Grein

Flakið af Notts County var við Suðurtangann á Ísafirði um tíma.
Flakið af Notts County var við Suðurtangann á Ísafirði um tíma.

| 27.01.2000 | 13:35Vantar upplýsingar um breska togara

Björn Benediktsson, vélstjóri á Bjarti NK, sendi okkur línu og bað blaðið um aðstoð við að leita upplýsinga um slysin þegar bresku togararnir Notts County og Ross Cleveland fórust í Ísafjarðardjúpi árið 1968.
Undanfarið hefur Björn verið í sambandi við breskan mann, Ray Richardson að nafni. „Þannig er, að ég lenti inni á heimasíðu sem hann sér um og varðar breskar togaraútgerðir og skip þeirra. Ray hefur reynst mér afar hjálplegur í sambandi við leit mína að upplýsingum um línuveiðarann Africa frá Grimsby, sem smíðaður var 1892“, segir Björn. Línuveiðari þessi strandaði úti fyrir Sandgerði árið 1902 og bar þar beinin en áhöfnin mun öll hafa bjargast í land á skipsbátnum.

„Nú langar mig til að aðstoða Ray í staðinn og til að byrja með vantar okkur upplýsingar og myndir af togaranum Notts County, sem strandaði í Ísafjarðardjúpi árið 1968. Allar upplýsingar um það eru vel þegnar. Einnig ef til eru upplýsingar um Ross Cleveland, sem fórst um svipað leyti.“

Þeir sem vilja liðsinna Birni Benediktssyni í þessu efni geta hringt í síma 565 3893 eða 898 4334 eða sent línu á netfangið bjb@vortex.is eða heim til hans að Suðurhvammi 23, 220 Hafnarfirði.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi