allt þetta fólk var samankomið, – aðeins einn maður slasaðist.

Eftir að hafa sloppið heilu og höldnu út í Ósvör steig ég út úr bílnum og hafði á orði við formann samgöngunefndar, Árna Johnsen, að nú væri eiginlega nóg komið, var svar hans: „Ja, þú getur nú þakkað fyrir að hafa fengið að sjá þessa tilkomumiklu sjón. Hún minnir svo sannarlega á sig Óshlíðin.“

Það kann að vera að einhverjir skilji skilaboðin með þessari gríðarlegu grjótskriðu á þann veg, að Almættið sé aðeins að láta vita af mætti sínum. En minn skilningur á þessum síendurteknu skilaboðum á Óshlíðinni er sá, að Almættið sé endalaust að reyna að minna okkur á að hundskast nú til að nota alla þá þekkingu og tækni sem okkur hefur auðnast á síðustu áratugum til að leggja Óshlíðarveginn af og búa til göng sem samgönguæð til og frá Bolungarvík.

Óshlíðin hefur nefnilega ekki bara minnt á sig, Óshlíðin hefur svo sannarlega tekið í gegnum tíðina. Ég get alls ekki sætt mig lengur við að heimabyggð mín hafi enga möguleika lengur til stækkunar og þroska vegna þess að það fólk sem kýs að flytja á Vestfirði vill ekki hafa búsetu í Bolungarvík. Það gengur heldur ekki að stór hluti bæjarbúa sé fullur óhugar að þurfa að aka um þennan veg.

Það er kominn tími til að gerðar verði alvöru framtíðaráætlanir um það að búin verði til göng frá Bolungarvík, og frekari framkvæmdir á Óshlíð verði stöðvaðar, en lágmarks viðhald fari fram þar til göngin verða komin. Enda sást það á sunnudaginn, að þau varnarvirki sem verið er að gera eru alls ekki örugg, því stórskemmdir urðu á þeim.

Í mínum huga var þess minnst á sunnudaginn, að í fimmtíu ár höfum við Bolvíkingar búið við óöryggi í vegamálum, ótta og kvíða við einn af hættulegustu vegum landsins. Þó ýmislegt hafi verið að gert í gegnum tíðina mun vegurinn um Óshlíð aldrei samrýmast nútímakröfum um vegaöryggi, enda er komin tækni sem gerir okkur kleift að leysa málið með öðrum hætti. Það er auðvitað spurning um fjármagn, en af því er nóg. Við þurfum bara að fá það hingað til okkar.

Þær raddir hafa heyrst, að ekki sé til baka snúið með framkvæmdir á Óshlíð vegna þeirra miklu framkvæmda og þess gríðarlega kostnaðar sem þegar hefur verið lagður í veginn. Því er til að svara, að það sama gildir um aðrar vegaframkvæmdir á landinu þar sem brúargerð, veggöng eða aðrar endurbætur hafa verið gerðar. Má sem dæmi nefna að vegurinn um Hvalfjörð var í stöðugri endurbót allt þar til Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun.

Ég vil eindregið hvetja fólk til að skoða slóðina vegur.is á Netinu og kynna sér þær miklu upplýsingar sem sýslumaðurinn í Bo


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi