Grein

Úlfar Snæfjörð Ágústsson.
Úlfar Snæfjörð Ágústsson.

Úlfar Snæfjörð Ágústsson | 12.06.2002 | 15:22Ísafjörður 21. aldar

Árum saman hef ég reynt að fá botn í byggðaþróunina á Íslandi. Ég hef reynt að skilja aðgerðir stjórnvalda og fylgst með hvernig þau og hin ósýnilega hönd markaðarins hafa valdið þeim breytingum sem orðið hafa. Um leið hef ég reynt að átta mig á hvers má vænta á næstu árum og áratugum. Mér er það löngu ljóst að hugmyndir mínar um framþróunina eiga ekki marga bandamenn meðal þeirra sem ég þekki. Jafnframt er mér ljóst að þær aðgerðir, sem ég tel að grípa þurfi til, eru svo sársaukafullar og svo fjarri hugarheimi þeirra sem hér búa, að varla er þorandi að setja þær fram.
Þessar hugsanir hafa valdið mér hugarangri um margra ára skeið. En því lengra sem líður sé ég að sú þróun sem nú á sér stað með tilstuðlan stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, mun leiða til landauðnar á Vestfjörðum. Ég vil því ekki hverfa svo úr þessu lífi að þeir sem á eftir koma haldi að ég hafi verið samþykkur þátttakandi í þróuninni.

Þótt þessar skoðanir mínar valdi ef til vill miklum tilfinningalegum átökum, þá vonast ég til að það verði ekki tekið út á konu minni og afkomendum og verslunarrekstri þeim sem ég stofnaði til 1968 en hefur nú um árabil verið í höndum þeirra. Ástæða þess að ég minnist á þetta eru viðbrögð við samtali Finnboga Hermannssonar við mig fyrir Svæðisútvarp Vestfjarða, áður en byrjað var á Vestfjarðagöngum. Þar lagði ég til að menn skoðuðu aðra möguleika áður en byrjað væri. Viðtalið varð til þess að flestir fjölmargra viðskiptavina Hamraborgar úr þorpunum handan heiðanna hættu að koma við þegar þeir komu í kaupstað á Ísafirði. Þetta hafði gríðarleg áhrif á þennan litla og viðkvæma rekstur.

Þeirra eina svar við umræðum um bestu hugsanlega möguleika var að ráðast gegn mér með brigslum um að ég vildi leggja Vestfirði í rúst. Ekki verður mér um kennt hvernig komið er, því ég hef engin áhrif haft á þróunina. En af hverju er þá ekki allt í blóma núna eins og ætlað var þegar byrjað var á Vestfjarðagöngum?

Tuttugasta öldin hafði meiri efnahagsleg áhrif á Ísland en nokkurt annað Evrópuríki. Á þessu tímabili fluttist þjóðin úr moldarkofum sveitanna og gisnum timburhreysum þorpanna í íburðarmestu húsakynni sem þekkjast á Vesturlöndum. Iðnvæðingin hófst hér um tvö hundruð og fimmtíu árum síðar en hjá öðrum Evrópuþjóðum en nú býr íslenska þjóðin að tæknivæddasta búnaði sem þekkist í veröldinni. Þjóðin hvarf frá 650 ára undirokun og arðráni erlendra þjóða og ber nú að fullu kostnað af sjálfstæðinu. Hún hafnar hnarrreist fullri þátttöku í efnahagsbandalagi Vestur-Evrópuþjóða, sem öll ríki Austur-Evrópu skríða á hnjánum til að komast í.

Á öldinni náði íslenska þjóðin að tvöfaldast og nú er væntanlega skammt í að hún nái 300 þúsundum, með aukinni hlutdeild útlendra manna, sem telja sér og fjölskyldum sínum best borgið í þessu kalda hrjóstruga landi norður við heimskautsbaug.

Það sem hefur hvað mest varðað veginn í framþróun þjóðarinnar á liðinni öld er byggðaþróunin. Í upphafi síðustu aldar var engin borg á Íslandi, aðeins nokkur þorp með yfir þúsund íbúa, mörg þorp með nokkra tugi íbúa eða fá hundruð, en meginþorrinn bjó í sveitum, sem þá teygðu sig til ystu nesja og innstu dala allt í kring um landið.

Strax með afnámi vistarbandsins og frjálsræði í innlendu atvinnulífi hófust búferlaflutningar, sem standa enn, með flutningum sveitafólksins til vaxandi bæja og þorpa og síðan frá þorpunum og bæjunum til höfuðborgarsvæðisins.

Þessi þróun er ekkert séríslensk. Í öllum löndum sogast fólkið að mesta fjölmenninu, en í helstu velmegunarlöndum streymir efnafólkið út úr þeim, en aðeins til nálægra sérbýla, og sækir áfram vinnu, þjónustu og afþreyingu í borgirnar.

Þessi þróun er hvergi að stöðvast. Þrátt fyrir mikla fjármuni og atgervi hjá sumum ríkari þjóðum, svo sem á Norðurlöndum og norðanverðum Bretlandseyjum, hefur hvergi tekist að stöðva strauminn frá dreifbýlinu.

Sá blaðamaður hjá Morgunblaðinu, sem best hefur fylgst með byggðamálum og hefur farið ótal ferðir um landið, skrifaði athyglisverðan greinaflokk fyrir nokkrum árum eftir að hafa kynnt sér byggðaþróunina á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. Fram kom, að þar sem besti árangurinn hafði náðst í að stöðva flutningana til þéttbýlisins, en það var hjá Norðmönnum, tókst að minnka brottflutninginn niður í eitt prósent. Þrátt fyrir allan olíuauðinn og mikilvægi þess að byggja norðursvæðin og landamærin að Rússlandi tókst ekki betur til.

Blaðamaðurinn sagði frá tveim athyglisverðum dæmum frá Finnlandi, þar sem tókst að hefta brottflutninginn úr tilteknum héruðum. Þar gerðist það á þann hátt að ríkisvaldið k


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi