Grein

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.

| 26.01.2000 | 17:11Samfélag með sóknartækifæri

Stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum

Nú hafa íbúar fengið tækifæri til að kynna sér þann bækling sem dreift hefur verið í bænum með niðurstöðu þeirra 75 einstaklinga sem unnu stefnumótun Ísafjarðarbæjar. Undirritaður hefur ekki fengið umsögn frá mörgum um plaggið en nokkrir hafa tjáð sig og það með misjöfnum hætti. Á fundi trillukarla í Stjórnsýsluhúsinu kom fram hjá einum fundarmanna að plaggið væri ekki einu sinni ígildi skeinipappírs. Aðrir hafa bent á margt sem vanti í stefnumótunina og var m.a. bent á það á fyrrgreindum fundi að lítið færi fyrir sjávarútvegi þar. Gagnrýni hefur sem sagt komið fram á stefnumótunina og er það gott.
Nauðsynlegt er að svona framtak fái verðuga gagnrýni hvort sem hún er neikvæð eða jákvæð. Ég sakna þess að þetta framtak bæjarstjórnar hafi ekki enn, í mín eyru a.m.k., fengið klapp á bakið fyrir þessa frumraun frá þeim sem telja plaggið ónýtt með öllu. Gaman hefði verið ef einhver hefði sagt sem svo: ,,Þetta er ómöguleg stefnumótun hjá ykkur en það er gott hjá ykkur að vinna hana því þetta hefur ekki verið gert áður og einhvers staðar er nauðsynlegt að byrja.? Sem betur fer hafa margir sagt: ,,Það eru nokkrir góðir punktar í stefnumótuninni og margir þeirra skipta máli sem grunnur að þeirri vinnu að fjölga hér atvinnutækifærum og auka fjölbreytni. Hins vegar má ekki láta staðnæmast hér heldur vinna áfram að málinu.?

Ég tek undir þá gagnrýni sem fram hefur komið þar sem bent er á margt sem vantar. Enda er það tekið fram í plagginu sjálfu auk greinar sem ég skrifaði nýlega í BB að athugasemdir séu vel þegnar og stefnumótunin sé ekki endanlegt plagg og verði það aldrei. Vinna við stefnumótunina fór fram fyrripart ársins 1999 en þá störfuðu hóparnir. Einhver tími fór í að draga saman hópavinnuna og það dróst að gefa plaggið út þar til í byrjun þessa árs. Margar breytingar hafa orðið í atvinnulífinu síðan um mitt ár 1999 sérstaklega í undirstöðuatvinnuveginum, útgerð og fiskvinnslu. Þetta gerist hratt. Þó ekki hafi verið sérstakur vinnuhópur í þetta sinn um landbúnað, útgerð og fiskvinnslu á ekki að líta á það sem yfirlýsingu um að Ísafjarðarbær sé búinn að afskrifa grunnatvinnuvegina. Það var einfaldlega ákveðið að byrja á þeim málaflokkum sem fjallað er um í stefnumótuninni og talið að margt sem þar kæmi fram gæti hjálpað til við að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Einnig að auka vöruþróun og þekkingu í markaðsmálum til að fá meira fyrir þær afurðir sem við framleiðum í dag. Tækifærin eru víða og við þurfum að hjálpast við að sjá þau og nýta.

Trúir bærinn ekki
á undirstöðuatvinnugreinarnar?


Ísafjarðarbær hefur, ásamt fleiri aðilum hér heima, undanfarnar vikur skoðað möguleika þess að kaupa skip og aflaheimildir af Básafelli hf. til að tryggja að veiðiheimildir haldist á svæðinu við eignasölu hjá Básafelli. Þetta mál er enn í vinnslu og vonandi næst jákvæð niðurstaða úr því. Síðan byrjað var á þessu máli hefur undirritaður hitt ýmsa að máli sem gefið hafa góð ráð og komið sínum skoðunum á framfæri um þessi hugsanlegu kaup. Vil ég þakka sérstaklega fyrir það því alltaf er gott að fá fram ýmsar skoðanir og ráðleggingar í svona veigamiklu máli sem og öllum málum. Sumir, ekki margir, þar á meðal sjómenn og eigendur fiskibáta hafa sagt bæinn vera á villigötum í málinu. Betra sé að bíða eftir sölu eigna Básafells og fá þá greiðslu fyrir hlutabréfin. Skoðun Ísafjarðarbæjar hefur hins vegar verið sú að rétt sé að nýta þetta fjármagn inn í atvinnulífið áfram og ekki bíða heldur ná þeim aflaheimildum sem hægt er á meðan það er möguleiki. Segir þetta að bærinn trúi ekki á möguleika til útgerðar og fiskvinnslu? Aldeilis ekki, heldur þveröfugt. Þetta lýsir þeirri skoðun bæjarins að grunnurinn að öllu er útgerð og vinnsla og því verður að reyna að treysta þann grunn eftir öllum færum leiðum.

Síðastliðið sumar keypti Ísafjarðarbær mjólkurkvóta úr Arnardal þegar búskapur lagðist af á öðrum bænum. Þessi kvóti var auglýstur meðal bænda í Ísafjarðarbæ og seldist allur innan bæjarins. Bærinn seldi á lægra verði en gerist á markaði til að tryggja að kvótinn færi ekki í burtu og greiddi mismuninn úr bæjarsjóði. Þetta var gert vegna þess að skoðun okkar er sú að mjólkurframleiðsla og mjólkuriðnaður sé mikilvægur fyrir þetta svæði. Lýsir þessi aðgerð vantrú bæjarins á landbúnaði? Það gerir það að sjálfsögðu ekki.

Ofangreint er sett á blað til að leitast við að svara þeim gagnrýnisröddum sem sagt hafa að nýútkomin stefnumótun Ísafjarðarbæjar sé ekki bara gagnslaus heldur um leið yfirlýsing um að bærinn sé búinn að afskrifa grunnatvinnuvegina. Ég hef vanist því að sjávarútvegur og landbúnaður séu grunnatvinnuvegirnir og því eru nefnd dæmi um aðkomu


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi