Grein

| 24.08.2000 | 10:10Eru börnin okkar að hreyfa sig nóg?

Síðastliðin 10 ár hafa ýmsir og þá sérstaklega íþróttakennarar látið í ljós áhyggjur yfir því að börn hreyfi sig of lítið. Meðal annars er talað um síversnandi líkamlegt ástand barna þegar þau hefja skólagöngu. Nefnd eru atriði eins og máttleysi, úthaldsleysi, lélegur líkamsburður, óeðlileg hræðsla við að hreyfa sig, lélegt jafnvægi og klaufalegar hreyfingar.
Íþróttakennarar hér á Ísafirði eru þessu sammála og nefna sem dæmi að stór hópur barna geti ekki sippað eða farið í kollhnís í byrjun skólagöngu og einnig sé áberandi óöryggi og hræðsla við að prófa eitthvað nýtt. Þessir hlutir séu að verða sífellt meira áberandi með árunum.

Einnig er talað um að börn séu að fitna. Áður var að jafnaði eitt barn of þungt í bekk en nú eru þrír til fjórir krakkar, og jafnvel enn fleiri, of þungir. Þeir sem vinna með börnum, til dæmis sjúkraþjálfarar, kennarar og hjúkrunarfræðingar, sjá greinilega aukningu og hafa af því verulegar áhyggjur.

Hreyfing er forvörn

Það að börn hreyfi sig mikið er stór þáttur í heilsuvernd, ekki síst sem forvörn fyrir ýmsa sjúkdóma sem þau geta fengið síðar á ævinni, eins og hjarta- og æðasjúkdóma og beinþynningu.

Meiri líkur eru á álagseinkennum svo sem bakverk, vöðvabólgu og verkjum í liðum, ef líkaminn er ekki í góðri þjálfun. Slík einkenni geta þá komið fram strax á unglingsaldri. Einnig aukast líkurnar á að börn sem eru í lélegu líkamsástandi finni fyrir álagseinkennum þegar þau eru orðin fullorðin, því að mikilvægur grunnur er lagður að líkamsstyrk og úthaldi strax á barns- og unglingsaldri.

Hvers vegna er líkamsástand barna lélegra nú en áður?

Að miklu leyti vegna þess að líkamsástand fullorðinna er orðið lélegra. Nútíma lifnaðarhættir krefjast minni hreyfingar og það kemur ekki síður niður á börnum en fullorðnum.

Við notum til dæmis bílinn alltof mikið. Ökum stuttan spotta í staðinn fyrir að ganga eða hjóla. Og börnin eru keyrð allt sem þau þurfa að fara. Meira að segja hringja sum börn í foreldrana til að láta skutla sér úr Grunnskólanum á Ísafirði upp á Torfnes í leikfimi og það ekki bara þegar veður er slæmt. Börnunum er meiri greiði gerður ef þau ganga þennan spöl heldur en að þeim sé keyrt.

Þjóðfélagið hefur breyst, hættur eru fleiri og meiri hraði er á öllu í umhverfinu. Börn njóta því ekki eins mikils frjálsræðis og áður. Oft eru þó gengið of langt og börn eru nánast ofvernduð. Hvetjum börnin strax til að hreyfa sig en drögum ekki úr þeim að óþörfu, smáskrámur og pústrar eru oft óumflýjanlegur fylgifiskur þess að prófa sig og reyna nýja hluti. Börnin eru aldrei of ung. Um leið og þau eru farin að skríða má leyfa þeim að prófa stigann en verum viðbúin að aðstoða. Höfum ekki heimilið svo fínt eða húsgögnin svo heilög að ekki megi klifra upp á borð og hoppa yfir í sófa eða niður á gólf. Leyfum boltaleiki og sipp einhverstaðar á heimilinu. Það má til dæmis hafa leikjadaga heima einu sinni í viku, líkt og nammidagana, þar sem brothættum hlutum er forðað í smátíma.

Hvað er til ráða?

Mikilvægast er að hreyfa sig meira og þá ekki bara að hvetja börnin til hreyfingar, því að það er fullorðna fólkið sem er fyrirmyndin og börnin læra af okkur. Bæði börn og fullorðnir þurfa að koma hreyfingunni meira inn í daglegt líf. Reglulegir göngutúrar ættu að vera regla og þá gjarnan á forsendum barnanna. Þau þurfa tíma til að taka sína króka, klifra upp á girðingar, ganga á þeim og hoppa niður aftur. Það má gera göngutúrana í bæinn fjölbreyttari með því að ganga á kantsteinunum eða stíga aldrei á strik eða brotnar hellur á gangstéttunum. Suma daga er farið upp í fjall og klifrað upp á steina eða farið í lengri ferðir og vaðið í lækjum og tjörnum. Einnig er gaman að fara niður í fjöru og stikla á steinum eða hlaupa undan öldunum. Og það er mjög góð þjálfun fyrir líkamann að vera úti í vondu veðri, berjast á móti storminum eða ösla snjó upp í klof.

Tilvalið er að fara í fjölskylduferð með nesti og drífa þá helst ömmu og afa með. Til dæmis ættu flest 4-5 ára börn að ráða við að ganga upp í Naustahvilft og enn yngri börn líka með góðri hvatningu og umbun.

Það er þó ekki nauðsynlegt að fara mjög langt. Stuttir göngutúrar daglega eða annan hvern dag eru líka góðir því þá venst barnið á að fara leiðar sinnar gangandi en ekki alltaf í bíl.

Foreldrar e


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi